Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 32
RúAínut
Verzlun ein á Siglui'irði átti allmiklar birgðir af
owti frá Mjólkurbúi Flóamanna, sem gengu treglega
út, og voru ostarnir orðnir gamlir.
Allt í einu barst það út, að verzlunin liefði danska
osta, og seldust gömlu ostarnir þá á svipstundu.
Nú kærir K.E.A. yfir sölu þessara dönsku osta, og
þingar bæjarfógeti, og komst þá hið sanna upp.
Seinna fékk verzlunin skósvertu. Þegar viðakipta-
mennirnir fara að spyrja búðarmanninn, sem hét Páll.
hvaðan skósvertan væri, svaraði hann:
„Ætli, að það sé ekki vissast að segja, að hún
sé frá Mjólkurbúi Flóamanna.“
ÍSLENZK FYNDNI.
•
Dœm þú engun fyrr en þá hefur sjálíur verið í
sporuim huns. — GOETHE.
Sveitamanni, sem kom hingað til bæjarins þeirra
erinda að fá fjárfestingarlevfi, var vísað á skrifstofu
Fjárhagsráðs.
Er þangað kom, bar hann ujrp erindi sitt, er var
heldur margþætt, vegna þess að hann rak einnig erindi
sveitunga sinna. Þegar bóndinn hafði lokið þulu sinni.
sagði afgreiðslumaðurinn, sem þótti nóg um:
„Þér eruð ekki með réttu ráði.“
„Já, mér var líka vísað hingað,“ svaraði sveita-
maðurinn. — ÍSLENZK FYNDNL
Að Irestu því að luka ákvörðun er í flestum tilfell-
um þuð suma og að gefast upp. — J. L. HF.IBERG.
Á stríðsárunum kom Haraldur Á. Sigurðssor. leik-
ari inn í verzlun hér í bænum. Þetta var milli klukkan
tólf og eitt, og var enginn í búðinni nema afgreiðslu-
stúlkan, sem hékk fram á búðarborðið og talaði við
enskan hermann.
Haraldur beið rólegur í 10 mínútur, en er hann
sá, að hann myndi ekki fá afgreiðslu fvrst um sinn,
gekk hann í hægðum sínum að dyrunum.
Afgreiðslustúlkan kallaði á eftir honum:
„Hvað var það fyrir yður?“
Haraldur sneri sér við og sagði:
„Það er allt í lagi, fröken! Ég kem bara aftur,
þegar stríðið er búið,“ — og gekk síðan út.
ÍSLENZK FYNDNI.
Snillingurinn er ekki áðeins blóm hins nýja tímu
heldur og úvöxlur hins gamlu. — HOIjBFCH.
„Frjáls Verzlun"
Utgefandi: Verzlunarmannaféiag Reykjavíkur.
Formaður': Guðjón Einarsson.
Ritnejnd: Einar Ásmundsson, form., Birgir
Kjaran, Gísli Ólafsson, Njáll Símonarson og
Gunnar Magnússon.
Skrifstofa: Vonarstræti 4. 1. hæð, Reykjavík.
Sími 5293.
BORGARPRENT
Tannlæknir kom eilt sinn á stiið Steindórs og pant-
aði híl.
„Það er enginn bíll til,“ svaraði Steindór.
„Ég þarf að fá bíl, hverju sem tautar,“ varð þá
tannlækninum að orði.
..Hvernig ætlar þú að l'ara að því, þegar enginn
bíll er á stöðinni? Eða getur þú dregið tönn úr tann-
lausum manni?“ svaraði Steindór. —
ISLENZK FYNDNI.
Gersemar og göfuglegu titla verður hœgt uð fá við
tœkifœrisverði, þegar Guð kemur — en þá stíga hjört-
un í verði. — SCHILLER.
i
Kaujjmaðurinn: „Já, ég auglýsti eftir duglegum
og stæltum strák. Heldurðu að þú sért einn af þeim?“
Drengurinn: „Ætli ekki það, kvað Púlli. Ég var nú
að enda við að slá niður þrjá stráka, sem æthiðu að
sækja um stöðuna.“
. .Stjórnspekin er jafn þarfleg í einkarekstri sem
heimsveldisyfirráðum og veitir þeim, sem henni kunna
að beita, jafn mikla þekkingu. EMERSON.
Skriístofuþjónninn: „Afsakið, ég held að það sé
síminn til yðar.“
Húsbóndinn: „Ég held------, til hvers fjárans hald-
ið þér eitthvað?“
Skrifstofuþjónninn: „Það var sagt í símann: Ert
það þú, beinasninn þinn?“
Þuð er dðeins ein leið til þess að verða mikilmenni:
mikil vinna. — SYDNEY SMITH.
Það er sagt, að Adam og Eva hafi verið fyrstu bók-
ararnir. Þau fundu upp laus-blaðakerfið.
Þekkingin á sér engin takmörk. Mannleg geta er
takmörkunum háð. CHAMFORT.
76
FRJÁLSVERZLUN