Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 16
FHJÁLS VERZLUN heiur að undan- förnu viljað vekja athygli verzlunar- manna, á hvern hátt megi hafa sem hezt not af sýningargluggum og innan- hússkreytingum verzlana, ef það mælti verða til að örfa sölu og bæta hag þeirra. Að þessu sinni vildi ég mega leggja hér fram nokkrar fornar minn- ingar frá árunum 1934—39 um skreyt- ingu mjólkurbúða, sem ég kom þó aldr- ei á framfæri, þegar mér datt þær í hug og þeirra var þörf. En nú steðja aft- ur að erfiðleikar með sölu á ostum, smjöri og öðrum mjólkurafurðum, og er því tímabært að minnasl lítillega á eitthvað, er til úrbóta mætti verða. Það fer varla framhjá neinum hvað mjólkurbúðir eru ólíkar öðrum verzl- unum. Sumar þeirra eru sæmilega hrein- legar, en það er eitthvað kuldalegt við þær: Mann langar ekki til að kaupa þar meira en nauðsynlegt er, og svo er það heldur ekki boðið. Hvergi sjást ábendingar til allra þeirra mörgu húsmæðra og heimilisfeðra, sem þangað leggja leið sína dag hvern, um, að mjólk er til margs nauðsynleg, og smjör og ostar eru holl og næringarík fæða. Allar mjólkurbúðir bæjarins hafa þó nokkuð stóra glugga, sem með litl- um kostnaði mætti útbúa mjög þokka- lega. Gluggaauglýsingar mjólkurbúðanna eiga að vera þannig úr garði gerðar, að auðvelt sé að færa þær frá einni búð til annarar eftir 2—4 vikur Þessar hreyf- aidegu, litlu gluggasýningar mætti einn- ig láta í þær matvöruverzlanir, sem selja osta og smjör. Ekki er hægt að 63 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.