Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 13
Um Brydesyerzlun tJr minnisblöðum Jóns Pálssonar íyrrv. bankaíéhirðis. Hér birtist nú síðari hluti greinar Jóns heitins Pálssonar um Brydesverzl- un; framhald frá síÓasta hefti. En í sambandi við frásögn mína um Brydes- verzlun og vini mína þar, vildi ég bæta fáein- um kýmnisögum við. Daginn, sem Björn Jensson yfirkennari var jarðsunginn, var verið að algreiða e/s „ísafold" með saltfisksfarmi til útlanda. Voru þá nærri 30 hleðsluskírteini (Connossement) gefin út, því svo var farmurinn allur flokkaður í smærri og stærri vöruslatta, eftir því hvert fara skyldi og hver átti við að taka. Þorsteinn garnli Guðnjundsson hafði séð um það vandlega rnjög, sem hans var vandi, að „allt væri í lagi“. Jensen skipstjóri hafði kvatt •og var farinn út í skip sitt með alla „pappíra“ sína, svo sem vera bar. Andrés sat með körlum sínum á viðtali við J)á úti í kompu s'inni, en ég og N. B. Nielsen vorum í skrifstofunni að athuga ýmislegt Jrað, er við höfðum aðhafst viðvíkjandi afgreiðslu skipsins um daginn. Viturn við Jrá ekki fyrri til en Þorsteinn gamli Guðmundsson kemur þangað nærri sprunginn af ákafa og mæði og segir, að Jensen skipstjóri sé kominn í land og kvarti um það, að eitt hleðsluskírteinið vanti. Andrés finnist hvergi og nú bíði skipið eftir Jressu og skipstjóri Jress óþolinmóður mjög. N. B. Nielsen biður mig að bregða fljótt við og l'oita að Andrési. Ég fer Jrví út í kompu hans og spyr, hvar Andrés sé. Guðmundur Oddsson varð fyrir svörum og sagði fremur hirðuleysis- lega: „Við vitum ekkert hvar hann er! Hann fór héðan út áðan, ien hvert, vitum við ekkert!" Fór ég því út og þar um kring, til þess að leita að Andrési en fann hann hvergi, en síðan ti! karlanna aftur og spurði eftir honum. Guð- mundur Oddsson varð fyrir svörum aftur og sagði: „Nei, hann hefur ekki sézt hér og við vit- um ekkert hvar hann er!“ „En viljið Jrið þá ekki fara eitthvað hér í kring og leita hans?“ „Nei, Jrað er alveg þýðingarlaust. Við finnum hann ekki!“ Þóttu mér þetta slæm erindislok, hugsaði mig vel uiijí en sagði síðan, minnugur Jaess, að jarð- arför Björns Jenssonar var mýlega lokið við óvenjulegt fjölmenni: „Var hann Andrés að „fylgja“ í dag?“ Svaraði Guðmundur Oddsson og sagði: „Hann Andrés að „fylgja“! Nei, hann sent aldrei fer á neina skemmtunl" Loks kom svo Andrés í feitirnar, og fann hann nú hleðsluskírteini það, sem vantaði, og fór því allt vel að lokunr. En oft var brosað að svari Guð- mundar um „skemmtanaeftirleitanir" Andrésar. Það var í ágústmánuði 1909 að e/s „ísafold" konr inn í Reykjavíkurhöfn. „Regnskab" verzlun- arinnar fyrir árið 1908 sýndi á 17. þúsund króna tap (Underballance), og var nú ekkert sanrband úr landi við skipið þann dag og var veðrið þó gott. En með skipinu var maður, sendur frá I. P. T. Bryde sjálfum í Kaupmannahöfn, til þess að rannsaka hið nrikla tap árið áður og af hverju Jrað stafaði. Barst þá og bréf frá Etazráðinu, er sagði nrér rtpp stöðu nrinni frá 1. ágúst það ár (eða eftir 3 daga), enda stóð setning þessi í sérstöku bréfi til N. B. Nielsens: „Det er Christensen der lrar 3/4 Dele Underballancens og Jón Pálsson 1/4 Del samme paa siin Sanrvittighed!“ — Þótti nrér þetta grálega mælt, því ég lrafði eng- in önnur afskipti af rekstri verzlunarinnar en þau, að sitja í skrifstofunni, skrifa þar og reikna, engan eyri penings undir lrönclunr né unrsjón með meinum vörunr. Ég gat því engin áhrif haft á tapið, og fór ég 1. ágúst 1909 á brott þaðan. Unr FRJÁLS VERZLUN 57

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.