Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 27
Pétur Jónsson fyrrv. kaup- ma&ur varS níræSur þann 20. febrúar s.l. Pétur er fé- lögum V.R. að góðu kunn- ur. Hann var einn af stofn- endum félagsins og er nú sá eini, sem á lífi er af þeim 33 manna hóp, er stóð að stofnun þess, Pétur er fæddur og upp- alinn í Hafnarfirði. Syst- kini átti hann 10, én móð- ur sína missti hann ungur að árum. Faðir hans var formaður á teinæring, sem réri frá Hafnarfirði. Þessi istóra fjölskylda þurfti á allri fyrirvinnu að halda, sem hægt var að láta til falla. Pétur fór því snemma að vinna fyrir sér. Þjóð- hátíðarárið 1874 réðist hann til verzl. P. C. Knudtzon & Sön í Hafnarfirði, þá 12 ára gamall. Vann hann fyrst sem léttadrengur í verzluninni, en tók síðar við bókhaldarastöðu. Pétur starfaði svo til samfleytt við Knudtzonsverzlun um 23 ára skeið, eða þar til hún var lögð niður árið 1897. Til Kaupmannahafnar sigldi hann árið 1886 og gekk þar á verzlunarskóla í hálft ár. Um aldamótin reisti Pétur húsið nr. 20 við Laugaveg. Rak hann þar eigin verzlun um fimm ára skeið og hafði a boðstólum matvörur og ismávörur ýmiskonar. Til Sameinaða gufuskipafélagsins réðst Pétur árið 1905 fyrir áeggjan Christian Zimsen. Þar vann hann svo óslitið á skrifstofunni í Reykjavík til ársins 1932. eða í 27 ár. Var þá sjón hans orðin það döj)ur, að hann átti örðugt um vinnu. Pétur Jónsson á langan starfsferil að baki sér í verzlunar/Stétt. Hann hefur ávallt verið trúr sínu starfi, dugandi og ráðagóður verzlunarmaður, prúðmenni og drengur góður í orðsins fyllstu merkingu. Pétur hefur verið heiðursfélagi í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur í mörg ár, og heiðursfélagi Styrktar- og sjúkra- sjóðs verzlunarmanna var hann gerður á níræðis af- mæli sínu. „Frjáls verzlun" árnar þessum heiðursmanni allra heilla um ókomna ævidaga. *-**^***^****+^ SkÖrð fyrir skildi Framhald af bls.^25. hann verið stjórnarformaður í fiskveiðahlutafélaginu Hrönn, blaðaútgáfu Árvaks og Sparisjóðs Reykjavíkur. Guðmundur var mannkosta og hæfileikamaður mik- ill, góðgjarn og velviljaður, vinmargur og vinsæll. Formaður Sjálfstæðisflokksins kemst m. a. svo að orði í minningargrein um Guðmund: „Hann var tákn- ræn mynd þess, hversu miklu sá fær afrekað til góðs, sem sameinar skapfestu, viljaþrek, iðjusemi, dómgreind og skynsemi, enda þótt hann í æsku færi á mis við þá menntun, sem þjóðfélagið veitir nú börnum sínum." FÉLAGSMÁL Verkaskipting stjórnar V.R. er nú þannig: Formað- ur Guðjón Einarsson, varaformaður Sveinbjörn Árna- son, ritari Njáll Símonarson, gjaldkeri Ólafur Stefáns- son. Meðstjórnendur eru Einar Elíasson, Gunnar Magn- ússon og Þórir Hall. Varastjórn skipa: Daníel Gísla- son, Hafliði Andrésson og Pétur Sa^mundsen. Árshátíð V.R. var haldin laugardaginn 9. febrúar að Hótel Borg, og var hún fjölsótt að vanda. Að þessu sinni var nokkuð annað snið á hófinu en áður. Borð- haldið var ekki sameiginlegt, heldur var snætt við mörg smáborð og engar ræður voru fluttar. Meðan á borðhaldi stóð fóru fram skemmtiatriði, sem voru bráðsmellin: skopsöngur, eftirhermur og Brynjólfur Jóhannesíon söng nýjar gamanvísur eftir einn félaga úr V.R. Tókst þessi árshátíð með ágætum og var fé- laginu til sóma. Þótti þetta nýja fyrirkomulag reynast vel. V.R. hefur gengizt fyrir bridgekeppni meðal fyrir- tækja bæjarins og gáfu sig fram tólf sveitir í keppn- ina. Hófst hún þriðjudaginn 12. febrúar, en framvegis verður spilað á miðvikudagskvöldum, alls ellefu um- ferðir. Keppnisstjóri er Steingrímur Pálsson. Sveit sú. er figur ber úr býtum, hlýtur silfurbikar að launum, og hver keppandi í þeirri sveit fær einnig lítinn bikar. Væri æskilegast að V.R. héldi slíka bridgekeppni ár- lega, því að það getur orðið til þess að glæða félags- lífið til muna. Aðalfundur Styrklar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna var haldinn í Tjarnarcafé 21. febrúar. Tekjur sjóðsins á árinum 1951 námu kr. 48.861,61, en gjöld kr. 22.204,- 40. Varð þannig kr. 26.457,21 eignaraukning á árinu, og nema eignir sjóðsins nú kr. 417.733,33. Stjórn sjóðs- ins var endurkosin, en hana skipa: Helgi Bergs for- maður, Guðmundur Þórðarson ritari og Ingimar Brynj- ólfsson gjaldkeri. Meðstjórnendur eru : Erlendur Ó. Pétursson og Sigurjón Jónsson. I varastjórn voru kosn- ir: Henrik Thorarensen. Nieljohníus Ólafsson og Sig- urður Einarsson. SjóSurinn verSur 85 ára á hausti komandi. FRJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.