Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 16
Úrslit myndagetraunarinnar Myndagetraunin í síðasta tölublaði virðist hafa átt vinsældum að fagna meðal lesenda blaðsins. Margir spreyttu sig á því að reyna að þekkja þá kaupsýslu- menn, sem myndir birtust af, en menn voru misjafn- lega mannglöggir sem vænta mátti. Af þeim ráðning- um, sem blaðinu bárust, voru 9 réttar og var því dreg- ið um þá vinninga, er veittir voru, en það voru ein peningaverðlaun að upphæð kr. 200.00 og fjórar bæk- ur frá Bókfellsútgáfunni. Eftirtaldir lesendur „Frjálsrar verzlunar" urðu hluts'karpastir í myndagetrauninni: 1. Guðlaugur Eyjólfsson, Miðströnd, Fáskrúðsfirði. 2. Haraldur Sigurgeirsson, Hafnarstræti 106, Akureyri. 3. Gylfi Gröndal, Mávahlíð 28, Reykjavík. 4. Þórir Gr. Sigurðsson, Blönduhlíð 20, Rvík. 5. Hilmar Fenger, Öldugötu 19, Reykjavík. Einn af lesendum blaðsins sendi þessa stöku með ráðningu sinni: Ég sendi „listann" svonefnda samd'i 'ann víst mín kella. Hún væntir fyrstu verðlauna. verður dristug ella. Því miður hlaut „frúin" ekki verðlaun að þessu sinni, en vonandi reynir hún þó aftur, þegar blaðið birtir næstu þraut. Hver veit, nema hún hreppi vinning þá? Hér fara á eftir réttar ráðningar myndagetraunar- innar: 1. Carl Finsen. 2. Jón Guðmundsson . 3. Marteinn Einarsson. 4. Þorbjörn Jóhannesson. 5. Egill Guttormsson. 6. Hallgrímur Benediktsson. 7. Oddur Helgason. 8. Friðþjófur O. Johnson. 9. Friðrik Bertelsen. 10. Erlendur 0. Pétursson. 11. Magnús Kjaran. 12. Guido Bernhöft. Stjórnarmcðlimir úr V.B. úsamt Pctri Jónssyni, eina núlifandi stofnanda félagsins. Myndina tók Gunnar Ásgcirsson stórkaup- maður á níræðisafmæli Péturs í febrúar s.I. Talið frá vinstri: Sveinbjórn Árnason, varaform., Pétur Jónsson, Guðjón Einars- son, form. V.B., og Njáll Símonarson, ritari fclagsins. Sigurður hefur lært söguna um kaupmanninn, sem leitaði að fögrum perlum, en vildi um fram allt eign- ast dýru perluna. Þannig hefur Sigurður farið að. Þessvegna hefur hann hug á æðra heimi fest og verið stöðugur gestur í kirkjunni og tekið þátt í guðsþjón- ustunni. Því skal heldur ekki gleymt, að Sigurður hefur rat- að leiðina til samfélags við þá vini, sem með honum hafa háð baráttu fyrir sigri þess málefnis, sem keppir að því, að þeim verði bjargað, sem liggja særðir við veginn. Sigurður kann vel söguna um miskunnsama Sam- verjann. En honum er ekki nóg að kunna söguna. Hon- um er um það hugað að breyta samkvæmt henni. Stefnan var tekin, ekki að hálfu, en að öllu leyti. Hið hálfa er Sigurði ekki að skapi. Hann gaf sig allan, þegar hin heillaríka stund rann upp, er hann 10. des. 1927 varð alger bindindismaður og varð fé- 'lagi í stúkunni „Frón". Sigurður hefur af alhug og kröftugri sannfæringu istarfað að bindindismálum. Fékk hann vegna vekjandi starfsáhuga síns öll stig Reglunnar árið 1928. Þingtemplar var hann í 7 ár, og margvísleg trúnaðarstörf hafa honum verið falin. Það fær honum ávallt mikillar gleði að fá að vera í björg- unarliðinu. Ég árna kærum vini heilla og býð hann velkominn í áttunda bekk. Sjötugur er Sigurður, en ávallt ungur. Æskugleði býri í hjarta drengskaparmanns, sem ber hreinan skjöld. Áfram mun Sigurður starfa að velferðarmálum þessa bæjar og að heill stéttar sinnar. 16 FRJÁLS VERZLtJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.