Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Qupperneq 8
8
LANDSBÓKASAFNIÐ 1964
meistara eftir Bólu-Hjálmar og með hendi hans, og Rímur af Skarphéðni Njálssyni
og bræðrum hans eftir Símon Eiríksson frá Djúpadal.
Systir Michael Zessa, O.S.B., Saint Paul’s Priory, Sl. Paul Minnesota, gaf safninu
vélritað eintak ritgerðar sinnar um sögu Benediktsmunkareglunnar á Islandi: History
of the Benedictines in Iceland.
Despina Karadja, prinsessa, Stella Maris, Marine Drive, Rottingdean, Sussex, gaf
mjög myndarlegt safn greina eftir Ingihjörgu Olafsson, aðalframkvæmdastjóra KFUK
á Norðurlöndum, en safninu fylgja einnig greinar um Ingibjörgu og ljósmyndir af
henni frá ýmsum tímum.
Af öðrum gefendum handrita skulu þessir nefndir: Jakobína Johnson, Seattle Wash.,
Theodóra Hermann, Gimli Man., Magnús Jochumsson, fyrrv. póstmeistari, Reykjavík.
Af eldri gjöfum skal hér einnar minnzt: Jón Gauti Pétursson gaf í apríl 1963 bréfa-
safn föður síns, Péturs Jónssonar frá Gautlöndum.
Landsbókasafn flytur öllum gefendum handrita heztu þakkir.
Við handritadeild safnsins vinna nú tveir fastir starfsmenn: Lárus H. Blöndal og
Grímur M. Helgason, og veitir Lárus deildinni forstöðu.
Nýtt bindi handritaskrár verður prentað, þegar komið er nægilegt efni í bindi, og
vinnur Lárus m. a. að undirbúningi þess.
Grímur M. Helgason gerir á öðrum stað í árhókinni nokkra grein fyrir kvæðaskrá
þeirri, er unnið hefur verið að um árabil. Pótt því verki sé ekki lokið, geta menn
þegar haft mikil not skrárinnar, og er því rétt, að henni sé lýst í þessu riti.
Ölafur Pálmason vann í ígripum á vegum safnsins að hréfaskrá, sem áður hefur ver-
ið minnzt í árbókinni, og veitti Menningarsjóður sem fyrr nokkurn fjárstyrk til þessa
verks. Mörg bréfasöfn bíða könnunar, svo að hér er um mjög brýnt verkefni að ræða.
Starfsmenn Handritastofnunar Islands höfðu á árinu aðsetur í handritasal safnsins,
og verða þeir fastagestir þar, unz þeir fá samastað í húsi því, er senn verður hafizt
handa um að reisa á háskólalóðinni.
- , Verkaskiijting milli annarra bókavarða var svipuð og áður. Geir
Onnur starísemi ° .
Jonasson annaðist ýmsa aðdrætti, og reyndist það oft fyrirhafnar-
samt verk, því að ganga verður mjög ríkt eftir prentskilum við suma. Sem betur fer,
er hér ekki um marga aðila að ræða, og er þess því vænzt, að þeir hæti ráð sitt og
greiði þannig á sinn hátt fyrir starfsemi safnsins. Geir hjó ennfremur hækur í hendur
bókbindurum safnsins og sá um tímaritakost þess, auk þess sem hann hefur lengi unnið
að rækilegri skrá um íslenzk tímarit. Loks má geta, að liann hirti um rit þau, er safn-
inu hárust frá stofnunum Sameinuðu þjóðanna, en það er mikil syrpa á ári hverju.
Ásgeir Hjartarson samdi á árinu skrá yfir íslenzk rit 1963 og þær skrár aðrar, sem
birtar eru í þessari árbók, en var ennfremur gjaldkeri safnsins.
Ólafur Fr. Hjartar hafði umsjón með bókaskrám safnsins og vann að endurskoðun
þeirra og samræmingu, en einnig að skráningu erlendra bóka.