Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 8
INGVAR N. PÁLSSON : LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANM Mér er það ljóst, að þessu málefni verður ekki gerð full skil í stuttri blaðagrein, enda tilgangurinn ekki annar en sá, að vekja máls á því, ef ske kynni, að það gæti orðið ujjphaf þess, að málið yrði athugað og væri gaman, ef rannsakaður yrði möguleikinn fyrir slíkri sjóðsstofnun meðal verzlunarstéttarinnar. Þar sem ég er ekki viss um, að allir geri sér grein fyrir því um hverskonar sjóð er hér að ræða, skal ég fyrst með nokkrum orðum skýra frá honum. Mun ég ekki fara ítarlega út í reglur og lög fyrir slíkan sjóð, enda gerist þess ekki þörf á þessu stigi málsins. Mun ég aðeins skýra lítillega tilgang hans og framkvæmd, en minnast síðan Iauslega á hugsanlegan möguleika fyrir slíkum sjóði meðal verzlunarfólks. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins saman stendur af öllum þeim, sem laun taka hjá ríkinu og ráðnir eru til ekki skemmri tíma en eins árs, og greiða þeir ákveðna prósenlutölu af kaupi sínu, sem nú er 4%, í sjóðinn mánaðarlega. Síðan greiðir einnig ríkið (kaupgreiðandinn) aðra ])rósentutölu í sjóðinn, sem nu er 6% af kaupi hvers starfsmanns, á viðkomandi nafni. Þannig leggjast 10% af kaupi hvers sjóðs- aðila í sjóðinn mánaðarlega. Gjaldkerar, hver á sín- um stað, annast innheimtuna, en Tryggingarstofnun ríkisins sér um daglegan rekstur fyrir sjóðinn. Fé það, sem þannig kemur í sjóðinn, er síðan ávaxt- að á ýmsan hátt, m. a. í tryggum verðbréfum og veð- skuldabréfum með veðrétti í fasteignum, og munu vera sérstök fyrirmæli um lánveitingar til íbúðarhúsbygg- inga fyrir meðlimi sjóðsins. Er mér meðal annars kunnugt um það, að aðilar að þessum sjóði hafa getað komi yfir sig húsi eða íbúð án teljandi erfiðleika sök- um þess, að þeir hafa fengið svo hagkvæm lán úr sjóði þessum. Síðan eru reglur fyrir útborgun úr sjóðnum, sem greinast í örorkustyrk, ellilífeyri, og svo endurgreiðslu úr sjóðnum. Tel ég ekki nauðsynlegt að fara nánar út í þau atriði að sinni. enda geri ég heldur ekki ráð fyrir því í fljótu bragði, að hægt væri að fylgja regl- um þeim, sem að því lúta, nema að litlu leyti, jafnvel þótt slíkur sjóður kæmist á meðal verzlunarfólks. Spurningin er þá þessi, hvorl möguleikar væru fyrir því að koma á fót einhverjum sjóði meðal verzlunar- fólks, á svipuðum grundvelli og ég hef nefnt, þóti : smærri mynd væri. Að því er mér virðist er aðeins ein leið til þess að úr því gæti orðið, en 'hún er sú, að fá kaupmenn (launagreiðendur) til þess að fallast á að greiða á- kveðna upphæð á laun verzlunarfólks. Kæmi þetta auðvilað fram sem kauphækkun, en þó þannig að þessi upphæð yrði lögð í hinn umrædda sjóð. Ekki geri ég ráð fyrir því, að hægt væri að fá þá til þess að greiða 6% á kaup eins og ríkið gerir, að minnsta kosti ekki fyrst í stað, en ef þeir myndu fallast á að greiða í þessu skyni, þó ekki væri meir en l. d. 2% af launum verzlunarfólks, þá væri stórt spor stígið í rétta átt. Með hliðsjón af þessu mætti síðan ákveða, hvort þeir, sem þessi hlunnindi fengju, greiddu sömu eða ein- hverja aðra prósentutölu í sjóðinn. Á þennan hátt myndi tryggt, að allir yrðu skyldaðir til þess að gerast sjóðsaðilar. Féð skyldi síðan ávaxtað á líkan hátt og að framan greinir, og skyldi verzlunarfólk að öðru jöfnu hafa forgangsrétt til lántöku. Ekki geri ég ráð fyrir því, eins og ég gat um áður, að þessi sjóður gæti verið notaður til ellilífeyris eða örorkustyrks, eins og sjóður ríkisstarfsmanna. Þó mætti athuga þá hlið málsins nánar. Hins vegar mælti fara ýmsar aðrar leiðir í því sambandi. Vil ég nefna aðeins sem dæmi, að hægt væri að fara þá leið, að sjóðsaðila yrði greidd ákveðin prósenta, segjum til dæmis 50% eða 60% af því, sem hann á í sjóðnum, á vissu árabili, t. d. eftir fimm eða tíu ár o.s.frv. Fengi sjóðsaðili endurgeidda ákveðna prósentu af því, sem hann og launagreiðandi hafa greitt í sjóðinn til þess tíma, annaðhvort án eða þá með einhverjum vöxtum. Framh. á bls. 62. 60 FRJÁLS VERZI UN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.