Frjáls verslun - 01.06.1950, Page 14
NJÁLL SÍMONARSON:
Yfir landamærin
„Hér var hljótt og einmanalegt, óbyggl lantl og
engir á ferli. Rio Grande fljótið var ekki breitt á ]>ess-
um stað. Skarphéðinn befði sem bezt getað stokkiö yf-
ir það og drepið mann um leið og hann kom niður í
Mexíkó. Því liandan þessarar ársprænu var annað
land, lokuð veröld og læst, og mér var bannað að
stíga þar fæti. Stráin sunnan megin lineigðu sig í gol-
unni, og blóm og pálmar hlógu við mér þaðan; •—
annars var mjög gróðurlítið að sjá. Rétt sunnan við
ána tóku við nakin fjöll, sem fóru hækkandi því
lengra sem dró. Á hárri klettagnípu skammt í frá sá
ég nokkuð, sem ég hafði aldrei séð áður. Það var risa-
stór steinkross. Hann gnæfði þar til himins á nöktum
fjallstindinum og minnti mig á, að Mexíkó er kaþólskt
Iand.
„Sankti María sé með oss, þar rauður loginn braim“,
umlaði ég, en nú var ég ákveðinn, — hugmyndin rr.ín
gamla skyldi verða framkvæmd, hvað sem það kost-
aði. Ég stökk niður fyrir árbakkann og valdi mér stað
undir hávöxnum sefbrúski á eyrinni. Þar afklæddist
ég í skyndi og litaðist ])ví næst um sem vendilegast.
Það var enginn í nánd og umferðadynur E1 Paso barst
mér aðeins óglöggt til eyrna handan yfir hæðina. Þá
lagði ég af stað. Vatnið var ekki djúpt til að byrja
með, og ég reyndi að ryfja það upp íyrir mér úr nátt-
úrufræðinni ,hvort nokkrir krókódílar væru í Rio-
Grande. Ég gat ekki munað það fyrir víst og taldi rétt
að hafa augun hjá mér. í miðri ánni var djúpur áll,
sem ég varð að synda, en svo komu aftur grynningar,
og að örstuttri stundu liðinni var ég kominn upp á
suðurbakkann, — ég var kominn til Mexíkó.“
Mér hefði sannarlega gengið betur að komast vfir
lil Mexíkó frá Bandaríkjunum fyrir fimm árurn síð-
an, hefði ég notfært mér aðferðina lians Guðmundar
Daníelssonar, sem að framan getur. Og þó er cg ekki
viss um nema runnið hefðu á mig tvær grímur eftir að
að ég frétti um atvikið, þegar landamæraverðirnir
skutu á eftir einhverjum náungum, sem reyndu að
synda ána og spara sér með því allt það umstaug, sem
er samfara því að fá áritun á vegabréf, vísum o. fl.
Mig hafði, líkt og Guðmund, lengi langað til að heim-
sækja þetta fyrirheitna land í suðrinu, og munum við
sennilega l)áðir hafa haft í huga gítaróma hins al-
kunna dægurlags, „South of the border, down Mexico
way“, en einhver cnjall náungi snaraði því yfir á ís-
lenzku, og varð útkoman þessi: „Suður um höfin —
að suðrænni strönd, ég sigli fleygi mínu til að kanna
ókurm lönd, o.s.frv. Eða kannske að við höfum haft
í huga fagurlega vaxnar senjorítur, bláeygar með
hrafntinnusvart hár — já, jafnvel dansandi rúmbur,
tangóa eða aðra suðræna dansa eftir iðandi músík frá
fjörlegum hljómsveitum. En hvað um það — við virt-
umst liafa sama takmarkið — sem sé að komasL til
draumalandsins Mexíkó, sem byggt var Aztec Indíán-
um svo til eingöngu um aldaraðir, eða þar til Cortes
hinn s]>ánski lagði það undir spönsku krúnuna í bvrj-
un 16. aldar. Við undirok Spánverjanna leið undir lok
hin mikla siðmenning, sem Aztecarnir höfðu byggt app
öldum saman.
Það fór nú fyrir mér líkt og Guðmundi Daníelssyni,
að mér reyndist ómögulegt að komast yfir landamær-
in frá Texas til Mexíkó, nema á ólöglegan hátt.
Þó synti ég samt ekki yfir Rio Grande eins og liann
gerði í þeim tilgangi að velta mér upp úr sandi eins
og hross í flagi eða rífa fingur minn á pálmablaði í
því augnamiði að skilja eftir íslenzkan blóðdropa á
mexíkanskri grund sem nokkurskonar fórn til Heilagr-
ar guðsmóður.
Það var sannast að segja hreint enginn barnaleikur
að komast yfir landamærin á löglegan hátt á stríðsár-
unum, og ekki var það þá heldur auðveldara fvrir
pann, sem fór ólöglega yfir lil Mexíkó, að komasl aft-
ur til Bandaríkjanna. Tvívegis reyndi ég að fara fram
hjá landamæravörðunum við Rio Grande með því að
segja rétt til þjóðernis míns og tilgang fararinnar, en
allt kom fyrir ekki. Ég var farinn að halda, að ban-
settum Mexíkönunum væri eitthvað í nöp við okkur
Islendinga — eða gat verið, að ríkisstjórnin okkar
hefði sagt þeim stríð á hendur án þess að ég vissi um
það. Mér var farið að þykja nóg um að ferðast. oft um
500 km. leið frá Austin í Texas, þar sem ég var þá við
nám, og suður til landamæraborgarinnar Laredo, sem
liggur all miklu sunnar en E1 Paso, þar sem Guðnumd-
ur lagðist til sunds — líklegast fyrstur allra Jslend-
inga. Annars er áin Rio Grande, sem aðskilur Banda-
ríkin og Mexíkó, þó nokkuð l>reiðari við Laredo en E1
90
FRJÁLS VERZLUN