Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 14
„Samvittighed" Christensens vissi ég ekkert, lield-
ur það, að hann var drykkfelldur nokkuð og ekki
sem reglusamastur né lrirðusamur, en ég hygg að
hann hafi í engu misséð sig eða tekið neitt það,
er hann ekki átti. Það er sannfæring mín. Enda
komst það upp sama árið í hverju tapið lá: Það
voru vínbirgðir verzlunarinnar, senr gleymzt
höfðu að mestu, og námu þær, er ávantaði, um
8 þúsund krónum. Meira hafði og gleymzt við
upptalninguna.
Árið eftir hitti ég Herluf Bryde á götu hér og
bað hann að sanna orð þau, er í bréfinu voru.
Hann kenndi ellibrellum föður síns, bað mig
afsaka — enda var „sá gamli“ þá dauður — og lét
mér í té skriflega yfirlýsingu sína um það, hve
vel — og ráðvandlega — ég hefði ávallt reynzt.
Svo fór um sjóferð þá, en um áranrótin næstu
(1910) komst ég í Landsbankann, og h-ef ég sagt
frá því annarsstaðar.
Það var vorið 1908 (fremur en 1907) að nrig
minnir, að mikil samkeppni var unr harðfisk-
kaup, einkum milli Brydesverzlunar og Thor
Jensens fyrir Milljónafélagið. Var ég þá send-
ur út af örkinni fyrir Brydesverzlun suður á
Vatnsleysuströnd og til Keflavíkur, til þess að
kaupa svo mikið af harðfiski, sem ég gæti feng-
ið, og var Hans gamli Linnet í Hafnarfirði feng-
inn mér til aðstoðar í þessu efni. Fórum við ríð-
andi úr Hatnarfirði og riðum báðir lötu. Vegur
var þá enginn yfir hraunin, og leiðin því leið og
seinfær.
Símasamtölin frá báðum aðiljum til þeirra, er
kaupa áttu, gengu á víxl oft á dag; ávallt var
verið að bjóða hærra og hærra, og held ég að það
hafi endað með því, að við Linnet vorum látnir
bjóða 155 krónur í skippundið, en Thor Jensen
hætti, er komnar voru 150 krónur. Síðar frétti
ég að Brydesv-erzlun hefði tapað um 150 þús-
und krónum á þessari verzlun sinni! — Grun-
aði mig árið eftir, að trúnaðarstarf þetta mundi
ekki liafa aukið á tiltrú mína hjá „gamla mann-
inum“ og hann minnzt þess, þegar hann skrifaði
uppsagnarbréfið í ágúst 1909, en vitanlega buð-
um við Linnet engurn eyri meira fyrir fiskinn en
skipun frá skrifstofunni hljóðaði urn, enda var
Herluf Bryde þá hér og réði verðinu sjálfur.
Árið áður (1907) var ég sendur til Borgarness,
til þess að kaupa ull. Varð að því hagnaður lvinn
mesti. Verzlunarstjóri þar var þá Jón Þorsteins-
son (Eyjalæknis Jónssonar), og fórum við sunnu-
dag einn ríðandi vestur að Álftá á Mýrum til sil-
ungsveiða. Á miðri leið eða vel það urðum við
þess vör (kona ]óns og Einar Magnússon voru
með í förinni), að Einar hafði gleymt öllum öngl-
unum. Samt var haldið áfram og veitt á örygg-
isnælur þær allar, er frúin, Guðrún Heilmann,
kona Jóns Þorsteinssonar, hafði á sér. Það var í
smásprænu einni, skammt fyrr vestan Skálholts-
hamar, að við renndum í djúpan hyl og settumst
utan með honum, til þess að handsama silunga
þá er í nælunum héngu, því um leið og þeir
komu upp fyrir yfirborð vatnsins, hoppuðu þeir
upp í fang okkar og sumir í land; en sjaldan hef
ég séð svo mikla mergð fiska í litlnm polli sem
þarna voru, enda veiddum við 46 silunga þarna
um daginn, aðeins á 3—4 klukkutímum.
Öll þau vor og sumur, sem ég var við Brydes-
verzlun, reri ég hér iit á milli eyja, vestur fyrir
Gróttu, Suðurnes og upp að Kjalarnestöngum.
Hef ég sagt frá þeim sjóferðum mínum, nokkr-
um, á öðrum stöðum. Lengi vel var Friðrik Ól-
afsson frá Bakkakoti, en síðar dyravörður við ís-
landsbanka, formaður á báti þeim, er við íeng-
um lánaðan í ferðir þessar, en oft tók ég að mér
formennskuna eða þá Lúðvík G. Lárusson, Þórð-
ur Finsen og einu sinni Gísli gamli, Pétursson á
Lindargötunni. Ávallt var beitt kræklingi en ó-
sjaldan ræksnum, og oftast fiskuðum við vel. Ró-
ið var síðari hluta laugardags og sjaldan konrið
heirn aftur fyrr en undir hádegi sunnudagsius eða
nokkru eftir það, enda lá við að við lentum
58
FRJÁLS verzlun