Frjáls verslun - 01.03.1946, Síða 10
SIGURÐUR KRISTJÁNSSON alþm.:
MARKVERÐAR LÖGGJAFIR
Sigurður Kristjáusson.
Á almennum félagsfundi í V. R., sem haldinn
var í Kaupþingssalnum, föstud. 3. maí s. 1., flutti
Sigurður Kristjánsson alþm. greinargott yfirlit
um helztu þingmál, sem afgreidd voru sem lög
á síðasta Alþingi.
Ræðumaður gat þess í upphafi erindis síns, að
þetta þing væri einkennt af mörgum, stórurn
framfaramálum, og mundi það verða lengi í
minnum haft, af þeim sökum. Ilann sagði að
fjárhagsgeta ríkisins og almennings væri meiri
nú en áður, og því ríkti nú meiri bjartsýni og
áræðni til stórra hluta.
Þá vék Sigurður að því að rekja þýðingar-
mestu lögin, senr Alþingi samþykkti, og verður
hér lauslega drepið á aðalefni þeirra, samkvæmt
ræðu hans:
INNFLUTNINGS-
OG GJALDEYRISMEÐFERÐ:
Samkvæmt lögum um þessi mál er fyrirskipað
5 nranna Viðskiptaráð, sem gera á tillögur til
Viðskiptamálaráðuneytisins um það, hvaða vör-
ur skuli lráðar innflutningsleyfum og lrverjar
ekki. Einnig skal Viðskiptaráð hafa með hönd-
um úthlutun farrýmis fyrir vörur, svo og verð-
lagningu vara.
Enn eru hindranir í vegi fyrir því, að hægt
sé að slaka á innflutningshöftunum, að nokkru
verulegu leyti. Eru það fyrst og fremst gjald-
eyrisvandræðin, sem því valda, þ. e. í dollurum.
Norðurlönd og önnur sterling-lönd liafa brugð-
izt með útflutning sinn, enn sem komið er, og
því höfum við þurft að sækja mikið af dýrum
vörum til Bandaríkjanna, og hefur það saxað
mjög á dollara-eign okkar. Vegna þessa hefur
enn ek ki verið gefin út reglugerð um fækkun
á leyfisskyldum innflutningsvörum, og hafa því
ofangreind lög ekki náð tilgangi sínum.
58
ALÞJÓÐABANKI OG
GJALDEYRISSJÓÐUR:
Ríkið hefur nú þegar greitt 2 millj. dollara
= 13. millj. kr. í þessu skyni, en ekki hefur
að svo komnu hlotnast neinn árangur af þess-
um fyrirtækjum, sem eru annars hin merkustu,
enda eru þau alveg á byrjunarstigi.
Útfrá þessu minntist ræðumaður á brýna og
bráða nauðsyn þess, að auka útflutningsverzl-
unina, þar eð hún skapaði gjaldeyrinn. Taldi
hann að innflutningsbönn væru ekki til bjargar,
að því er gjaldeyrinn snerti, heldur stórfelld
örfun útflutningsverzlunarinnar, og hefði Al-
þingi leitazt við að efla hana, t. d. er ríkið tók
að sér að leigja fiskflutningaskip, til að koma
aðalgjaldeyrisvöru okkar, ísfiskinum, á markað-
inn. Þá kvað hann nú vel horfa um sölu síldar-
afurða og lýsis. Að vísu væri okkur hagkvæm-
ast að selja þessar vörur til Ameríku, enda væri
sótzt eftir þeim þaðan, en hinsvegar værum
við siðferðislega skyldir til að láta Breta hafa
þær, a. m. k. lýsi, vegna þess að þeir kaupa af
okkur mestallan fiskinn.
LANDSHÖFN í NJARÐVÍK:
Með lögurn um þessa höfn er stigið stórt og
markvert spor í rétta átt, að byggja fiskihafnir
sem næst fiskimiðunum. Verður þetta fyrirtæki
reist af ríkinu, en síðan verður höfnin rekin
sem sjálfseignarstofnun. Er ríkinu heimilað að
taka 10 millj. kr. lán í þessu skyni, enda standi
höfnin undir % stofnkostnaðar. Ráðgert er að
höfnin rúmi í fyrstu 150 fiskiskip, en verði síð-
ar stækkuð eftir þörfurn.
ALMENN HAFNARLÖG
FYRIR ALLT ÍSLAND:
Með þessum allsherjarlögum falla úr gildi um
70 eldri lög um þetta efni, en ein allsherjarlög
FRJÁLS VERZLUN