Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 31
Nei, skollabeinið, að ég gat staðizt mátið lengur! Ég tók með hægri handleggnum utan um hana og kyssti hana eins ofsalega og ég mögulega gat. Ekki var á henni að sjá að henni þætti miður, þótt ég væri nokkuð ákafur og harðhentur. Ég hugsa að henni liafi hara þótt það mjög skemmtilegt, því hún slöngvaði háðum handleggjunum um háls mér og ætlaði hreint og beint að kreista úr mér líftóruna. Hæ-hoppsa-sa! Ekki vissi ég að stelpur gœtu verið svona yndislegar! Að vísu hafði Bensi margoft sagl mér, að stelpurnar í Birkihlíð væru allt öðruvísi, en ég hefði getað svarið fyrir, að annað eins og þetta ætti eftir að henda mig. ()g ekki nóg með það! Allt í einu hóf hún sig ú loft. skáskaut sér undir stýrishjólið og hlammaði sér niður i fangi mér, svo að ég átti í árans miklum brösum við að gera hvorttveggja í senn, kyssa hana af öllum lífs og sálar mætti og halda bílgarminum á veginum. Þegar hér var komið, var ég alveg staðráðinn í því, að fara aftur yfir í Birkihlíð svo fljótl sem verða mætti. Ja, Bensi vissi svei mér hvað hann söng, þegar hann staðhæfði að stelpurnar hér fyrir handan væru lítið svipaðar stöllum sínum heima í Skógargerði. Uss og fuss, •— þessar stelpuskjátur heima voru ekki um- talsverðar. Nú vorum við komin heim undir bústað hennar, og það mátli ekki tæpara standa að hún Bti upp í tæka tíð, til þess að vísa mér hvert aka skyldi. En áður en ég hafði ráðrúm til að stýra skrjóðnum inn á hliðar- stíginn, renndi bíllinn, sem verið hafði á eftir okkur aBan límann, sér fram hjá okkur, svo að ég varð að snarbremsa til að forðast árekstur. ..Hvað fífl er þetta?“ spurði ég Bettý. „Það er bara hann pabbi“, svaraði hún. Það var að mér komið að segja eitlhvað bragðsterkt um karlálftina fyrir tiltæki hans, en ég sá mig um hönd og þótti ráðlegra að brydda ekki á ýfingum, þvi ég hafði hugsað mér að semja við Bettý um fjölmörg slefnumót á næstunni, undir eins og við værum kom- in heim á hlaðið. Eins og ekkert hefði í skorizt, losaði hún nú tökin og færði sig yfir í hliðarsætið. Ég drap á vélinni og teygði mig yfir um hana og opnaði fyrir henni dyrnar. Hlaðin kvenlegum vnd- isþokka stökk hún út, og ég fylgdi henni eftir. En ég komst aldrei lengra en út á aurbrettið, því að í þeim svil um kom karlinn, faðir hennar, askvaðandi og ýlti mér aftur á bak ofan í sætið. Hann hratt mér svo hranalega, að hausinn á mér skall af slíku afli á stýr- ishjólið að mig dauðverkjaði. „Hvert heldurðu að þú sért að gana“, öskraði hann framan í mig. „Konidu þér á burt sem skjótast, lagsmaður, og láttu mig aldrei þurfa að rekast á þig hér framar“. Hann kom nær og sljakaði við mér á.nýjan leik. „Ef-ég sé-þig öðru sinni vera að sniglast í kringum Bettý, skaltu að mér heilum og lifandi iá að vita hvað það gildir“, grenjaði hann og leit á mig heiftaraug- um. Ég lét ekki á mér standa að hafa mig á hrott sem skjótast. Mér sárgramdist að fá ekki að spjalla leng- ur við Beltý, svo að ég gæti pantað hjá henni nokkur stefnumót í næstu viku, en það gagnaði víst lítið, úr því að mér var meinað að koma þangað framar. Ég ók heimleiðis og háttaði strax, er heim kom. Nú vissi ég, hversvegna Bensi heimsótti aldrei nema einu sinni sömu stelpuna. Hann vissi, hvað klukkan sló. piltur sá — og ég vissi. hvað hann átti við með orðinu „öðruvísi". Sannarlega voru þær allt öðruvísi. Það var kannski ekki svo gott að segja um í hverju mis- munurinn lá, en ef maður kynnti sér það sjálfur, þá fann maður þennan mismun með öllum skynfærum sálar og líkama. Næsta morgun hitti ég Bensa og skýrði honum frá för minni yfir til Birkihlíðar kvöldið fyrir. Svo lýsli ég fyrir honum, hvernig Bettý hafði kysst hrig, og hvernig hún sat í fangi mér við stýrið. „Hvað segirðu maður?“ hrópaði hann og sperrti upp augun. Ég endurtók skýrsluna og sagði honum að við hefð- um lítið annað gert en kyssast alla leiðina. „Ja, hverl þó í sjóðandi, glóandi! Það er einkenni- legt. Ég hef aldrei fengið að kyssa eina einustu, og ég hef ekki einu sinni fengið að sitja undir neinni þeirra“. „Hver þremiBinn, Bensi“, sagði ég dolfallinn. „Hvernig stendur þá á því, að þér finnst þær vera öðruvísi?“ „Það má hamingjan vita", andvarpaði hann og fór allur hjá sér. „Ég hotna ekkert í því“, fíaldur Pdlmason ísl. Frú Hermunds keypti barnavagn og átli að greiða hann með afborgunum. Mánuð eflir mánuð kom hún í búðina og borgaði smáupphæð í hvert sinn. I.oksins kom að því, að frúin hafði borgað alla upphæðina. Afgreiðslumaðurinn ritaði kvittun og kvaddi frúna með þessum orðum: „Ég mun vissulega sakna yðar, frú Hermunds. Þér hafið nú komið hingað svo oft og við erum orðin svo kunnug. En segið mér annars, hvernig líður barninu yðar?“ Frú Hermunds brosti ánægjulega: „0, alveg ágæt- lega. Hann ætlar nú að gifta sig í næstu viku, bless- aður drengurinn.“ • Ég öfunda engan þann mann, sem er mér ríkari að þekkingu, en ég k'enni í br.jósti um alla, sem eru mér ófróSuri, ' SIR THOMAS BROWNE. FRJÁLS' VEKZLCN 75

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.