Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 23
auka síðan framleiðsluna jafnt og þétt, þangað til hægt verður að full- nægja eftirspurninni á Norður- löndum. Megnið af ritvélahlutun- um verður flutt inn frá Bandaríkj- unum, en aðrir verða framleiddir í Noregi. Fyrir styrjöldina fluttu Norðmenn inn milli 8—9 þús. rit- vélar árlega, en nú er eftirspurnin mun meiri. Vöruflutningar um höfnina í Osló aukast stöðugt, eftir því sem hafnaryfirvöld borgarinnar til- kynna. Árið 1949 komu 24,785 skip. 8 millj. tonn að sta?rð, til hafnar- innar, á móti 23,581 skipum, 7,6 millj. tonn að stærð, árið áður, og 21,544 skip, 6,7 millj. tonn að stærð, árið 1947. Árið 1938 komu 29,725 skip, sam- tals 9,8 millj. tonn að stærð, til Oslóar. SvíþjóS. Svíar liafa ákveðið að leyfa auk- inn innflutning bifreiða frá Bret- landi og Frakklandi, en þessi tvö lönd hafa selt þangað flestar bif- reiðar eftir stríðið. Er þetta einn liður í áætlun ríkisstjórnarinnar um meira frjálsræði í viðskiptum landa á milli. Einnig þarfnast bifreiða- eign landsmanpa, sem nú telst um 260 þús. bifreiðar, endurnýjunar, þar sem bifreiðar þær, sem fyrir eru, eru orðnar úreltar og á eftir tímanum. I Netto-hagnaður sænska firmans ASEA, sem eru stærstu framleið- endur rafmagnsvéla og tækja í land- inu, nam árið 1949 samtals 10,4 millj. kr., en árið 1948 varð netto- hagnaðurinn 8,5 millj. kr. Greiddur var 9% arður til hluthafanna. Utflutningur ritvéla og reiknivéla hefur aukizt mikið síðustu árin og nam verðmæti útflutningsins s.I. ár 33 r'.illj. kr., eða aðeins 12 millj. kr. minna en verðmæti útflutrungs talsímc- og ritsímaiðnaðarins, sem er þekktur um allan heim. 7'a’ið er, að framleiðsla rit- og reiknivéla verði mun meiri í ár og er þegar far ið að bjóða þær á bandaríska niark- aðinum. Innflulningur Svía frá Bandaríkj- unum á þessu ári er áætlaður 725 millj. kr. Eins og s.l. ár mun mikill hluti innflutningsverðmætisins það- an vera fyrir olíur og benzín. Ben- zínskömmtun hefur nú verið afnum- in í landinu, en innflutningur ben- zíns frá Bandaríkjunum mun ekki aukast, þar sem Svíar hafa tryggt sér nokkurt magn olíu og benzíns gegn greiðsln í sterlingspundum. Vöruskiptajöfnuður landsins varð óhagstæður um 72,6 millj. kr. á síðasta ári, en greiðslujöfnuður 'landsins varð því sem næst hag- stæður. Verðmæli innflutningsins nam 4,322 millj. kr., en útflutnings- ins 4,250 millj. kr. Danmörk. Danir og Bretar hafa átt langar viðræður um nýjan viðskiptasamn- ing milli landanna í stað þess er rann út á s.l. ári Enn sem komið er hefur ekki náðst fullt samkomu- lag milli þeirra, eu bó er búið að ganga frá samringniim að miklu leyti. Verðlag dan.-kra landbúnað- arafutða er aðalágreiningsefnið, og vilja Bretar ekki greíða það verð, sem Danir telja sig þurfa að fá fyrir þær. Að óbreyttum ástæðum nnni inn- flutningur Dana frá Bretlandi nema að minnsta kosti 1.800 millj. kr. á þessu ári, og er það 300—400 millj. kr. meira en árið 1949. Einhver hluti þessa aukna innflutnings staf- ar af verðhækkun á brezkum út- flutningsvörum. Helztu innflutnin'gsvörur Dana frá Bretlandi eru nú á frílista eða á annan hátt undanþegnar takmörk- unum. Fyrstu 6 mán. þessa árs ætla Danir að veita leyfi fyrir brezkum bifreið- um að upphæð 18 millj. kr., en s.l. ár nam bifreiðainnflulningurinn allt árið milli 15—16 millj. kr. Danir hafa fengið loforð fvrir 2 millj. tonn af kolum og 1 millj. tonn uf koksi frá Bretum á þessu ári. Til samanburðar má geta þess, að s.l. ár fengu þeir 1,6 millj. tonn af kolum og 0,5 millj. tonn af koksi. Járn- og stálinnflutningurinn mun nema um 80 þús. tonn, en s.l. ár var hann 60 þús. tonn. Bretar hafa skuldbundið sig til að sjá Dönum fyrir allri þeirri brennsluolíu, er þeir þurfa, en það er samtals um 320 þús. lonn árlega. Auk þess munu þeir fá olíur og benzín, sem olíufélögin Shell og B.P. þar í landi fá að flytja inn, gegn greiðslu í sterlingspundum. Búizl er við, að útflutningur llana til Bretlands á þessu ári aukist úr l. 550 millj. kr. 1949 og upp í 1,800 millj. kr. Sterlingspundaskuld Dana, sem s.l. haust nam 300 millj. kr., hefur aukizt síðan og er nú um 500 millj. kr. Líkur eru taldar á að Danir verði að auka enn við þessa skuld á þessu ári, þar sem misinunurinn á verðmæti innflutn- ings og útflutnings hefur aukizl. Á árinu 1949 nam mjólkurfram- leiðsla landsins 4,9 miljarð kílóum og er það um 1 miljarð kílóuin meira en 1948. Smjörframleiðslan jókst á árinu um 20% og nam 15 millj. kílóum. Bretland. Bretar opnuðu stóra bifreiðasýn- ingu í New York 15. apríl s.l. og gera þeir sér góðar vonir um, að sýning þessi muni reynast mesti dollaraávinningur þeirra síðan styrjöldinni lauk Fru Bretav bjart- sýnir um sölu á bandaríska mark- aðinum, þar sem verðið er sam- keppnisfært og gæðin ótvíræð. Sýndu þeir 100 mismunandi tegund- ir bifreiða og bifhjóla, sem kosta frá 1—19,5 þús. dollara. Þarna var m. a. sýnd hin nýja „Hover“-bifreið, er gengur fyrir gastúrbínu, og vakti hún geypilega athygli bandarískra sérfræðinga. Bretar eru ennþá mesta skipa- byggingarþjóð beims, eftir því sem síðustu skýrslur greina frá. Eru þeir nú með skipastól í smíðum, er tel- ur 362 skip, samtals rúm 3 millj. FRJÁLSVERZLUN 67

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.