Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 3
við Önnur ráðuneyti, einkum viðskiptamálaráðuneytið og atvinnumálaráðuneytið, og Fjárhagsráð) og fylgisl með framkvæmd þeirra, og hefur auk þess með hönd- um ýmis konar fyrirgreiðslur í sambandi við viðskipta- mál. Hefur því þótt eðlilegt að viðskiptadeildin ann- aðist einnig útflutningseftirlitið. Viðskiptadeildin veitir nú útboðsleyfi og útflutnings- leyfi fyrir öllum íslenzkum afurðum, sem seldar eru úr landi, nema saltsíld og ennfremur ísuðum fiski, er togararnir flytja ú't. Útflutning saltsíldar hefur síldar- útvegsnefnd með höndum, og eftirlit með ísfiskút- flutningnum hefur Félag íslenzkra botnvörpuskipaeig- enda annazt fyrir útflutningsyfirvöldin. Ennfremur hefur Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda að mestu leyti haft frjálsar hendur um sölu á saltfiskin- um. Eru útflutningsleyfi fyrir saltfiski yfirleitt gefin ú't eftir því sem S. I. F. óskar. Utboðsleyfi eru venjulega gefin munnlega, en ekki má afskipa neinni íslenzkri vöru nema fyrir hendi sé skriflegt leyfi viðskiptadeildarinnar, að undantekinni saltsíld og ísuðum fiski, sem fluttur er út í togurum. Hin skriflegu útflutningsleyfi gilda oftast einn til tvo mánuði, og er þar greint magn, vörutegund, verð vörunnar, tegund gjaldeyris, sem fyrir hana á að koma, til hvaða lands hún á að fara og í hvaða mánuði. Fjöldi veittra útflutningsleyfa hefur verið sem hér segir síðustu þrjú árin: 1949: 734 leyfi 1950: 921 „ 1951: 1211 „ Hvert leyfi tekur oft til margra vörusendinga. Eitt þýðingarmesta atriðið í sambandi við útflutn- ingseftirlitið er verð-eftirlitið, þ. e. að ákveða lág'- marksútflutningsverð á hverri vörutegund á hverjum tíma. Slíkt kemur þó ekki til greina um ísfisk. sem seldur er á uppboðum erlendis. Ekki er verðeftirlits heldur þörf, þar sem um samtök allra útflytjenda er að ræða, eins og varðandi saltsíldina og saltfiskinn, enda eru þær vörur og markaðir þeirra þannig, að verðeft- irlit með þeim, sem að nokkru haldi kæmi, yrði mjög erfitt í framkvæmd. Svipað gildir um hraðfrysta fisk- inn. Verðeftirlitið hefur aðallega tvennskonar tilgang: Það skapar aðhald fyrir útflytjendur um að skila til bankanna öllum gjaldeyrinum fyrir hina útfluttu vöru, og auk þess, — og er það aðallilgangurinn, — er því ætlað að koma í veg fyrir það, að útflytjendur bjóði niður verðið hver fyrir öðrum. Lágmarksverð hinna ýmsu vörutegunda er að sjálf- sögðu stöðugum breytingum undirorpið vegna verð- sveiflna á erlendum markaði. Annað sjónarmið, sem stundum þarf að taka tillit til í sambandi við veitingu útflutningsleyfa, er það, hvort innanlandsþarfir geri hömlur á útflutningi ein- hverrar ákveðinnar vörutegundar nauðsynlegar. Sem dæmi má nefna, að undanfarin ár hefur fram- leiðsla síldarmjöls verið mjög lítil vegna aflabrests á síldveiðunum, og hefur því um tíma að haustinu til verið stöðvaður útflutningur síldarmjöls samkvæmt tilmælum landbúnaðarráðuneytisins, meðan verið var að ganga úr skugga um það, hvort bændur hefðu tryggt sér nægilegan fóðurbæti. Byggist slík útflutningstak- mörkun á lögum nr. 58, 28. janúar 1935, þar sem heim- ilað er „að banna eða takmarka útflutning á síldar- mjöli úr landinu, ef nauðsyn þykir vegna fóðurskorts." Þessara takmarkana ætti nú ekki að vera þörf lengur, þar sem fiskimjölsverksmiðjur hafa nú risið hver á fætur annarri mjög víða um landið, og venjulega er verið að framleiða mjöl úr beinum, síld, karfa eða öðrum fiski einhvers staðar á landinu allan ársins hring. Auk þess er Síldarverksmiðjum ríkisins skylt, samkvæmt lögum frá 1938 ,,að selja samvinnufélögum, bæjarfélögum, hreppsfélögum og búnaðarfélögum það af síldarmjöli, sem slík félög panta fyrir 30. septem- ber ár hvert." Ætti því að vera iitil hætta á því, að ekki verði nóg mjöl til innanlandsnotkunar, þó að ekki sé beitt almennu útflutningsbanni á síldarmjöli á haustin. Aðrar vörur, sem þurft hefur að takmarka útflutn- ing á vegna innanlandsmarkaðarins, eru t.d. ull, kjöt og beitusíld. Síðustu árin hefur framleiðsla úr íslenzkri ull verið mikil fyrir innanlandsmarkað og hafa því út- flutningsleyfi fyrir ull verið veitt með nokkurri var- úð. Hefur lítið verið flult út af ullinni nema lélegustu gæðaflokkarnir. Fyrir dilkakjöt hefur undanfarið fengizt hærra verð á erlendum markaði en hér heíma, en ekki hefur þó þótt fært að leyfa útflutning á því nema að takmörk- uðu leyti. Utflulningur beitusíldar hefur stundum verið stöðv- aður eða takmarkaður um stundarsakir, samkvæmt til- lögum beitunefndar, þegar talin hefur verið hætta á, að ekki yrði næg beita fyrir veiðiflotann. Þriðja atriðið, sem hafa verður hliðsjón af í sam- bandi við útflutningsleyfin, eru milliríkjasamningar um viðskipti, einkum þeir jafnvirðiskaupasamningar, sem ísland hefur og hefur haft við nokkur lönd und- anfarin ár (t. d. við Pólland, Tékkóslóvakíu, Spán o. fl. lönd). I jafnvirðiskaupasamningum eru venjulega ákvæði um það, hve mikið af hverri vörutegund megi selja frá hvoru samningslandinu til hins, og er oftast nær nauðsynlegt að gæta þess, að ekki fari meira en FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.