Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 13
landsmanna nær eingöngu til Bandaríkjanna, þegar sambandið við Evrópulöndin rofnaði, og leita þar nýrra viðskiptasambanda. Á dögum innflutningshaftanna hefur firmað orðið að vera á þönum með viðskiptin úr einu landinu í annað, allt eftir geðþótta stjórnarvaldanna hverju sinni, og oft hefur verið smátt skammtað. Hafa þetta verið erfiðir tímar fyrir verzlunina í heild. Rofaði fyrst til á síðasta ári, þegar meira frjálsra;ði komst á í öllum viðskiptum, og er verzlunin nú fyrst að komast í eðlilegan farveg, þótt allt taki það sinn tíma, sem vonlegt er, þegar þjóðin hefur orðið að búa við inn- flutningshömlur og haftabúskap í meira en 20 ár. Samkeppnin hefur harðnað og á eftir að harðna, en þá fyrst fær reynslan að njóta sín, þegar menn eru frjálsir til athafna. Nokkur orð að enduðum fjórum tugum. Fritz Nathan veitti útibúinu í Kaupmannahöfn for- stöðu á meðan það var starfrækt, en kom heim við og við og fór söluferðir um landið. Hann gekk úr firmanu 1936. Urðu þá Carl Olsen og John Fenger einir eigendur þess. Fenger andaðist í júlí 1939, og árið eftir varð firmað svo gert að hlutafélagi. Carl Olsen hefur haft á hendi aðalforstjórn fvrir- tækisins frá því að John Fenger andaðist. Ilann er fæddur í Kaupmannahöfn 22. janúar 1880 og hefur nú dvalið hér á íslandi í 43 ár, en 13. febrúar s.l. voru 60 ár síðan hann hóf verzlunarstörf. Var liann fyrst við paj>pírs- og listverkaverzlun í Kaupmannahöfn, en starfaði síðan 9 ár við verzlunarfyrirtæki Brydes þar í borg, áður en hann kom hingað til lands. Auk verzlunarstarfanna hefur hann tekið virkan þátt í margs konar félagsstarfsemi hér í Reykjavík. Aðal- ræðismaður Belgíu hér á landi hefur hann verið síðan 1922, og stjórnarformaður í Almennum tryggingum h.f. hefur hann verið frá stofnun þess fyrirtækis árið 1943. „Frjáls verzlun“ árnar eigendum fyrirtækisins allra heilla með fertugsafmælið og vonar, að það sigrist á öllum erfiðleikum á ókomnum áratugum eins og hing- að til, og haldi áfram að vera eitt af öndvegisfyrir- tækjum þessa bæjar. G. M. Framh. af bls. 1. 1. A3 hafa skattana einfalda. 2. Að hafa innheimtu þeirra sem ódýrasta. 3. Að jafna skattabyrðum eftir gjaldþoli. 4. Að íþyngja ekki atvinnurekstrinum um of. Opinber afskipti og skattabyrðar hafa mjög dregið þor og framtak úr frjálsum atvinnu- rekstri á síðari árum, svo að nú er svo komið, að einkaframtakið hefur að mestu kippt að sér hendinni við rekstur þýðingarmestu atvinnugreinar þjóðarinnar, togaraútgerðinni, og aðrar greinar atvinnulífsins varla reknar óstuddar. Ríkisvaldið hefur á síðustu tveim árum talsvert dregið úr íhlutun sinni í atvinnumálum, og hafa þœr greinar búskaparstarfseminnar heldur lifnað við. Vœri nú ekki reynandi fyrir ríkisvaldið að stilla skattlagningu á atvinnurekstur- inn til muna í hóf og sjá, hvort sú stefna mundi ekki ýta undir framtak borgaranna og auka árœði þeirra til nytsamra framkvœmda. Hér hefur á víð og dreií verið snortið við ýmsum þráðum hins flókna skattavandamáls þjóðarinnar, enda engin tök á að gera því máli skil í fáum orðum. En að lokum skal þvi þó slegið föstu, sem merg málsins, að við skulum ekki um of sakfella aðra samborgara okk- ar fyrir skattafarganið, því að allir eigum við þar hlut að máíi. Það verður því engin nefnd og engin stjórn ein saman, sem kemur skattamálum þjóðarinnar í viðunandi horf. Það verk verð- ur þjóðin sjálf að vinna, með því að stilla kröfum sínum í hóf og með því að styrkja til for- ustu menn, sem leiða hana, en láta ekki alltaf undan kröfum þegnanna, þegar þœi eru þjóðarbúskapnum um megin. FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.