Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 18
Stungið á kýli. — Pokaháttur Tímamanna. — Torgsölur og söluturnar. — Verum á varðbergi. YFIRSTJÓRN sérleyfismála ríkisins hafa jiýverið tilkynnt, að ríkið hafi ákveðið að hætta rekstri sér- leyfisleiðarinnar Akranes—Akurevri, en ríkið hefur. eins og kunnugt er, annast farþegaflutninga á þessari leið undanfarin ár. Rekstur sérleyfisbifreiða ríkisins hefur verið með endemum, og sífellt tap fyrir ríkissjóð á þessari starf- semi. Ber því að fagna þeirri stefnubrevtingu, sem nú virðist vera í uppsiglingu í þessum málum. En það þarf að stinga á fleiri kýli. Ríkið á að hætta að vasast í allskonar atvinnurekstri, sem rekinn er með stórfelldu tapi ár eftir ár, vegna þess að taprekstrinum er ávallt velt yfir á bök skattgreiðendanna. Formælendur skriffinnskunnar og ríkisrekstursins ruku auðvitað upp til handa og fóta út af þessari ráð- stöfun og eru með dylgjur í garð atvinnureksturs ein- staklinga og félaga. Segja þeir, að ríkið megi aldrei skipta sér af neinu, sem einstaklingarnir gela grætt á. en geti hirt allt það, sem braskararnir ekki vilia. Þarna hlýtur að skjóta einhverju skökku við. Al- þjóð veit ekki betur en að póst- og símamálastjórnin hafi sölsað undir sig sérleyfisleiðina Akranes-— Akur- eyri, af því að aðilar þeir, sem áður önnuðust mann- flutninga á þessari leið, högnuðust lítillega af rekstrin um og guldu sína skatta og gjöld til ríkissjóðs. Ríkis- valdið hélt, að það gæti fetuð í fótspor þessara aðila, en jjar brást jjví bogalistin, eins og ávallt þegar }>að er að fetta fingur í atvinnurekstur einstaklinga og félaga eða troða sér inn á verksvið þeirra. SJALDAN hefur j)okaháttur Tímamanna komið jafn glögglega fram í dagsins Ijós og í skrifum Skúla Guð- mundssonar alþingismanns í Tímanum fyrir nokkru. Birtust skrif þessi innrömmuð á fyrstu síðu blaðsins. I greinastúf þessum beindi Skúli orðum sínum til inn- flutningsyfirvaldanna með þeim tilmælum að leggjast á móti innflutningi matvara í smápokum og pökkum, j>ar sem slíkt sjjaraði gjaldeyri. Það er annars hágt til ]>ess að vita, jjegar maður eins og Skúli, sem ætti j)ó að vera gjörkunnugur verzlun og viðskij)tum sem kaupfélagsstjóri, skuli bera á borð fyrir alj)jóð jafn fáránleg tilmæli sem Jressi. Veit hann ekki, að innfluttar matvörur í smá- pokum og j)ökkum hafa mikla yfirburði yfir sekkjavörurnar, auk þess seni jrakkningar þessar eru vinsælar meðal almennings. Þó ekki væri nema hreinlætis vegna, j)á ætti að banna að vigta í sundúr sekkjavöru, sé hún á annað borð fáanleg í smápokum. Þeir eru það hreinlegasta og bezta, sem við höfum þekkt fram að þessu. Hinsvegar er sjálfsagt, að hakarar og iðnfyrirtæki eigi þess ávalll kost að fá hráefni í sekkjum, ef þau æskja þess. En að fara að innleiða „uppvigtarmenninguna“ á ný í verzlunina, eins og hún var mest á árunum fyrir stríð, er enginn sparnaður fyrir þjóðfélagið. Slík ómenning er molbúaháttur, sem ber að forðast, og er enginn gjaldeyrissparnaður, þegar flytja verður inu pappírspoka til þess að vigta í sekkjarvöruna. Auk þess fylgir slíkri verzlunarmenningu aukið mannahald eða þá meira erfiði fyrir afgreiðslufólkið. Það eru víst allir sammála um, sennilega Skúli líka, að gæði matvörunnar megi sízt rýrna í meðförum verzlana, en þar er hættan óneitanlega mest í sekkjar- vörum. Þess vegna eru smáumbúðirnar beint frá fram- leiðendum erlendis mikilvægt spor í þá átt að koma í veg fyrir rýrnun vörunnar, auk þess mikil þægiudi fyrir almenning. Pokaháttur Tímamanna á því engan rétt á sér og verður að víkja fyrir hag alj)jóðar. TORGSALA er verzlunargrein, sem rutt hel'ur sér braut í bæjarlífinu síðustu árin og fer sífellt vaxandi. Ekkert eftirlit hefur fram að þessu verið með þessari „verzlunargrein“ og torgsölum leyft að setja upp Ijóta sölukofa svo að segja beint fyrir framan dyr verzlana 62 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.