Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 13
AÐALFUNDUR VERZLUNARRAÐS ISLANDS
Aðalfundur Verzlunarráðsins var haldinn hér í
Reykjavík, dagana 12. og 13. júní s.l. Nýtt fyrirkomu-
lag var viðhaft á kosningu til stjórnar ráðsins nú í
fyrsta sinn, samkvæmt breytingum, er gerðar voru á
lögum þess á s.l. vetri. Er stjórn V.I. nú þannig skipuð:
a) Fulltrúar í stjórn ráðsins tilnefndir af sér-
greinafélögum innan þess: Eggert Kristjánsson, Egill
Guttormsson, Gunnar Friðriksson, Ilans Þórðarson,
Henrik Biering, Hjörtur Jónsson, ísleifur Jónsson,
Karl Þorsteins, Óli J. Ólason og Stefán -Thorarensen.
b) Kosnir fulltrúar: Gestur Jóhannsson, Seyðis-
firði, Guðmundur Guðjónsson, Rvík, Gunnar E. Kvar-
an, Rvík, Matthías Sveinsson, Isafirði, Othar Ellingsen,
Rvík, Sigurður B. Sigurðsson. Rvík, og Tómas Björns-
son, Akureyri.
Á fundi stjórnar Verzlunarráðsins, sem haldinn var
16. júní, voru eftirtaldir menn kosnir í framkvæmda-
stjórn: Eggert Kristjánsson, formaður, Henrik Bier-
ing, varaformaður, og meðstjórnendur þeir Egill Gutt-
ormsson, Hjörtur Jónsson, ísleifur Jónsson. Othar
Ellingsen og Tómas Björnsson.
Hér fara á eftir tillögur og ályktanir. sem samþykkt-
ar voru á aðalfundinum.
Jafnvirðiskaup.
Aðalfundur V. í. 1952 er þeirrar skoðunar, að það
sé þjóðinni affarasælast, að utanríkisviðskiptin grund-
vallist á frjálsum gjaldeyrisviðski])tum.
Eundurinn viðurkennir engu að síður, að nauðsyn
geti verið á viðskiptum á grundvelli jafnvirðiskaupa
undir vissum kringumstæðum.
Fundurinn telur nauðsyn að benda á, að reynslan
af jafnvirðiskauj)um sýnir, að sum atriði samninga
hafa verið illa haldin, erfiðleikar orsakazt af óeðlilega
löngum afgreiðslufresti, ónákvæmni í afgreiðslum, ó-
hagstæðu verði og fleiru.
Telur fundurinn, að hinu opinbera sé skylt að beita
áhrifum sínum betur en verið hefur til að gera þessi
viðskipti hagkvæmari og aðgengilegri, m. a. með því
að auðvelda innflytjendum greiðslur með ábyrgðum í
sambandi við slík jafnvirðiskaup, enda gildi sömu
reglur gagnvart öllum clearing-löndum. Ennfremur
lítur fundurinn svo á, að sjálfsagt sé að tryggja fyrir
fram hjá Eimski])afélagi íslands, að allar þungavör-
ur, sem keyptar eru á þessum grundvelli, fáist sendar
áfram á sama flutningsgjaldi á hinar ýmsu hafnir, er
skip Eimski])afélagsins sigla á.
Samrœming frílista.
Aðalfundur V. I. 1952 telur, að reynslan hafi fært
sönnur á, að frílistinn og bátalistinn séu þannig ,úr
garði gerðir, að nauðsyn beri til, að þeir verði báðir
teknir til endurskoðunar með það fyrir augum að sam-
ræma ýms atriði, sem valda miklum örðugleikum í
framkvæmd, en hafa hins vegar litla og sumpart enga
gjaldeyrislega þýðingu.
Fundurinn beinir því til Fjárhagsráðs, að slík heild-
arendurskoðun á báðum listunum verði látin fara fram
í samráði við heildarsamtök verzlunarstéttarinnar,
Verzlunarráð Islands, og samtök þeirra innflytjenda,
sem hlut eiga að máli.
Tryggingarféð.
Aðalfundur V. I. 1952 beinir þeirri áskorun til ráð-
herra þess, sem fer með bankamál, að hann hlutist lil
um, að gerðar verði hið bráðasta ráðstafanir til að
létta af innflytjendum þeim mjög svo fjárfreku kvöð-
um, sem greiðsla tryggingarfjár í sambandi við opn-
un ábyrgða og öflun greiðsluheimilda leggur innflvtj-
endum á herðar.
Fundurinn væntir þess, að ráðherra hlutist til um.
að meðan núverandi fyrirkomulag helzt. verði innláns-
vexlir greiddir af tryggingarfé, sem innflvtjendur
greiða bönkunum. Ennfremur væntir fundurinn þess,
að sparisjóðsinnistæður verði teknar til greina sem
fullgildar tryggingar.
Rekstrarf j árþörfin.
Aðalfundur V. 1. 1952 ítrekar samþvkkt aðalfund-
arins árið 1951 um, að ríkisstjórnin hlutist til um, að’
fullnægt verði eðlilegri rekstrarfjárþörf verzlunar og
iðnaðar.
Ástandið í þessum efnum fer mjög versnandi, eins og
kunnugt er, enda hafa kröfur um tryggingarfé í sam-
bandi við opnun ábyrgða og öflun greiðsluheimilda
verið stórlega auknar á árinu.
Iðnaður.
Fundurinn beinir því til ríkisstjórnarinnar, að gerð-
ar séu Jiegar í stað ráðstafanir til verndar öllum nauð-
FdlJÁLS VERZLUN
65