Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Side 98

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Side 98
98 ÆVIÁGRIP SIGHVATS GRÍMSSONAR BORGFIRÐINGS að Sighvatur sleppti Klúku í næstu fardögum með Jrví að mega halda öllum leiguánum, sex að tölu, og leggja ekkert ofan á jörðina, en Jregar hann tók við jörðinni, tók hann við 28 vætta ofanálagi, en hann byggði Jjar upp baðstofu og búr. Slík urðu nú Jjau leikslok. Enda varð Sighvati það hinn mesti styrkur á hinum langa og erfiða flutningi sínum vestur í Dýrafjörð, yfir alla Steingrímsfjarðarheiði, út og yfir allt ísafjarðar- djúp og þaðan vestur Hestfjarðarheiði í Dýrafjörð, en á leið hans tóku honum allir tveim höndum og styrktu hann á margan hátt, svo hann kom bæði konu og börnum, skepnum sínum og búshlutum með heilu og höldnu. Að Höfða kom hann um fardaga vorið 1873, með konu sinni og þremur börnum: Sigríði, Gísla, fæddur 16. apr. 1871, og Njáli, f. 3. ág. 1872, en haustið eftir fæddist hið fimmta barn þeirra hjóna, 25. nóv. 1873, Jón Elías. Eftir það Sighvatur kom að Höfða, var hann ýmist við heimilis- störf sín eða vann við Þingeyrarverzlun, og þar vann hann meira og minna um hin næstu átta ár á eftir, en var við sjóróðra stundum á vorin. Á vetrum var hann lieima, oftast við skepnur sínar, og skrifaði þess á milli, þegar tímar leyfðu, og hafði hréfa- viðskipti við marga merkismenn nær og fjær, þar á meðal við Jón riddara Sigurðsson í Kaupmannahöfn frá 1869 og allt til þess Jón dó, og sendu þeir hvor öðrum bækur og rit til skiptis, og fékk Sighvatur þannig marga merkilega bók. Haustið 1873 fór Sig- hvatur snögga ferð suður í Flatey til Jjess að sjá enn einu sinni hinn forna góðvin sinn, Gísla Konráðsson, og varð sá fundur þeirra hinn síðasti. Þannig bjó Sighvatur um nokkur ár á 6 hdr. úr Höfða, en 1880 fékk hann önnur 6 hdr. í sömu jörð og hafði síð- an 12 hdr. (af 30 hdr.). Auk þeirra barna jjeirra hjóna, sem áður eru talin, vóru enn fremur: Pétur, f. 6. nóv. 1875, Guðrún, f. 8. jan. 1877, dó 8. nóv. 1887, Steinvör, f. 10. sept. 1880, dó 16. jan. 1881, Sturla, f. 20. sept. 1879, dó 29. ág. 1882, frábær að fegurð og gáfum, Sturlaug, f. 23. ág. 1882, dó 26. nóv. 1887, afbrigðisbarn, Kristján, f. 16. okt. 1884, Guðmundur, f. 15. febr. 1887, dó 12. febr. 1888. Þannig áttu þau hjón tólf börn, átta pilta og fjórar dætur, en misstu sex þeirra, þrjá pilta og þrjár dætur, og þrjú þeirra á einum vetri, og var það hið þyngsta, sem fyrir Sighvat kom, og jók inikið á heilsuleysi hans sjálfs, sem ágerðist mjög eftir 1882, þegar hann lá rúmfastur í sextán vikur í brjóstveiki og næsta vetur á eftir jafnlengi. Á seinni árum sínum tók hann mjög að stunda lækningar, sem þóttu heppnast mæta vel, en vegna hinna sífelldu ferða, sem hann varð að gefa sig í við það starf, varð sú afleiðingin, að hann varð brjóstveikur, og það Jjótt hann væri áður hraustur og göngu- maður talinn með afbrigðum, en varð þess á milli að vinna mjög mikið fyrir sér og fjölskyldu sinni, og framkvæmd hans mun Jiað mega þakka að nokkru, að menn fóru að biðja um aukalæknir í Vestur-ísafjarðarsýslu. Auk þess hneigðist liann til öls á þeim hrakferðum, sem án efa spilltu heilsu hans, en Juí ætlaði hann sér ekki af með áframhald og að fara út í ófærð og illveður yfir torsókta og langa vegi, sem víða eru á Vestfjörðum. Þar með hafði hann á hendi ýms störf, sem gjörðu honum marga erfið- leika, svo sem hreppstjórn og allar hreppskriftir í tveimur hreppum í senn um átta ár, í hreppsnefnd nokkur ár, meðhjálpari frá 1881 og sóknarnefndarmaður síðan það var lögleitt, úttektarmaður í fimm ár og stefnuvóttur síðan 1883. En allt fyrir það ritaði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.