Frjáls verslun - 01.02.1952, Blaðsíða 8
Fimmta ritgerðin er uin Sjöundármorðin. Þau eru
alkunnug enn í dag, enda þótt hálf önnur öld sé liðin.
Á Sjöundá bjuggu rétt eftir 1800 tvenn hjón, Bjarni
Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir, og Jón Þorgrímsson
og Steinunn Sveinsdótlir. Bjarni og Steinunn fella hugi
saman og ráða Jón og Guðrúnu af dögum. Þetta mál
er að því leyti ólíkt hinum eldri málum, að sekt hinna
sökuðu sannast fullkomlega um það, er máli skiptir,
og málið er rekið með fullum hraða, og reyndar bet-
ur en menn áttu þá að venjast, eftir að sýslumaður
fékk vitneskju uin morðin. Hér eru allgóðar heimildir,
og hefur Iiöfundur að sjálfsögðu notað þær rækilega.
Höfundur átelur réltilega ýmiskonar vanrækslu pró-
fasts og sóknarpresls Sjöundárfólks og jafnvel við-
leitni prófasts til að svæfa málið, enda fór landsvfir-
dómur hörðum orðum um þetta. Er greinargerð höf-
undar allrækileg og ljós, og virðist þar naumast mega
að finna, sem máli skiptir. Það varðar litlu, þó að höf.
virðist að ófyrirsynju víta prófast fyrir jiað, að hann
snýr sér ekki til aðsloðarmanns sýslumanns, heldur
til hans sjálfs, er prófastur skýrir frá orðrómi um
morðin og aðgerðum sínum um skoðun á líki Guðrún-
ar Egilsdóttur. Ég held líka, að höfundur sé of harður
við síra Eyjólf Kolbeinsson, er hann sakar hann um
rof á skriftamálum, þegar af þeirri ástæðu, að prestur
sýnist ekki liafa talað við Bjarna og fengið játningu
hans með þeim liælti, að Bjarni væri að trúa Iionum
fyrir sekt sinni í þeirri veru, að hann væri að skrifla
fyrir honum í þess orðs merkingu. Armars má sennilega
um þelta deila. Höf. telur líklegt, að flestir hinna 4
meðdómenda sýslumanns, sem kváðu upp dóminn yfir
Bjarna og Steinunni, hafi verið lögrétlumenn. Þdtta
virðist mjög ólíklegt, með því að lögrétumenn voru
eftir 1764 aðeins nefndir 20 talsins, og einungis nefnd-
ir úr þremur sý.flum, næstum alþingisstaðnum. Sýnist
óh'klegt, ef ekki útilokað, að nokkur þeirra manna,
sem verið höfðu fyrrum lögréttumenn í Þorskafjarð-
arþingi, hafi getað verið meðdómendur eftir 1800. En
þetta skiptir auðvitað engu máli. Það er misskilning-
ur, að sýslumaður ,sé vítalaus af vanrækslu um skoð-
un á líki Jóns Þorgrímssonar, þó að sækjandi ætti líka
að annast um það. Sýslumanni var skylt að rannsaka
hvert atriði sakarinnar í embættisnafni, þó að sækj-
anda væri það líka skylt að láta slíka rannsókn fara
fram. Líkrannsókn gat einnig leitt til sýknu eða orð-
ið sökunaut til linkenndar, og var og er dómara ]>á
skylt að leiða allt slíkt í ljós eftir föngum.
Höfundur mælir heldur kuldalega til Magnúsar
Stephensens yfirdómsforseta, og sakar hann jafnvel
um hlutdrægni. Satt er það, að hann vítti slundum
nokkuð harðlega glöp óæðri dómenda, en ósjaldan
var þess full þörf. Einnig var stundum, þó aðallega í
dómum á fyrstu árum landsyfirdómsin,?, hart veitzt með
orðum að illræmdum glæpamönnum, en slíkt var arf-
ur fyrri tíða, og lagðist smám saman niður í dómara-
tíð Magnúsar. Höfundur segir Magnús hafa verið ó-
sparan á skætingi ,,niður fyrir sig.“ Þetta virðist ekki
maklegt, því að óhætt er að segja, að hann hafi lengst-
um í yfirdóminum verið langmannúðlegastur í garð
smælingja, sem fyrir sökum voru hafðir, og þó að hann
væri bæði lærðastur dómara þar í sinni tíð og hinn
mikilhæfasti maður, að hinum ólöstuðu, þá réð hann
auðvitað ekki nærri alltaf dómsniðurstöðum. Ásakan-
ir um hlutdrægni (þ. e. að halla réttu máli viljandi)
hugg ég, að erfitt verði að sanna á Magnús. Hins vegar
hefur honum auðvilað getað missýnzt, eins og öðrum
dauðleguin mönnum. Magnús er oft sakaður um lélegt
rnálfar. En það er þó sannast að segja, að hann skrif-
aði betra mál íslenzkt en meðdómendur hans, Isleifur
Einarsson og Bjarni Thorarensen, svo sem það birtist í
dómsatkvæðum þeirra.
Hér er það, eins og oftar, að höf. leiðréttir sagnir
og munnmæli, svo sem þá sögn, að Brun fangavörður
liafi jiungað Steinunni, meðan hún var í tukthúsinu við
Arnarhvol. Höfundur upplýsir það, að Brun var þá
dáinn fyrir nokkru.
Sjötta rilgerSin nefnist Hamra-Setla. Kona sú hét
Sesselja Loftsdóttir og bjó með manni sínum, Stein-
grími Böðvarssyni, á Egilsstöðum í Múlajiingi fvrir og
um 1540. Var hún, ásamt vinnumanni þeirra, Bjarna
Skeggjasyni, sökuð um það, að hún hefði ráðið bónda
sinn af dögum. Um vígsökina eina var þó ekki að véla,
því að Bjarni hafði einnig, og víst áður, fallið með
dóttur hennar. Líklega hefur hún svarið fyrir vígið, en
aflausnar kirkjuvaldsins þurfti hún fyrir sifjaspellin,
og má líklega skilja svo ummælin í bréfi, þar sem tal-
að er um aflausnarbeiðni hennar til Gissurar biskups
Einarssonar. Annars er allt óljóst um málalok, en
þjóðsagnir hafa að nokkru fyllt í skörðin. Heimildir
eru allfátæklegar um mál þessi, einungis nokkur bréf
í Fornbréfasafni, sem höf. hefur auðvitað notað. Björn
Jónsson á Eyvindará kemur nokkuð við sögu. Við má
jiví bæta, að hann hefur verið stórbóndi og stórætt-
aður, því að hann fékk Þórunnar dóttur Einars Þór-
ólfssonar á Hofstöðum og varð faðir mikillar ættar.
Sjöunda og síSasta ritgerSin heitir „DauSi Natans
Ketilssonar.“ Það er yngsta glæpamálið, sem þarna er
tekið til meðferðar, og niðjar Natans í þriðja lið eru
nú menn á góðu reki. Höfundur ritar nokkuð langt mál
um Natan sjálfan og skapgerð hans, eftir því sem ráða
þykir mega af gögnum þeim, sem enn eru til um at-
hafnir hans og framkomu. Skal ósagt látið um niður-
FRJáLS VERZLUN