Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1940, Page 7

Frjáls verslun - 01.04.1940, Page 7
Geir Zoega íæddist í Reykjavík ái'ið 1830. Hann vai' alþekktur maður um allt land og má teljast einn af lu'autryðjenduiö íslenzkrar verzlunar og útgerðai'. Hann rak mikla þilskipaútgei'ð, og var skip hans, „Fanney", fyrsta þilskipið, sem íslenzkir menn stund- uðu veiðar á, og var það keypt rétt fyrir 1870. Um aldamót voru þilskipin orðin um 40. Zoega rak al- þekkta verzlun í Reykjavík, sem enn er til. póröur Guðjohnsen, verzlunarstjóri í Húsavík, fæddist árið 1844. Hann stjórnaði 0rum & Wulf-verzl- un þar (il 1902, að hann fluttist lil Kaupmannahafnar og andaðist þar fyrir allmörgum árum. Guðjohnsen var hinn mesti dúgnaðarmaður og sá fyrir, að vel mundu Islendingar þurfa að halda á verzlunarmálum sínum, cf þjóðinni ætti að farnast vel efnalega, og við- skiptin ekki að verða misklíðarefni innan lands. Var hann ekki vinsæll af kaupfélags-forkólfum síns tíma. Guðbrandur Finnbogason (1849—1899) var forstjór’ Fischers-verzlunar í Reykjavík, sem var alþekkt á sínum tíma; en var fyrst forstjóri útibús sömu verzl- unar í Keflavík. Guðbrandur var vel menntaður mað- ur og vinsæll. Ferðaðist hann mikið um ýms lönd, sem ckki var algengt á þeim timum. Fischers-búð var vin- sæl verzlun undir hans stjórn, enda er Guðbrandi þannig lýst, að hann hafi verið hið mesta ljúfmenni. Lárus G. Lúðvígsson, er stofnaði liina alþekktu skó- verzlun í Reykjavík var skósmiður, en tók snemma að verzla og þótti með afbrigðum gott við hann að skipta. Rétt fyrir aldamótin tók hann að fá skó frá þýzkalandi, en þar var betra að kaupa en af Dönum, urðu þessi viðskipti liyrningarsteinninn undir verzlun hans, en í þá daga þurfti nokkuð áræði til þess að leita út fyrir Danmörku, því það mátt.i teljast hefð- bundið að verzla ekki annarsstaðar. FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.