Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Qupperneq 49
TIL ÍSLENDINGA
49
Þá er það beyging íslenzkra orða í aukaföllum, sem stýrast af enskum forsetning-
um. Ég réð það af snemma að skeyta engu um það. Þegar rætt er um þessa eða hina
bókina eða manninn, hef ég jafnan notað nefnifall, t. d. „from Ólafor Davíðswi came
a package containing the „Passíusálmar of HallgrímMr Pétursron“ o. s. frv.
Á síðustu öld voru enskir rithöfundar vanir að segja: He advices me to read
Ciceronis philosophical treatises" [þ. e. beygðu nafn Ciceros upp á- latínu], en við
gerum það ekki lengur.
í skrásetningu bókatitla eða annars útdráttar úr bókum, - þegar lýst er efni
þeirra-, hef ég venjulega fylgt þeirri reglu, ef textinn er íslenzkur, að láta hann
standa nákvæmlega eins og hann er, án nokkurs tillits til enskra forsetninga eða
annarra orða, sem á undan kunna að fara. í dæminu, er þér vísið svo rækilega til,
Exercitium Precum Olearii, ritaði ég þannig: Contents: - Title-folio, on reverse dedication
to [Titilsíða, á annarri blaðsíðu tileinkað] Göfugre Dygdaryk/re og .... Allir ættu að
minnsta kosti að sjá, að fyrir mestu er að birta fyrstu línur tileinkunarinnar eins og
þær eru, og þess hefur verið freistað (til þess að ritið verði greint eða í öðrum
tilgangi). í bókfræði dugir ekki að fylgja málfræðinni alltaf út í æsar, ef maður vill
vera nokkurn veginn nákvæmur. í gömlum íslenzkum ritum sérstaklega er að auki
margur vandi, vegna þess að titilsíða og aðrar síður eru oft illa farnar, brotnir stafir
o. s. frv. Þá er ekki heldur mikla stoð að hafa í fyrirrennurunum. Nyerup & Kraft
þýða t. a. m. oft íslenzku titlana á dönsku. Jón Borgfirðingur eðajafnvel Jón Árnason
eru eins vísir til, þegar um einhverja gamla útgáfu er að ræða, að hafa brodd yfir
sérhljóðum eða rita ð, eins og þeir stæðu í hinum gamla titli, og skrifa stöðugt
vitlaust, svo sem Umþenkingar, kiennemann, íjórtán, þar sem í bókartitlinum
stendur: Vmþeinkingar, Kieiiemafi, fioortan o. s. frv.
Bókapakkarnir eru ekki enn komnir, en ég býst við þeim eftir einn eða tvo daga.
Verkin, sem mig vantar mest [og ætluð eru til að fylla ritraðir] eru (sjá
frumbréfið).
Ég vona, að yður heilsist vel og þér séuð stálsleginn. Mér líður ögn betur eftir
vetrardvölina á Egyptalandi og síðan ég hætti að reykja. Ég hef ekki andað að mér
einum einasta reykjarstrók síðan 12. apríl 1888, eða í rúmt ár. Það var hreinasta
þrekraun að hætta.
7.2.90
Have you the last numer of Austri? — 4. árg. nr. 22, printed in Akureyri
(8. mai 1888). I have never yet been able to get it.
The last lot of books has not yet arrived.
Of Hrappsey books I lack (see list in Æfi-ágrip feðganna):
(6) Forordning um Taxta og Kauphöndlun 1777—78
(7-28) various Alþingisbækur
(30) ítala búfjár í haga. 1776-77
(37) Heimspekínga skóli. 1784
(42) Hugdylla 1783
(51) Rímur af Ulfari sterka 1775
4