Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 28
Tvö innbrot voru framin með stuttu millibili í sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar í fyrravetur og stolið all- miklum peningum. Nokkru eftir síðara innbrolið mœtti maður í Hafn- arfirði kunningja sínum, sem bar sig illa af peninga- leysi. Þetla var að kvöldi til. „Hvað er þetta maður?‘; segir þá hinn. „Veizlu ekki, að það er búið að loka í sjúkrasamlaginu?“ „ÍSLENZK FYNDNI“ • Hús án jallegrar stúlku er eins og dagur án sólur. 0HLENSCHLÁGER. • Skrifstofumaður nokkur, sem átti bágt með að vakna á morgnana, fór til læknis og leitaði ráða við þessum kvilla. Fékk hann pillur hjá honum til reynslu. Eftir mjög heilbrigðan svefn vaknaði skrifstofumaður- inn góðri stundu áður en hann átti að fara til vinnu sinnar. Hann klæddi sig í rólegheitum, drakk morg- unkaffið og las dagblaðið. Að því búnu hélt hann af stað til skrifstofunnar og snaraðist inn úr dyrunum rétt áður en klukkan sló níu. „Ég er snemma í dag“, sagði hann við skrifstofu- stjórann. „Jú, víst ertu það, en hvar varstu í allan gærdag?“ MaSurinn, sein er ulltaf aö leita ejtir hjálpandi hendi, getur ávallt fundiS eina — þess sem er jöst viS handlegg lians. RAY FREEDAM. 9 „Hver er í raun og veru húsbóndi hér á heimilinu?“ spurði vinurinn. „Auðvitað hefur Margrét, konan mín, yfirstjórn- ina á börnunum, vinnustúlkunni, hundinum, kettinum og kanarífuglinum, en ég get sagt hvað sem ég vil við gullfiskinn.“ 9 Þótt ástin sé blind, virSist hún komast leiSar sinnar meS góSu móti, „Varstu í æstu skapi, þegar þú baðst manninn þinn fyrst um peninga?“ „Nei, ég var róleg — og rukkaði.“ Leyndarmál þolinmœSinnar er aS gera eitthvaS á meSan. MAGAZINE DIGEST. 9 Skúli landfógeti sagði einu sinni í öli sínu við Bjarna landlækni, tengdason sinn: „Það verður um þig seinast. Bjarni, að |)ú ferð til belvítis.“ Hann svaraði: „Ekki munu fætur mínir flana þar upp á góðan föður.“ „1SLENZK FYNDNI“ 9 ÞaS er bent á, aS viS vinnum átta tíma í sólarliring, leikum okkur aSra átta og sojum þá þriSju. Er þetta vissulega góS áœtlun, ef viS bara reynum ekki aS gera þetta allt þrennt á tímanum frá kl. 9 á morgnana til kl. 5 á daginn. EFFTCIENCY. 9 Jón litli hafði verið óþekkur, og fjölskyldan refsað honum með því að láta hann borða við smáborð í horni stofunnar. Enginn veitti honum neina athygli fyr en hann heyrðist fara með borðbænina. „Ég þakka þér Drottinn fyrir það, að þú hefur séð um, að ég fengi borð út af fyrir mig í návist óvina minna.“ « Líj mannsins er aSeins lítiS leiftur milli tveggja eilíjSa. CARLYLE. „Frjáls Verzlun“ Útgejandi: Verziunarmannafélag Reykjavíkur. FormaSur: Guðjón Einarsson. Ritstj.: Gunnar Magnússon og Njáll Símon- arson. Ritnefnd: Birgir Kjaran, form., Einar Ásmunds- son, Geir Hallgrímsson, Gunnar Magnússon og Njáll Símonarson. Skrijstoja: Vonarstræti 4, 2. hæð, Reykjavík. Sími 5293. BORGARPRENT 28 FRJÁLS VER4LUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.