Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 1
14. ÁRG. 5.-6. HEFTI - 1952.
Skortur á fjármagni hefur háð íslenzkum atvinnuvegum allt frá upphafi. Afleiðing
þess má að nokkru sjá á fábreytni atvinnuveganna. Möguleikar til stóriðnaðar eru enn
lítið sem ekkert nýttir í landi voru. Alls staðar bíða óteljandi verkefni úrlausnar, en fjár-
skortur setur okkur stólinn fyrir dyrnar. Þessum stól er þó hœgt að velta um koll, ef þjóð-
in vill. Ef ekki er völ á því bezta, þá ber hiklaust að taka því nœst bezta. Þjóðin sjálf
getur ekki látið af mörkum nœgilegt fjármagn til þeirra framkvœmda, sem nauðsynlegt
er að hrinda í framkvœmd á nœstu árum. Því ber henni að velja aðrar leiðir.
Ein leið til úrlausnar þessu vandamáli er að leyfa erlendu fjármagni að halda inn-
reið sína inn í atvinnuvegi landsmana. Um þá ráðstöfun sýnist þó sitt hverjum, en fleiri
eru þó þeir, sem hallast að þeirri skoðun, að slíkt beri að leyfa. Er enginn efi á, að það
myndi lyfta stórlega undir allt athafna- ogatvinnulíf á Islandi.
Mál þetta bar nokkuð á góma í blöðum bœjarins fyrir skömmu, og taldi eitt blað-
anna sig hafa öruggar heimildir fyrir því, að umrœður hefðu farið fram milli erlendra
aðila og íslenzkra stjómarvalda þess efnis, að brezkur og bandarískur aluminíumhring-
ur fengi einkaleyfi til að virkja Þjórsá og hagnýta raforkuna til aluminíumframleiðslu.
Hneykslast blaðið á slíku og kallar þetta stórfellt afsal íslenzkra Iandsréttinda.
Svo mörg og stór eru þau orð. Eitt er þó víst, að okkur íslendinga skortir fé til slíkra
stórvirkja og ekki sjáanlegt, að úr muni rœtast á ókomnum árum, þegar áœtlað er, að
framkvœmdir eins og virkjun Þjórsár til aluminíumframleiðslu muni kosta hvorki meira né
minna en ca. 3.300 milljónir íslenzkra króna. Fé til slíkra framkvœmda er aðeins hœgt að
fá með tvennum hœtti. 1 fyrsta lagi með því að fá lánsfé, en í öðru lagi með því að veita
erlendum aðilum sérleyfi til framkvœmdanna. Verður að telja fyrri leiðina ófœra fyrir
okkur, þar sem hér er um geysiháar upphœðir að rœða. Síðari leiðin er sú eina, sem
virðist fœr fyrir okkur eins og er.
Þegar þjóðir veita einhverjum erlendum aðilum sérleyfi, eru jafnan látin fylgja skil-
yrði, sem tryggja innlenda hagsmuni, og þess mundi að sjálfsögðu verða gœtt hér í hví-
vetna. Mörg lönd, sem hafa þurft erlent lánsfé til stórframkvœmda, hafa hin siðari ár farið
inn á sérleyfisleiðina, og það í vaxandi mœli.
Skuldaleiðin getur verið sjálfstœðinu öllu áhœttumeiri og skaðlegri en sérleyfisleiðin.
Því verður ekki móti mœlt, að okkur skortir alla reynslu og þekkingu í uppbyggingu
stórfyrirtœkja, eins og hér er greint frá.
Við erum ekkert minni menn, þótt við förum inn á þessa leið. Framkvœmdir eins
°g þessar komast aldrei upp nema með aðstoð erlends fjármagns.
Stjómarvöldum landsins er í lófa lagt að fylgjast með öllum rekstri slíks fyrirtœkis,
þegar sett eru skilyrði af hendi þeirra.
Að endingu má svo geta þess, hversu stóriðja sem aluminiumvinnsla mundi verða
mikil lyftistöng undir öllu atvlnnulífi hérlendis, og aðeins sú staðreynd er þess virði, að
henni sé gaumur gefinn.