Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 24
tonn að stærS, og er það 44,6% af
þeim skipastól, sem nú er í snn'ðum
í heiimnum. Alls eru nú í smíðum
hjá helztu skipasmíðastöðvum
heims 3,870 skip. Bandaríkin eru
nú að byggja 40 skip, samtals 690
þús. tonn að stærð, og er það 10,2%
af þeim skipastól, sem nú er í smíð-
um í heiminu.n.
1 janúar s.l. seldu Bretar ski]>, 50
tonn og stærri, til útflutnings fyrir
næstum 8 millj. £, en í sama mán-
uði 1949 fyrir næstum 4 millj. £.
Verðmæti útfluttra vara í janúar
nam 175,8 millj. £, og er það 26,6
millj. £ meira en í janúar 1949 og
22 millj. £ meira en í desember s.l.
Innflutningurinn jókst einnig og
nam að verðmæti 201,2 millj. £.
Þar sem innfluttar vörur að verð-
mæti 5,8 millj. £ fóru til endur-
útflutnings, varð vöruskiptajöfnuð-
urinn ekki óhagstæður um nema
19,6 millj. £. í janúar 1949 varð
hann óhagstæður um 22,9 millj. £
og um 37,2 millj. £ í desember s.l.
Enda þótt kolaútflutningur Breta
á síðasta ári uppfylltí ekki þær
vonir, sem þeir höfðu gert sér, þá
var hann verulega meiri en árið
1948. Samtals voru flutt út rúm
13,9 millj. tonn af kolum að verð-
mæti næstum 50,8 millj. £, í sam-
anburði við 10,5 millj. tonn að verð-
mæti 38,9 millj. £ árið 1948.
Eggjárna- og hnífaverksmiðjur í
Sheffield og nágrenni hafa yfrið
nóg að gera og geta hvergi fullnægt
eftirspurninni, sökum skorts á fag-
lærðum vinnukrafti. Ilafa þegar
verið gerðar ráðstafanir til að
vinna bug á þessu ástandi og gerð
áætlun um frekari menntun fyrir
unga menn, er ílendast vilja við
þessi störf. Utflutningur hnífaiðn-
aðarins nam árið 1940 4,4 millj. £
Árið 1949 var þessi tala óbrevtt og
er um 600 þús. £ minna en ráðgert
var í útflutningsáætlun ríkisstjórn-
arinnar. Bretum ríður nú á að auka
þennan iðnað að mun, þar sem jap-
önsk fyrirtæki bjóða nú á heims-
markaðinum ágætis eggjárn og hnífa
fyrir hagkvæmt verð.
Bretar eru nú aftur orðnir leið-
andi þjóð heims sem útflytjendur
baðmullarvara, og er það í fyrsta
sinn síðan 1933. Á árinu 1949 seldu
þeir úr landi meira en 903 millj. fer-
yards af baðmullarvörum, en Banda-
ríkin, sem áður voru stærstu útflytj-
endurnir, fluttu út 889 millj. fer-
yards.
Alls nam verðmæti bifreiðaút-
flutnings landsins árið 1949 170
millj. £ á móti 146 millj. £ árið
áður. Ástralía var bezti kaupand-
inn og keypti 111,466 bifreiðar að
verðmæti næstum 33 millj. £, en
næst kom Kanada, er keypti 34 þús.
bifreiðar að verðmaíli 8,5 millj. £.
Brezka stjórnin hefur tilkynnt
Itölum, að þeir verði að kaupa
meira af brezkum vörum, ef áfram-
hald eigi að verða á viðskiptasamn-
ingi landanna. Eins og er hafa ítal-
ir safnað innistæðum hjá Bretum að
upphæð 76 millj. £ á síðustu 2—3
árum. Bretar hafa stöðugt haldið
áfram miklum kaupum á matvælum
og ávöxtum frá Ítalíu, en ítalir aft-
ur á móti verið tregir á vörukaup
í Bretlandi.
Þar sem brezkar vörur hafa lækk-
að í verði eftir gengisfellinguna s.l.
haust, þá telja Bretar, að ítölum
beri skylda til að kaupa meira af
vélum, tækjum og iðnaðarvörum
frá Bretlandi en þeir hafa gert fram
að þessu, til þess að jafna sterlings
pundamismuninn.
ítalir hafa leitað fyrir sér um
að fá eitthvað af inneign sinni greitt
í dollurum, en Bretar eru að sjálf-
sögðu ófúsir á slíkt, nema vörukaup
ílala frá Bretlandi aukist að mun.
Frakkland.
Frakkland og Vestur-Þýzkaland
hafa gert með sér 6 mánaða við-
skiptasamning og er gert ráð fyrir
43,6 millj. £ viðskiptum á hvora
hlið á þessu tímabili.
Frakkar hafa selt 50 þús. tonn af
hveiti til Bretlands og 40 þús. tonn
til Hollands á þessu ári. Hafa þeir
þá selt það magn, sem þeim er leyft
að selja á þessu ári, samkv. samn-
ingi hveitiræktarlandanna.
Bretar voru bezta viðskiptaþjóð
Frakka á árinu 1949. Keyptu þeir
um 16% af útflutningnum, en
Frakkar keyptu aðeins 4,5% af út-
flutningi Breta.
Um 24% af irmílutnirigi landsins
kom frá Bandaríkjunum, 9% frá
Þýzkalandi og 6% frá Ástralíu.
Saudi-Arabía seldi Frökkum meira
af vörum (olíu og ávexti) árið 1949
en Bretland. Frakkar eiga nú tals-
verða sterlingspundainneign í Brel-
Iandi.
Franska stjórnin hefur í hyggju
að kalla inn 100 og 500 franka
bankaseðla og láta silfurmynt í
umferð í stað þeirra. Einnig komi
í umferð nýr 200 franka silfurpen-
ingur. í náinni framtíð er ætlunin
að kalla inn 10, 20 og 50 franka
seðla og láta í umferð í stað þeirra
(teninga úr alúminíum- og bronze-
blöndu.
Austurríki.
Vörusýningunni í Vín, er lauk
20. marz s.b, heimsóttu 420 þús.
gestir og er það um 30 þús. minna
en 1949. Sýnendur eru óánægðir
með viðskipti þau, sem gerð voru
í sambandi við sýninguna. Erlend-
ir kaupsýslumenn telja, að vöru-
verð á sýningunni hafi verið of hátt,
og að þeir geti fengið svipaðar vör-
ui að gæðum fyri,- miklu lægra
verð annarc staðar.
Erlendar
vörusýninaar 1950.
London & Birmingham, Brezka
iðnsýningin 8.—19. maí.
Valencia, Spáni 10.—30. maí
Prag, Tékkóslóvakíu 14.—28. maí.
(Framvegis verður haldin ein
allsherjarvörusýning árlega, en
ekki sérstakar vor- og haust-
sýningar).
Göteborg, Svíþjóð 20.—29. maí.
París, Frakklandi 21. maí—B. júní.
Toranto, Kanada 29. maí—9. júní.
Barcelona, Spáni 10.—30. júní.
68
FRJÁLSVERZLUN