Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 30
„Dugir þaS? Leyfir hún mér að fylgja sér heim?“ „Sem ég er lifandi, alveg hárvíst. Það er nú eitt dæmið um mismuninn á þeim og stelpunum hér. Þú getur nælt þér í hvaða stelpu, sem þú kærir þig um, ef þú berð þig eftir björginni á undan öðrum. Farðu núna á sunnudaginn og reyndu. Eg veit ekki hvern fjandann J)ú hugsar, drengur, að tína ekki blómin í Birkihlíð. Hér heima spretta ýlustrá ein“. Næsta sunnudag var mér um og ó að skrökva J>ví að pabba og mömmu, að ég ætlaði að bregða mér yfir til Millu, — en hvað skal segja, ég blátt áfram mátti til að skreppa yfir í Birkihlíð og Hta á stelpurn- ar þar. Ég ók þangað í gamlá blæjubílniim okkar og kom á staðinn í tæka tíð, rétt áður en gengið var úr kirkju. Ég valdi stærstu kirkjuna, sem ég kom auga á, og beið utan dyra. Ég reiknaði dæmið þannig, að J>ví stærri sem kirkjan væri, því betra tækifæri byðist mér, vegna þess að J)ar hlutu að vera fleiri ungar stúlkur inni fyrir. Hvert þó í Iioppandi. Þelta var bara ekki nokkur einasti vandi. Ég spurði fyrstu stelpuna, sem út úr kirkjunni kom ein síns liðs, hvort hún vildi leyfa mér að fylgja sér heim, og hún svaraði undir eins eggj- andi rómi: „Hvort ég vil! “ —• Ha-ha, ef. þetta var ekki rétta aðferðin við að kynnast almennilegum stelp- um! En heima í Skógargerði voru þær eins og snúið roð í hund, ef maður bauð þeim heimfylgd. Þessar Birkihlíðar-stelpur voru að minnsta kosti öðruvísi. hvað það snerti. „Hvar áttu heima?“ spurði ég hana. „Hérna úti í sveitinni, svo sem fimm mílur héðan'h anzaði hún. Hún talaði í ])ýðum og vinalegum tón, eins og allar stelpur myndu géra, ef J)ær yfirleitt vissu, hvað er þeim fyrir beztu. „Villu fylgja mér?“ „Já, ég held nú það“, svaraði ég. „Mér er alveg sama, hvað langt það er“. Fimm mílur voru ekki til að víla fyrir sér. Það var meira að segja hreinasta afbragð að |)ær skvldu vera fimm, því þá gafst mér ágætt tóm til að koma mér í kvnni við hana. Ég var þá Jjegar alveg handviss um, að hún væri allt öðruvísi. Hún henti mér á livert halda skvldi, og við lii.qðum af stað. Skrjóðurinn var í bezta lagi, en það lá nú svo sem ekkert á. ..Hvað heitirðu?“ S])urði ég. „Betty“, svaraði hún. I Skógargerði hét engin stelpa sliku nafni. Mig var farið að renna rækilega grun í hversvegna strák- arnir heima voru svona fíknir í að fara yfir í Birki- hlíð. Ha-ha, - hún var ekkert svipuð! Hún sat þétt upp við hlið mér og ók sér til í öxlunum og virtist vera afskaplega ánægð. Ég hafði aldrei á ævi minni fyrr séð neina stelpu haga sér svo vndislega. Hún stakk hend- inni undir ölnboga mér og hallaði sér dálítið upp að mér, og ég átli í fjárans miklu stríði við að halda bílnum á veginum. Þegar við vorum komin spölkorn út fyrir bæinn, ók annar bíll fram úr okkur. Ég vék út á vegarbrún, svo að hann gæti komizt óhindraður leiðar sinnar, en sá góði maður, bílstjórinn, virtist ekkert kæra sig um [)að. Mér fannst Jretla dálítið skrítið. J>ví að ég keyrði aðeins með tíu mílna hraða á klukkustund, og auk þess ])yrlaði ég uj)|) þykkum rykmekki að haki mér. Sá, sem hinutn bílnum stýrði, var meira en lítið grænn, að fara ekki fram úr okkur og þeysa sína leið. Bettý færði sig allt af nær og nær og var svo und- urblíð, að ég hafði ekki hugmynd um, hvernig mér bæri að snúast gegn slíkum atlotum. „0, skítl veri með það", sagði ég við sjálfan mig. „Ég læt skeika að sköpuðu og kvssi hana bara“.. Það var ekki áhættulaust uppátæki, því allar stelp- ur, sem ég þekkti heima, voru afskaplega siðavandar um slíka hluti og veigruðu sér ekki við að gefa manni löðrung — og hann rneira að segja vel úti látinn. Hvert í þreifandi þó! Ég beygði mig niður og smellti á hana kossi, — og hvað skeður? Hún ætlaði aldrei að leyfa mér að hætta! Skrjóðurinn slangraði til og frá um veginn, eins og dauðadrukkinn rnaður. Ég sá ekkert til að stýra honum, því Bettý gaf mér ekki augnablikshvíld við kossastandið, og ég bjóst við að lenda úti í skurði á hverri stundu. Ha-hæ! Það bar ekki á öðru en stelpurnar í Birkihlíð væru þó nokkuð öðruvísi. Loksins náði ég mér lausum, svo að ég gat aftur dregið andann og séð til að stýra bílnum. „Finnst þér ekkert gaman að kyssa mig?“ spurði hún og ók sér í öxlunum á nýjan leik, svo að ég varð aftur gripinn sömu kitlandi tilfinningunum. 74 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.