Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 14
tullkomnari reiknivélar nú en þá, og auk þess hefur annar aðbúnaður bætzt stórum, t. d. fjölg- un símaáhalda o. fl. — Hvernig hefur þér fallið samvinnan við kassann, eða öllu heldur kassana, þessi ár, og svo starfið að öðru leyti? — Mér hefur líkað það ágætlega. Enda þótt oft væri mikið að gera, og m. a. mikil eftirvinna, var það kannske ekki hvað sízta ánægjan, ef góð- ur árangur sást. Og þótt endrum og eins slettist upp á vinskapinn við kassann, þegar hann neit- aði að stemma að kvöldi, þá varð maður að taka því með ró og skapstillingu, í von um að geta tekið hann á eintal næsta dag og jafnað ágrein- inginn. Varðandi starfið að öðru leyti, er ég mjög ánægður yfir að hafa í upphafi lent hjá svo góðum vinnuveitanda, sem Axel heitinn Tulin- ius var, og síðan að eiga þess kost að starfa undir stjórn hins ágæta manns, Brynjólfs Stefánssonar, núverandi forstjóra Sjóvátryggingafélags íslands h.f. — Þá áttu eftir að segja eitthvað um starf Jritt í V. R. Þar hafðirðu lengi fjármálin með hönd- um. — Ég gekk ásamt mörgum öðrum í V. R., eftir að Verzlunarmannafélagið Merkúr hætti störfum. Ég hef átt sæti í aðalstjórn V. R. um 7 ára skeið og 1 ár í varastjórn. Af þessum tíma var ég í 6 ár gjaldkeri félagsins, frá 1937—43. Ég get ef til vill skotið því hér inn, svona til upp- fyllingar, þó að ekki komi það V. R. við, að ég var á árunum 1925—30 gjaldkeri Glímufélagsins Ármanns. — Skárra er það dómadags kassastandið, sem við þig loðir. En hvað hefurðu að segja um félagsstarfið, t. d. meðan þú varst í stjórn. — Á stjórnarárum mínum fannst mér Frið- þjófur O. Johnson vera atkvæðamestur, að því er félagsmálin snerti, að öðrum formönnum og stjórnarmeðlimum ólöstuðum. M. a. tel ég hon- um, og húsnefndinni, sem með honum starfaði, mest að þakka kaupin á húseigninni Vonarstræti 4, sem voru til ómetanlegs gagns fyrir félagið. Þá vil ég einnig minnast á hið nýafstaðna fram- tak félagsins, að koma á heildarsamningum um kaup og kjör meðlima sinna, og tel ég það með beztu og væntanlega giftudrýgstu afrekum þess. — Hverju viltu að blaðið skili frá þér til les- andanna? — Ég bið fyrir beztu kveðjur og þakka góða samvinnu, bæði viðvíkjandi aðalstarfi mínu og Úr myndasafriL V.R. ii einnig innan V. R., og ég vona að V. R. hafi jafnan forustu um fjölmörg framfaramál, innan verzlunarstéttarinnar. Þannig fórust Stefáni orð, og „Frjáls Verzlun“ færir honum hér með hamingjuóskir í tilefni af starfsafmæli hans, þakkar honum unnin störf í þágu V. R. og verzlunarstéttarinnar og árnar honum og fjölskyldu hans alls hins bezta í fram- tíðinni. Þess skal getið hér að lokum, að þótt Stefán liafi ekki verið í íélagsstjórn V. R. síðustu árin, hefur V. R. falið honum ágætt trúnaðarstarf fyrir þess hönd, sem er, að öllu forfallalausu, ævilangt stjórnarstarf í Námssjóði Thors Jensen, en sá vsjóður á vafalaust eftir að verða mörgum verzl- unarmönnum og verzlunarstéttinni allri til mikillar farsældar. 62 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.