Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 2
OSCAR CLAUSEN: frA fyrstu Aratugum frjAlsrar verzlunar V. GREIN l Hölters-bræður Síðasti verzlunarstjóri konungsverzlunarinnar á Vatneyri við Patreksfjörð, eða á Eyrum, sem þá var kallað, var Peder Hölter, bróðir Didrichs, sem var í Stykkishólmi. — Peder Hölter var dugnaðar- og fram- kvæmdamaður, vel látinn af öllum, viðurkenndur heið- ursmaður. Hann hafði verið 23 ár í þjónustu verzlun- arinnar og síðustu 9 árin verzlunarstjóri1). Veturinn 1786—87, þegar einokunarverzlunin var að hætta störfum, var Peder Hölter í Kaupmannahöfn, en .,assistent“ Peder Heering stóð fyrir verzluninni á meðan. Heering var giftur íslenzkri konu af góðum ættum; það var Ólöf dóttir síra Vernharðs Guðmundssonar í Otradal, en síra Vernharður var bróðir síra Þorláks í Selárdal, föður síra Jóns Þorlákssonar, skálds á Bægisá. — Útaf þeim hjónum, Peter Heering og Ól- öfu, er komin mikil og merkileg ætt í Danmörku. — Peder Heering, sem kallaður var „vogarmaður“, hefur verið stórbrotinn maður. Arið 1787 lenti hann í rifr- ildi við Þorgrím Guðmundsson bónda á Hlaðseyri við Patreksfjörð og endaði það með handalögmáli og málaferlum. Þorgrímur stefndi og var Heering dæmd- ur í sekt, blóðsilfurs. Davíð Scheving sýslumaður dæmdi dóminn, en Heering hefur ekki verið neinn skapstillingarmaður, því að svo varð hann æfur og gífuryrtur fyrir réttinum, að sýslumaður vítti hann mjög, en þá barði Heering í réttarborðið, og segir sagnaritarinn, að hann hafi hagað sér „eins og dóni á veitingakrá.“2) Þegar Peder Hölter varð verzlunarstjóri á Patreks- firði árið 1777, hafði allur sá fiskur, er veiddist í Patreksfirði og Tálknafirði, verið hertur, en verðið á harðfiski var þá svo lágt eftir taxta verzlunarinnar, D Potopidan: Handelsmagasiner. 2) L65 1124 4to. hinum nýja taxta, að varla borgaði sig fyrir sjómenn að róa, þar sem verðið á veiðarfærum og bátaefni, svo sem timbri og járni, var afarhátt. — Á síðustu árum konungsverzlunarinnar var tekin upp ný fiskverkunaraðferð, sem kölluð var „Terra- neufsverkun“ og er nafnið dregið af Terra nova eða New Foundlandi, því að þar höfðu Frakkar og fleiri þjóðir verkað fiskinn með þessari aðferð. — Verkun- araðferð þessi var mjög lík þeirri aðferð, sem viðhöfð er enn í dag. Fiskurinn flattur, þurrsaltaður, sólþurrk- aður og síðan sendur til Suðurlanda eins og vér gerum. — Þessi fiskur varð brátt eftirspurð vara og seldist háu verði til S|)ánar og Italíu, enda gerðu hinir síð- ustu forstjórar konungsverzlunarinnar sér mikið far um að koma afurðum landsmanna í hátt verð og höfðu forgöngu í því að efla vöruvöndun. Þannig sendi síðasti forstjórinn, Pontopidan, öllum verzlunarstjór- unum fiskverkunarreglugerð, er þeir skyldu fara eftir. Pontopidan hafði sjálfur verið verzlunarsljóri í Hafnarfirði og var vel kunnugur öllu, er laut að fram- leiðslu og verzlun á fslandi, enda hefur hann samið merkilega bók um íslenzka verzlun.3) — Það var þó ekki við Faxaflóa, sem fyrst var farið að salta og þurrka fisk til útflutnings, heldur á Vestfjörðum og Snæfellsnesi, og mun ég annarsstaðar víkja að því. — Peder Hölter sá fljótt hversu mikill skaði það var, bæði Iandsmönnum og verzluninni, að herða fiskinn, og byrjaði hann þess vegna á því að kenna mönnum þessa nýju verkunaraðferð og tókst það svo vel, að eftir fá ár stóð fiskurinn ekki að baki þeim fiski, er kom frá Nýfundnalandi. Fyrst fékk hann menn til þess að koma með fiskinn blautan og saltaði hann sjálfur í húsum sínum, en svo fór hann, jafnóðum og menn lærðu að- ferðina, að láta þá fá salt í fiskinn og svo fór að lok- 3) Þ. e. Handelsmagasiner. 54 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.