Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Síða 16

Frjáls verslun - 01.06.1950, Síða 16
GuSjón Einarsson, jorm. V.R., var me'öal þeirra, sem löqöu hönd á plóginn v.ö gróSursetningu trjá- plantna í Heiömörk í júní s.I. Félags- rnenn úr V.R. gróö- ursettu þur samtals 1500 plöntur. langt mál stutt, þá var ég nú brátt með í'erðaleyti npp á vasann stílað á senjor Njál Símonarson frá Austin, Texas. Þjóðerni: Norte Amerikano (bandarískur). Atvinna: Businessman. Tilgangur ferðarinnar: Bnsin- ess. „I guðanna bænum komdu mér nú ekki í neinn bobba með því að ljóstra upp um þetta tiltæki okkar“, sagði kunningi minn urc leið og hann rétti mér ferða- leyfið með hálfum huga, en þó í góðri trú um, að land- ar hans sýndu mér þá gestrisni, sem ég myndi lengi í minnum hafa. Nú fannst mér, að ég hefði unnið <tór- sigur. Ekki var samt öll nótt úti enn, þar sem ég átti eftir að fara í gegnum hreinsunareld landamæravarð- anna. í HREINSUNAKELDINUM. Það var steikjandi liiti þennan dag í landarnera- borginni Laredo, enda hlýjasti tími ársins á þessum slóðum — seinni liluti ágústmánaðar. Ég leit rétt sem snöggvast á hitamælir, sem hékk utan á ver/.luoar- byggingu í borginni, og sýndi hann 41 gráðu á Celsius, en það er svona all þokkalegur hiti. Hér var ég þá kominn í þriðja sinn til Laredo í því augnamiði að fara yfir Rio Grande — ekki syndandi, heldur þurrum fót- um yfir hina miklu brú, sem Mexíkó og Bandaríkin liafa byggt sameiginlega vfir ána. Ég leit yfir um eins og Guðmundur forðum, en engan sá ég krossinn. Hinu- megin árinnar gaf að líta mexíkönsku borgina Nuevo Laredo, og þarna átti ég þá að fara í gegnum hreins- unareldinn. Nú skaut mörgu upp í liuga mér í sömu andrármi. Hvað var ég eiginlega að flækjast til Mexí- kó? Myndi ferðalagið svara kostnaði — yrði það læss virði að hafa svona mikið fyrir þessu öllu? Eða myndi mér þá nokkurntíma verða hleypt yfir landamærin? Jú, sú varð raunin á, og aldrei hafði mig dreymt nm, að það myndi ganga jafn greiðlega og raun bar vitni. Bandarísku landamæraverðirnir hugguðu mig samt með því, að ég færi til Mexíkó algjörlega á eigin ábyrgð, og það væri engin vissa fyrir því, að ég kæm- ist aftur yfir til Bandaríkjanna, nema ég hefði skilríki um það frá skólanum, þar sem ég stundaði nárn, að ég væri löglega innritaður nemandi, sem myndi snúa strax til náms að loknu ferðalaginu. Ekki var þessum plöggum til að dreyfa í vösum mínum, en ég lét það ekki á mig fá, því ég var ákveð- inn að fara yfir Rio Grande. Ætlunin var að heim- sækja fyrrverandi herbergisfélaga minn og skólabróð- ur, sem bjó í Mexíco City, en hann hafði sagt mér svo margt um landið sitt og lýst fyrir mér dásemdum þess, að mér fannst ég mætti til með að sjá þetta drauma- land með eigin augum og kvnnast dálítið högum fólks- ins, sem það byggir. Eg rambaði tiú með töskurnar mínar yfir stóru brúna, sem liggur yfir Rio Grande. Óðum nálgaðisL ég fyrirheitna landið, og allt í einu sá ég tvo litla mexí- kanska stráka, brúna á hörund og með hrafnsvarl hár, koma hlauandi á móti mér. „Senjor, senjor, við skul- um hera töskurnar — aðeins einn peso fyrir hvora“. Ég lét til leiðast og þeir tóku við töskunum, en enn þann dag í dag get ég ekki skilið, hvernig þeir fóru að því að burðast með þær yfir brúna, því þeir voru lítið stærri en töskúrnar, og auk þess voru þær nokk- uð þungar. Ég var nú kominn á mexikanskt land, og vonaðist til þess, að ég yrði ekki gerður afturrcka úr þessu. Landamæraverðirnir mexíkönsku voru viðfeldn- ir í framkomu, og gerðu þeir enga athugasemd við mína pappíra, enda var ég ekki smeykaslur við það, heldur hitt, að þeir myndu ef til vill heyra á mæli tnínu, að ég væri ekki Bandaríkjamaður. Ég leyni því ekki. að ég var hálf taugaóstyrkur allan tímann, sem ég var þarna á landamærunum, en allt gekk þetta fljótt og vel fyrir sig, og áður en varði var ég á ferðinni suður á bóginn — down Mexico way. (Frawh). „Skoðanakönnun um Marshallað- stoðina.” Þrír af hverjum tíu Bandaríkjamönnum vita ekki, hvað Marshallaðstoðin er, eftir því sem Gallupstofn- unin í New York hefur nýlega tilkynnt að afstaðinni skoðanakönnun urri þetta mál. Af þeim, sem spurðir voru, töldu 28% u])|)hæð þá, tem nú er veitt í Mars- hallaðstoðina, nægilega, en 22% töldu hana of háa. í hópi þeim, sem spurður var, virtust þeir. sem fylgja Republikönum að málum, vita meira um Mars- halláætlunina en þeir, sem fylgja Dernókrötum að málum. Hneigðusl fleiri af Republikönum á þá skoð- un, að upphæð aðstoðarinnar væri of há. 92 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.