Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 20
Knud Kjartan Thomsen
sknfstofustjóri, lézt 2. nóv.
1949.
Knútur (en svo var hann
nefndur) fæddist í Reykja-
vík 1. júlí 1902. Foreldr-
ar hans voru þau Ditlev
Thomsen (sem síðast rak
hina umfangsmiklu Thom-
sens-verzlun og var einn af
stofnendum V. R. og Verzl-
unarskólans, d. 1935) og
kona hans, Ágústa, dóttir
Hallgríms Sveinssonar hiskups. Hann ólst upp í for-
eldrahúsum, sem voru hér í borg til 1908 og aftur
1914—16, en þá fluttust foreldrar hans héðan alfarin
til Danmerkur og settust að í Kaupmannahöfn. Árið
1921 lauk hann góðu prófi við Brocks-Handelsskole
í Kaupmannahöfn og vann um nokkurra ára skeið á
skrifstofu föður síns þar í horg. Árið 1924 fluttist
Knútur alkominn heim til Islands og gerðist þá
skrifstofumaður hjá Ágústi Flygenring útgerðarmanni
í Hafnarfirði. Nokkru síðar setti hann á stofn pípu-
verksmiðju í Hafnarfirði og rak hana um nokkurra ára
skeið. Ennfremur rak hann um nokkur ár umboðs-
verzlun, aðallega með hjúkrunarvörur og læknitæki.
Hann var umboðsmaður fyrir Nord-Deutscher Lloyd,
en það félag hafði mörg skemmtiferðaskip í förum
og komu mörg þeirra við í Reykjavík. Annaðist Knút-
ur um móttöku þeirra hér og sá ferðafólkinu fyrii
skemmtiferðum lil Þingvalla og annarra sögustaða
meðan ski])in stóðu hér við. Hann starfrækti einnig
,,bazar“, þar sem ferðafólkið gal keypt ýmsa muni.
Gerði hann sér far um að vanda til alls í sambandi
við móttökur ferðafólksins, svo að það færi héðan með
góðar endurminningar um land og þjóð.
Síðar fluttist hann til Reykjavíkur, en 1942 réðst
hann til H.f. Hrímfaxa og starfaði þar sem bókari, en
hin síðari ár var hann skrifstofustjóri þess félags
svo og H.f. Sviða. Hann vann störf sín af sérstakri
kostgæfni og lét sér mjög annt um hag húsbænda
sinna.
Knútur kvæntist frændkonu sinni, F.llen, en þau
slitu samvistum eftir nokkurra ára hjónaband. Þeim
varð ekki barna auðið.
Knútur hafði sérlega mikinn áhuga á æltfræði og
lagði mjög mikla stund á hana í tómstundum sínum:
hann var mjög vel lesinn og því vel fróður um marga
hluti.
Á yngri árum kenndi hann hjartasjúkdóms, sem
hann þá fékk fulla bót á, en hin síðari ár þjáðist
hann af of háum blóðþrýsting, sem háði honum mjög.
Árið 1947 ráðlagði læknir hans honum að taka sér
hvíld frá störfum, fór liann til Danmerkur og dvaldi
j)ar sumarlangt, en fékk lítinn bata. Hann fékk heila-
blóðfall við skyldustörf sín og lézt að Landakots-
spítala 2. nóv. s.l.
Þó að Knútur dveldi meiri hluta æsku- og unglings-
áranna í Danmörku, var hann sannur íslendingur,
lyndiseinkunn lians mótaðist af því bezta í fari beggja
þjóðanna. Hann var sérlega trygglyndur, vinfastur
og frændrækinn, er því við fráfall hans horfinn mik-
ill mannkostamaður, sem er sárt saknað af hans mörgu
frændum og vinum, sem geyma minninguna um góðan
dreng. Sárastur er j)ó söknuðurinn hjá aldraðri og
sjúkri móður og einkabróður, sem búa í fjarlægu
landi.
Blessuð sé minning hans.
Bálför hans fór fram frá Fossvogskirkju, að við-
stöddu miklu fjölmenni, en aska hans var lögð í
Thomsens-grafreitinn í kirkjugarðinum við Suðurgötu.
C.
64
FRJALS VERZLUN