Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 12
enda skal því ekki neitað, að slík umbylting
verður víða ekki vandalaus.
Fyrsta viðbragð þeirra ríkja, sent svo er ástatt
íyrir, sem hér greinir, hefur enda sumstaðar ver-
ið tregt og varfærið og jafnvel á stöku stað snú-
izt í varnaraðstöðu. Mörg dönsk blöð hafa t. d.
ekki farið dult með það, að jafnaðarmanna-
stjórnin danska hafi orðið að taka upp frílista-
stefnuna gegn vilja sínum. Norðmenn Jiafa not-
fært sér smuguna ;i samningnum. Þjóðverjar
og Frakkar hafa hækkað tolla sína, og Bretar
liafa þráazt við að fara nema fet'ið í áttina til
frjálsari gjaldeyrisverzlunar.
Það, sem nrestan ugg vekur lijá þessum þjóð-
um, ef sleppt er öllum fræðilegum fordómum
og blindri trú á ákveðin efnahagskerfi, svo sem
áætlunarbúskap eða þjóðnýtingu, er óttinn við
atvinnuleysi og greiiðslujafnaðarvandræði, og er
Jró víðast hvorttveggja sanrtvinnað. Menn segja
sem svo: Ef viðskiptin eru gefin frjáls, eykst sam-
keppnin á innanlandsmarkaðinum, atvinnuvegir
og greinar leggjast niður, og atvinnuleysið held-
ur innreið sína. Ef gjaldeyrisverzlunin verður
frjáls, verður að taka upp nýja peninga- og fjár-
málapólitík til þess að takmarka neyzluna og
koma greiðslujöfnuðiinum í jafnvægi, og sú
stefna hlýtur að orsaka atvinnuleysií.
Það orkar ekki tvímælis, að þetta eru rök,
sem gera verður skil, því að fyrsta takmark
Hestra ábyrgra stjórnmálamanna er, að jtegnar
þíóðfélagsins hafi viðunandi vinnumöquleika.
Hitt er svo annað mál, að atvinnupólitík sú,
sem víða hefur verið rekin, hefur yfirsuennt
vinnumarkaðinn og verðbólgain, sem af því hef-
ur hlotizt og af hinni almennu tekiuiöfnunar-
stefnu, hafa þrýst miög á auk:nn innflutning á
nevzhtvörum og kom'ð yreiðsluiöfnuðnum úr
jafnvægi. Það er því v'ðbúið, að vms ríki þurfi
að lagfæra eengi eialdevris síns um leið og bau
gera verzlunina friálsari. Þótt Iiað verði ekki
sársaukalaust að flvtja vinnuafliið úr e;nni at-
v:nnuorein í aðra, þá er ekki bein ástæða til bess
að ætla, að þau sár græðist ekki, þótt af hlytist
tniunkandi vinna um stund.
Norski hafffræðino-urinn Ragnar Frisch hefur
bent á, að til þess að þessar aðo-erð:r, sem stefna
að friálsari verzlun, heppnist, þurfi að tryggja
þrjennt:
1). að áfram verði nokkurnveginn full vinna í
löndunum,
2. ) stöðug, mikil utanríkisverzlun og greiðslu-
jöfnuðir í sæmilegu jafnvægi.
3. ) möguleikar fyrir ríkisvaldið að grípa inn
í þróunina, ef ineyðarástand skyldi skapast.
Aðalverkelni viðkomandi ríkja verður því að
finna það jafnvægisástand búskaparstarfseminn-
ar, sem sameinar bezt sem frjálsasta verzlun og
næga atvinnu, og þá um leið þannig, að greiðsl-
ur milli landa séu í jafnvægi. Því að ef atvinnu-
pólitíkin er rekin á kostnað viðskiptafrelsisins,
versna lífskjörin, þá er jafnað niður á við, en ef
verziunarþólkíkin er rekin á kostnað atvinnunn-
ar, lætur atviinnuleysið til sín segja og þá er
mismunað upp á við.
Afstaða íslands.
I grein um Marshall-löndiin og frílistana, sem
birtist í tímaritinu „Svensk Utenrikshandel"
(31. jan. 1950): er þessi klausa: „ísland er und-
antekning. Það land hefur nefnilega tilkynnt,
að það liafi ekki séð sér fært, að setja neinn
hluta innflutningsins á frílista." Þetta er því
miður rétt. ísland hefur sennilega allra landa
mesta þörf fyrir frjálsa milliríkjaverzlun, sökurn
jjess hve afkoma landsmanna er háð mikilli ut-
anríkisverzlun, en þó hefur ríkisstjórnin, vegna
skorts á jafnvægi þjóðarbúskaparins, ekki árætt
að losa um verzlunarhömlurnar. Hefur því ver-
ið lýst vfir við 'efnahagsstofnunina í París, að
íslendingar treystust ekki til þess að fara inn á
braut frílistajnna, nema eftirtalin skilyrði séu
fyrir hendi: 1.) Að almennu jafnvægi í efna-
Iiagskerfi landsins hafi verið náð, 2.) Að bank-
arnir hafi safnað verulegri gjaldeyriseign. 3.)
Að önnur þátttökuríki slaki á innflutningshöft-
urn á íslenzkum afurðum. 4) Að önnur þátttökti-
ríkii komi á fót almennum gjaldeyrisskiptúm sín í
milli. íslenzk stjórnarvöld telja, að ekkert. þess-
ara skilvrða sé að svo stöddu uppfvllt, en hafa
gefið vilyrði um að vinna að því eftir getu, að
koma því til vegar, að svo megi verða innan tíð-
ar.
Án tillits til gjaldeyrisörðugleika íslands er
auðvitað mjög erfitt fyrir land, sem hefur í raun
og veru aðeins eina útflutningsvöru að hverfa
með öllu að frílistastefnunni, nema tryggt sé, að
önnur þátttökuríki frílistakerEsins rýmki að
sama skapi innflutning sinn á fiski.
Framh. á bls. 65.
56
FRJÁLS VERZLUN