Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 119

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 119
JORIS CAROLUSOG ÍSLANDSKORTHANS 119 hvort þetta er haft eftir Carolusi eða öðrum heimildum. Eyjanna er getið í Grænlands- annál þeim, sem kenndur er við Bj örn á Skarðsá. Litlar líkur eru til þess, að frásagnir þessar hafi verið kunnar í Hollandi, nema hvað Joris Carolus kann að hafa fræðzt eitthvað um þær af Jóni lærða. En í Hollandi var um þessar mundir á ferli önnur frásögn um Gunnbjarnareyjar, Grænlandslýsing sú, sem kennd er við Ivar Bárðarson og enn er til í hollenzkri þýðingu eftir hinn kunna sæfara Willem Barents. Það er meira að segja vitað, að Jodocus Hondius eldri átti frásögn þessa, raunar í þýzkri gerð, og það er Samuel Purchas, sem fræðir okkur á þessu í inngangi útgáfu sinnar af Grænlandslýsingunni: „A Treatise of Iver Boty a Gronlander, translated out of the Norsh Language into High Dutch in the yeere 1560. And after out of High Dutch into Low Dutch, by William Barentson of Amsterdam, who was chiefe Pilot ajoresaid. The same Copie in High Dutch, is in the hands of Jodocus Hondius, which I have seene‘\1 Hcndius yngri og Carolus setja Gunnbjarnareyjar þar, sem Jón lærði vísar til þeirra, og verður þó ekki staðhæft, að farið sé eftir frásögn hans. í hollenzka textanum af Grænlandslýsingu ívars segir, að tveggja daga og tveggja nátta sigling sé frá Susches (Snæfellsjökli) til Grænlands, „oeck leijt recht int miden tusschen Groenlant ende IJslant een scheere oft rif ghenaem Gumberne scheer“.2 Hollenzkir sjókortagerðar- menn tóku því brátt að sýna Gunnbj arnarsker vestur frá mynni Breiðafjarðar. Nefn- ast þau ýmsum nöfnum, t. a. m. Gonbar Schaer á sjókorti van Keulens, nr. III í syrpu hans í Háskólabókasafninu í Amsterdam, en Gouber Schaer á nr. IV í sömu syrpu. Hjá Hendrick Doncker heita þau Gomber schaer á sjókorti hans 1690, og mætti svo lengi telja. Kort þeirra Hondiusar og Carolusar eru tvær greinar sama stofns. Fyrr en óyggj- andi vissa fæst um aldur Hondiusar-kortsins, verður ekki skorið úr því, hvort er eldra eða hvor þeirra átti hugmyndina að breytingum þeim, sem gerðar voru á sam- eiginlegri fyrirmynd beggja. Carolus var farmaður og dvaldist eitthvað á íslandi eins og fyrr segir, en hafði að auki komið til Gunnbj arnareyj a að eigin sögn, þótt taka verði þá fullyrðingu með mikilli varúð. Hann er því öðru jöfnu líklegri höfundur þeirrar íslandsgerðar, er honum er jafnan eignuð. En þessu getur lika verið farið á þann veg, að Hondius sé höfundurinn og heimild hans sé hin þýzki texti Grænlands- lýsingarinnar, sem Purchas sá og segir frá. En jafnvel árfærsla Hondiusar-kortsins skýtur ekki loku fyrir, að Carolus eigi einhvern þátt í íslandsgerð þess. Nokkrum árum síðar unnu þeir Hondius saman að kortagerð, eins cg nú verður sagt frá. V. Jodocus Hondius yngri varð ekki gamall maður. Hann andaðist rösklega hálffertug- ur árið 1629, en hafði þá í undirbúningi nýtt kortasafn, sem aldrei var lokið við, þótt kortin birtust síðar í annarra útgáfu. 1 Purchas His Pilgrimes Vol. XIII, Glasgow 1906, 163. 2 C. P. Burger, Een werk van Willem Barents teruggevonden (Het boek XVII, 1928, 227).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.