Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 25
SKÖRD «11SIULB Ólafur Nielsen skrifstofu- stjóri andaSist 27. desember s.l. Hann var fæddur héi í Reykjavík 15. júlí 1910, sonur hjónanna Christian Nielsen, er var danskur að ætterni og var verkstjóri hjá Sameinaða gufuskipafélag- inu hér í bæ í mörg ár, og Guðlaugar Nielsen konu hans. Ólafur Nielsen hóf starf hjá vélsmiðjunni Keili h.f. nokkrum vikum eftir stofnun fyrirtækisins, fyrir rúm- um 12 árum, fyrst sem gjaldkeri og bókari, en síðar sem skrifstofustjóri. Ólafur var að eðlisfari fremur hlédrægur, en þó léttur í lund og kunni vel að gleðjast með' glöðum. Honum var vel til vina og tryggur félagi. Hann var ljúfmenni hið mesta og drengur góður. Kvæntur var hann Brynhildi Nielsen, er lifir mann sinn, ásamt þremur ungum börnum þeirra. Sigurður Jafetsson verzl- unarmáSur andaðist í sjúkrahúsi í Kaupmanna- höfn 13. janúar s.l. Hann var fæddur 13. september 1905 hér í Reykjavík, son- ur hjónanna Jafets Sígurðs- tllP^ sonar skipstjóra og Guð- ^^ÉM^HpP^i^Bjh| rúnar Kristinsdóttur konu H • Æk mÆ Æ Árið 1921 réðist Sigurð- Hifl ur heitinn lil Haralds Árua- sonar kau]>manns, og hjá því fyrirtæki starfaði hann til dauðadags. Slarfaði hann um margra ára skeið við afgreiðslustörf í verzluninni, en síðar við heildsölu fyrirtækisins. Hann lauk burt- fararprófi frá Verzlunarskóla Islands vorið 1928. Sig- urður var nýtur og dugandi maður í starfi sínu og ávann sér hylli. allra, sem við hann þurftu að skipta. Iþróttamálin lét hann mikið- til sín taka og vann mikið og óeigingjarnt starf í þágu Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Var t.d. gjaldkeri hússjóðs félagsins í mörg ár. Sjálfur iðkaði hann mikið iþróttir á yngri árum. Áttu íþróttamálin ávallt góðan forsvarsmann þar sem Sigurður var. Sigurður var að eðlisfari hlédrægur og hæglátur, en þó fjörmaður undir niðri, og kunni vel að meta broslegu hliðar hins daglega lífs. Hann var prúðmenni mikið og vinsæll af öllum þeim sem hann þekktu. Er mikil eftirsjá þegar svo góður drengur hverfur frá hinu jarðneska lífi á bezta aldursskeiði. Kvæntur var Sigurður Ástu Guðmundsdóttur og lif- ir hún mann sinn. Áttu þau einn son barna. GuZmundur Ásbjörnsson kaupmaóur andaðist 15. febrúar s.l. Banamein hans var heilablóðfall. Hann var Árnesingur að ætt, fædd- ur á Eyrarbakka 11. sept- ember 1880. Sveinspróf í trésmíði tók hann þar eystra um aldamótin, en fluttist til Reykjavíkur 1902. Árið 1914 'stofnsetti hann verzlun í sambandi við trésmíðaverktstæði sitt, Br hann stofnaði árið áður. Verzlunina Vísi stofnaði hann svo árið 1915 ásamt Sigurbirni Þorkelssyni. Guðmundur var fyrst kosinn í bæjarstjórn Reykja- víkur 1918 og var bæjarfulltrúi ávallt síðan eða í 34 ár. Forseti bæjarstjórnar var hann kosinn 1926 og síð- an endurkosinn í þá virðingarstöðu allt til dauðadags. eða í samfleytt 26 ár. J bæjarráði átti hann sæti frá því að það var stofnað 1932. Hann gegndi margvísleg- um öðrum trúnaðarstörfum í þágu bæjarfélagsins og átti sæti í mörgum nefndum þess um fjölda ára. Er sízt ofmælt, að enginn einn maður hefur haft lengri og meiri afskipti af bæjarmálum Reykjavíkurbæjar en Guðmundur Ásbjörnsson. Hefur það verið erfitt starf, sem hvílt hefur á herðum hans, því að á þeim 34 ár- um, sem hann átti sæti í bæjarstjórn, var þróun, vöxtur og viðgangur bæjarfélagsins mestur, en öll þessi störf leysti Guðmundur af hendi með ágætum. Auk síns eig- in atvinnurekstrar og starfa í þágu bæjarfélagsins, gaf hann sér tíma til margháttaðra annarra starfa. Hann hefur verið í stjórn ýmsra félaga og samtaka, m. a. Kaupmannafélagsins, Verzlunarráðsins og K.F.U.M. Hann átti sæti í stjórn Eimskipafélags íslands, Sjóvá- tryggingarfélags íslands, Vinnuveitendasambands Is- lands og í bankaráði Utvegsbankans. Ennfremur hefur Framhald á bls. 27. FRÍÁLSVERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.