Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 21
Hin konunglega lest kom til King’s Cross stöðvar-
innar í London um eftirmiðdaginn. Fjölskyldan fylgdi
fallbyssuvagninum, sem sveipaður var fána, yfir Tra-
falger Square til WestminSter. Þessi látlausa fjöl-
skyldu-líkfylgd eftir götum Londonar var e.t.v. áhrifa-
meiri en ríkisútförin daginn, sem hann var jarðsettur.
Mér er minnisstætt smáatvik, sem skeði, er þessu fór
fram, en fáir sáu. Kóróna heimsveldisins, sem öll er
sett dýrmætum steinum, hafði verið tekin úr glerskápn-
um í Tower í London og lögð ofan á fánann, sem var
yfir loki kistunnar. Þrátl fyrir það, að líkvagninn var
á hjólum með gúmmíbörðum, mun hristingur vagns-
ins hafa orsakað það, að Malta-krossinn á toppi kór-
ónunnar, en í hann er greyptur stór safír, átta meðal-
stórir demantar og 192 smærri demanlar, féll af kór-
ónunni, og ég sá hann detta á götuna.
Mér kom auðvitað strax í liug að beygja mig eftir
honum og bjarga djásninu frá eyðileggingu. En þá
varð mér Ijóst, að slík't var ekki samhoðið virðingu
minni, svo að ég skrefaði keikur áfram. Til allrar
hamingju hafði liðsforingi, sem gekk með fallbyssu-
vagninum, einnig orðið var við slysið. Eldsnöggt
beygði hann sig niður, tók krossinn upp og stakk hon-
um í vasann. Er þetta eitt snarasta viðbragð, sem ég
hef séð. Þetta var einkennilegt atvik, og enda þótt ég
sé ekki hjálrúarfullur, kemur mér til hugar, hvort
þetta liafi ekki verið illur fyrirboði.
Undir hinu stóra hvolfþaki í Weslminster hafði verið
búið virðulega um kistu föður míns. í þá fjóra daga,
sem kistan iStóð þarna, gengu um milljón manns fram
hjá henni; óslitinn straumur fólks leið þar fram hjá
nótt og dag.
Sex þjóðhöfðingjar komu til þess að vera viðstaddir
útförina, Kristján konungur Dana, Hákon Noregs-
konungur, Caról konungur af Rúmeníu, Boris zar af
Búlgaríu, Leópold III. Belgíu-konungur og Lehrun
Frakklandsforseti. Auk þess kom sægur af erlendum
prinsum, ambassadorum, stjórnmálamönnum, hers-
höfðingjum og öðru fyrirfólki, jem voru fulltrúar
þjóða sinna við útförina. Samkvæmt hirðvenju bar
jnér kvöldið fyrir útförina að halda ríkisveizlu og op-
inbera móttöku í Buckingham Palace fyrir hina tignu
gesti. Þetta var mjög glæsilegt samkvæmi, en þó er
ekki hægt að segja, að örlaganornirnar hafi verið hlið-
hollar hinum tignu mönnum, sem þarna voru. í frönsku
sendinefndinni var Pétain marskálkur, þjóðhetjan frá
Verdun. Frá Sovjet-Rússlandi voru Tukhachevskv, að-
stoðar-landvarnarmálaráðherra, sem tekinn var af lífi
ári seinna, og M. Litvinov utanríkismálaráðherra, sem
skömmu seinna féll í ónáð. Frá Þýzkalandi voru Baron
von Neurath utanríkisráðherra og síðar „verndari“
ERLENDAR KAUPSTEFNUR
Marz—maí 1952.
Frankfurt, Þýzkalandi 9.—14. marz.
Vín, Austurríki 9.—1G. marz.
Verona, Ítalíu 9.—17. marz.
Utrecht, Hollandi 25. marz—3. apríl.
Milano, ítalíu 12.—29. april.
Lyon, Frakklandi 19.—28. apríl.
Brussel, Belgíu 26. apríl—11. maí.
London-Birmingham 5.—1G. maí.
Brezka iðnsýningin.
Valencia, Spóni 10.—25. maí.
París, Frakklandi 17. maí—2. júní.
Tékkóslóvakíu og von Rundstedt, síðar vfirhershöfð-
ingi Þióðverja á VesLurvígstöðvunum. Italíukonungur
sendi Umberlo son sinn. Austurríkismenn sendu Stahr-
enberg fufl?ta, sem tveimur árum seinna varð landflótta
frá ættlandi sínu. Frá Finnlandi kom von Mannerheim
marskálkur. Mér fannst í hjarta mínu, að slík veizla
væri í senn óeðlileg og ógeðfelld, þar sem ekki var
enn búið að jarðsetja föður minn, en það varð ekki
komizt hjá að gegna skyldu sinni. Þegar síðustu gest-
irnir voru farnir. brugðum við bræðurnir okkur frá
til hess að framkvæma fyrirætlun, sem við höfðum
tekið ráð okkar saman um.
Allan bann tíma, sem kista föður míns hafði staðið
uppi í Westminster, höfðu hermenn úr lífvarðarsveit-
inni staðið heiðursvörð við hana. Mér hafði dottið í
hug, að við bræðurnir gætum á einfaldan og látlaus-
an liátt sýnt föður okkar hinztu virðingu með því að
gera slfkt hið sama. Við höfðum haft samráð um þetta
við foringja lífvarðarsveitarinnar. Við Bertie, Harry.
George og ég skiptum nú í snatri um föt og fórum í
viðhafnareinkennisbúninga og komum til Westminster
skömmu fyrir miðnætti. Án þess að fólk yrði vart við,
tókum við okkur stöðu á meðal hermannanna við kist-
una. Enda þótt svo væri orðið framorðið, var stöðugur
straumur af fólki fram hjá kistunni, en ég efast rnn,
að margir hafi tekið eftir fjórum sonum konungsins,
sem þar stóðu vörð, hreyfingarlausir og studdust við
sverð sín. Við stóðum þarna í tuttugu mínútur. Það
ríkti dauðaþögn, og kertaljósin vörpuðu bjarma sín-
um á fólkið. Mér fannst ég á þessu augnabliki standa
nær föður mínum og öllu, sem hann hafði unnað, en
áður. Yfir höfðum okkar hljómaði klukkusláttui Big
Ben.------
FRJÁLSVERZLUN
-.31