Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 28
Við óskum |>essum sextuga heiðursmanui lil ham-
ingju.
Einu sinni fannst mér
það vera gamall maður,
þegar hann var orðinn sex-
tugur. Síðan árin fóru að
þokast yfir mig og ég sjálf-
ur að nálgast þetta tak-
mark, hefur viðhorfið nokk-
uð brevtzt. Ég hef la>rt að
leggja annan mælikvarða á
aldur manna en árafjöld-
an einan. Sumir eru allt-
af gamlir, þótt þeir séu
ungir að árum .Aðrir virð-
ast aldrei geta elzt, hversu sem árin færast vfir þá.
Magnús Kjaran er einn í þeim hópi. Hann átti sex-
tugsafmæli 19. a]>ríl s. 1.
Ég kynntist M. K. fyrst sem kaupmanni í verzlun-
inni Liverpool, sem þá var til húsa í Th. Th.-kjallaran-
um, þar sem nú er verzlun G. J. Fossberg. Þá var
Liverpool talin fremsta matvöruverzlun bæjarins.
Henni var við brugðið fyrir fljóta og góða afgreiðslu,
þrifalega og smekklega umgengni, góðar og vandaðar
vörur, og verði öllu í hóf stillt.
Sá svipur seni Magnús setti á Liverpool og ég hef
lýst, hefur alla tíð mótað kaupsýslustörf hans, þótt
þau hafi breytzt úr smásölu í heildsöluverzlun.
Kynni okkar Magnúsar áttu eftir að verða önnur
og meiri, og því nánari sem þau urðu því meira hef
ég metið og virt þennan góða dreng.
Magnús var snortinn af ungmennafélagshreyfing-
unni á sínum æskuárum. Mun sá félagsskapur hafa
haft djúptæk áhrif á hann til manndóms og áræðis.
eins og marga unga og efnilega menn á þeim árum.
Hann iðkaði þar íþróttir og lagði einkum stund á
íslenzka glímu. Magnús var snjall glímumaður, enda
var hann einn af þátttakendum í íslenzkri glímu á
Olympíuleikunum í Stokkhólmi 1912. Magnús var
þá 22 ára. Það féll þá í hans hlut, að halda ræðu
fyrir hönd íslands í stóru hófi, þar sem mættir voru
íþróttamenn allra landa, er mótið sóttu, ásamt sænsku
stórmenni. Magnús hélt ræðu sína á sænska tungu og
þótti hún með afbrigðum góð, bæði að byggingu og
framsetningu. Var orð á því haft, hve hinn ungi er-
lendi íþróttamaður hefði gott vald á hinu sænska máli.
Hversu mikið hin fyrsta Svíþjóðarganga Magnúsar
hefur snortið hina sænsku valdhafa, veit ég ekki, en
þau kynni, er þeir fyrr og síðar höfðu af Magnúsi,
urðu þess valdandi, að honum var fengið það trúnað-
arstarf að vera sænskur konsúll á íslandi. Það hefur
oft fallið í hlut Magnúsar síðar á lífsleiðinni, að ma>ta
sem ojiinber málsvari utanlands og innan, sérstaklega
í þágu stéttar sinnar.
Framkvæmdarstjórastarfið fyrir Alþingishátíðina
1930, mun eitt halda minningu Magnúsar Kjaran við
líði. Svo vel leysti hann það margþætta og vandasama
verk af hendi, að þjóðinni varð til hins mesta sóma.
Eftir að Magnús Kjaran seldi smásöluverzlun sína
1930, hóf hann umboðs- og heildsöluverzlun, fyrst í
smáum stíl, en verzlunin hefur jafnt og þétt aukizt og
blómgazt fyrir framsýni og dugnað þessa mikilhæfa
kaupsýslumanns.
Magnús hefur stofnað fleiri verzlunar- og iðnfyrir-
tæki, með vinum sínum og venzlamönnum, sem öll
eru byggð á traustum grunni. Má þar nefna Sænsk-
íslenzka verzlunarfélagið og Timburverksmiðjuna
Rauðará, sem Pétur Ólafsson tengdasonur hans veitir
forstöðu. Ennfremur hið þekkta útgáfufyrirtæki, Bók-
fellsútgáfuna, sem Birgir sonur hans veitir forstöðu.
Stjórnarformaður er Magnús í öllum þessum fyrir-
tækjum.
Magnús var fyrsti framkvæmdastjóri lnnflytjenda-
sambands bakarameistara. Það fvrirtæki byggði hanu
upp á öruggum grundvelli.
Þegar „Innflytjendasambandið“ var stofnað í byrjun
síðustu heimsstyrjaldar, var M. K. falin framkvæmda-
stjórn þess fyrirtækis, sem er eitt stærsta verzlunarfyr-
irtæki landsins. Magnús Kjaran hefur haft mikil af-
skipti af málum verzlunarstéltarinnar. Hann hefur m.
a. setið í stjórn Félags matvörukaupmanna, Félags-
íslenzkra stórkau]>manna og Verzlunarráðs íslands.
Magnús hefur hlotið margþættar viðurkenningar
fyrir störf sín. Hefur hann hlotið mörg heiðurs-
merki, bæði innlend og erlend. Nú síðast á sex-
tugsafmælinu sæmdi stjórn í. S. I. hann heiðursmerki
sínu úr gulli. íþróttir hefur Magnús aldrei lagt á
hilluna, en nú stundar hann aðallega golf og laxveiði.
Þó Magnús Kjaran hafi oft átt annríkan dag við
sín margþættu störf, þá hefur hann gefið sér tíma til
að sinna heimili sínu og hugðarefnum.
Magnús hefur gefið sér tíma til að koma sér upp
einu' stærsta og merkilegasta bókasafni, sem til er
hér á íslandi í einkaeign, og hann gefur sér líka tíma
til að lesa bækur sínar.
En síðast, en ekki sízt; Magnús Kjaran hefur alltaf
nægan tíma til að vera vinur vina sinna.
Kyjóljur Jóhannsson.
LEIÐRÉTTING. I afmælisorðum um Pál Stefáns-
son bílasala, sem birtist í 3.—4. hefti síðasta árgangs,
var sú missögn, að Páll hafi gengið í búnaðarskóla
Torfa í Ólafsdal á vngri árum. Hann var ]>ar vinnu-
maður í tvö ár.
FRJÁLSVERZLUN