Frjáls verslun - 01.06.1950, Page 21
en þegar iðnaðari’ramleiöslan var
mest eftir stríðið, í árslok 1948.
J maímánuði höfðu 59.731.000
manns atvinnu í Bandaríkjunnm, og
er það hæsta tala starfandi manna
eftir stríðið, síðan í ágúst 1949. Á
sama líma voru 3.057.000 manns at-
vinnulausir og hafði sú tala lækkað
um 458 þús. í mánuðinum.
Innflutningur landsins frá Sovét-
u'kjunum í marz s. 1. nam að verð-
mæti 3.5 millj. dollurum, þar af
nam innflutningur skinnvara 2.3
millj. dollurum.
Útflutningurinn til Sovétríkjanna
nam hinsvegar aðeins tæpum 50 þús.
dollurum.
I mánuðinum gerðu Bandaríkin
ineiri viðskipti við Finnland og
Júgóslavíu ein, en Sovétríkin og
fylgilönd þeirra til samans. Sam-
tals nam út'flutningur Bartdaríkj-
anna í marz til fylgilanda Sot'étríkj-
anna í Austur-Evrópu 2,7 millj. doll-
urum, þar af 1,2 millj. $ til Tékkó-
slóvakíu og 800 þús. $ til Póllands.
Þessi lönd fluttu aftur á móti út
vörur til Bandaríkjanna fyrir 4,4
mill. S og höfðu því 1,7 millj. S
hagstæðan vöruskiptajöfnuð
Framjeiðj'la Bandaríkjanna á
málmgrýti og málmum á árinu 1949
var að verðmæti 13,9 billj. dollara.
Er það 11% minna en árið þar á
undan, en þó næst mesta verðmæti
í sögu landsins.
Um 25% af öllum vöruútflutn-
ingi Bandaríkjanna árið’ 1949 fór
í gegnum höfn New Yorkborgar.
Talið er, að bandarískir ferða-
menn muni á þessu ári eyða næst-
um 220 millj. dollara í Evrópu-
löndum þeim, sem aðilar eru að
elnahagssamvinnu Evrópuþjóðanna.
Eitthvað á milli 300—400 þús.
ferðamenn munu heimsækja Evrópu
árið 1950, og er það um 16% meira
en á síðasta ári.
Hið heimsþekkta reiknivélafirma,
Burroughs Adding Machine Com-
panv í Delroil. er um þessar mund-
ir að senda á markaðinn nýja reikni-
vél, sem tekur fram öllum öðrum
skrifstofureiknivélum, sem nú þekkj-
ast, eftir því sem bandarísk blöð
fkýra frá. Kallast reiknivél þessi
.,Sensimatic“ og er sú fullkomnasta.
sem fram að þessu hefur verið fram-
leidd fyrir skrifstofur. Er hún bú-
in geypimörgum nýjungum, er al-
gjörlega sjálfvirk og sögð mjög ein-
föld í meðförum,
Samkvæmt skýrslu Efnahagssam-
vinnustofnunar Evrópuþjóðanna
eru Bretar taldir vera sú þjóð í
Vestur-Evrópu, er hafa mun mestan
vöruútflutning til Bandaríkjanna og
Kanada á tímabilinu 1. júlí 1950—
30. júní 1951. Er útflulningur Breta
til þessara landa áætlaður 600 millj.
dollara á umræddu tímabili. en á
sama tímabili 1949/50 er talið að
hann muni nema 505 millj. $. Næst-
ir í röðinni koma Frakkar með 116
millj. $ (111 millj. $ 1949/50).
Belgía og Luxemburg eru þriðju í
röðinni með 110 millj. $, og þar
næst Þýzkaland með 95 millj. $ (58
millj. $ 1949/50).
Á árinu 1949 voru seld 2,5 millj.
sjónvarpstæki í Bandaríkjunum eða
um hálf milljón fleiri en framleið-
endur gerðu ráð fyrir. Eftirspurn
almennings eftir sjónvarpstækjum á
síðari árshelming 1949 var svo mik-
il, að framleiðcndur höfðu ekki und-
an, og varð fólk að bíða frá 2 og
upp í 8 vikur eftir sjónvarpstækj-
um. 1 New-York einni er lala sjón-
varpsnotenda komin yfir eina millj.
Áætlað er, að innan 5 ára, þ. e. i
árslok 1954, verði um 20 millj.
sjónvarpstæki í notkun á bandarísk-
um heimilum og muni 75 millj.
manna hafa not af þeim. Ennþú er
aðeins hægt að sjónvarpa hvílum
og svörtum myndum, en sérfræð-
ingar vinna nú ötullega að tilraun-
um með litmyndir í sjónvarp, og er
talið fullvíst, að litmyndasjónvarps-
tæki verði komin á markaðinn inn-
an skamms tíma.
í árslok 1949 voru slarfræktar
98 sjónvarpsstöðvar í 58 borgum
Bandaríkjanna, en í árslok 1948
voru þessar stöðvar 49 að tölu í 29
borgum.
Verð sjónvarpstækja hefur lækk-
að um 50% á síðastliðnum 5 árum,
og búizt er við frekari verðlækkun
samhliða aukinni framleiðslu.
I Bandaríkjunum eru nú um 5,8
millj. bændur og hafa þeir í þjón-
ustu sinni vfir 11 millj. vélknúin
farartæki og dráttarvélar, eða um
4 millj. meira en fyrir síðustu slyrj-
öld. Bandarískir bændur eiga nú 2,5
millj. vöruflutningabifreiðar eða
um 1,3 millj. bifreiðum meira en
árið 1939.
Árið 1941 átlu bændur minna en
1,7 millj. dráttarvélar, en eiga nú um
3,4 millj. vélar. Sama ár áttu þeir
4,3 millj. fólksflulningabifreiðar.
en eiga nú 5,5 millj. bifreiðar.
Um 90% af bændum landsins
eiga að minnsta kosti eina fólksbif-
reið og 36% þeirra eiga að minnsta
kosti eina vöruflutningabifreið,
Þýzkaland.
Um 3 þús. þýzk fyrirtæki og .1
þús. frá öðrum Evrópulönduni og
Bandaríkjunum sýndu framleiðslu
sína á aljijóðavörusýningunni í
Frakfurt dagana 19.—24. marz s.l.
Yfir 350 þús. geslir, þar á meðal
nokkur þúsund útlendingár, heim-
sótlu Leipzig-vörusýninguna, er lauk
13. marz s.l. Erlendir kaupsýslu-
menn telja, að Leipzig-sýningin sé
alltaf meira og meira að tapa þeim
einkennum að geta kallazt alþjóða-
vörusýning og beri æ meiri keim af
sýningu, sem eigi að lýsa iðnaðar-
framförum með tilheyrandi línurit-
um. Þátttaka þjóða frá öðrum en
Austur-Evrópulöndunum er mjög
lakmörkuð og annmörkum háð. Þó
fengu 700 fyrirtæki í Veslur-Þýzka-
landi að taka þátt í sýningunni að
þessu sinni. Þjóðir í Vestur-Evrópu
og víðar sýna sýningu þessari æ
minni áhuga, þar sem 80% af ut-
anríkisverzlun Austur-Þýzkalands er
við Sovétríkin og löndin í Austur-
Evrópu.
FRJÁLSVERZLUN
97