Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 17
HVER ER HLUTUR ÍSLANDS! Bretar eru hinu mestu lestraheslar á dagblöð, ef marka má skýrslur Sameinuðu þjóðanna. Eru þeir taldir fremstir, hvað snertir kaup og lestur dagblaða í heiminum. Kaupa 600 af hverjum 1000 landsmönn- um dagblað þar í landi. Næst í röðinni koma Luxemburg með 445, Ástralía 432, Noregur 421, Svíþjóð 416 og Sviss 355. miðað við hverja 1000 landsmenn. Sjöunda í röðinni eru Bandaríkin með 354, en þar er upplag dagblaða nú 54,9 millj. eintök, sem er það hæsta í sögu þjóðarinnar fram að þessu, og hefur auk- izt um 2,6 millj. eintök á einu ári. Mest hefur aukn- ingin orðið hjá kvöldblöðunum, eða 2 millj. eintök, og er upplag þeirra nú 33 millj. eintök. Vitað er, að dagblaðakaup hér á landi eru mjög mikil, og væri fróðlegt að vita hver hlutur Islands er, ef skýrslur yrðu birtar um þetta atriði. 1 beinu áframhaldi af þessu má minnast á hina miklu blaða- og tímaritaútgáfu hér á landi, sem sennilega á hvergi sinn líkan um víða veröld, en það er augljóst merki þess, hversu lestrarfýsn þjóðarinnar er mikil. Um bókaútgáfuna þarf nú víst ekki að ræða! Og þrátt fyrir allt er hlaða- og límaritaútgáfa hér á Islandi ekkert stórgróðafyrirtæki, síður en svo. Það vita þeir bezt, sem til þekkja. En áhuginn er oftast fyrir hendi. Sýnist þó sitt hverjum um alla þessa útgáfustarfsemi. Allmargir telja innihald flestra þessara blaða- og Verzlunarmannafóla^ Reykjavíkur hefur sinn eÍRin reit í Heiðmörk, þar sem tfróðursettar hafa verið trjáplöntur í tvö sumur. Hér sjást nokkrir áhuftasamir félasar legffja sinn skerf til fegrunar landsins. timarila meira eða minna rusl, reyfara og ástasögur skipi þar mest rúm. Ef til vill má þetta til sanns vegav færa, eða svo segja þeir vilru, en þetta sýnir þó tölu- vert frjálsræði í lestrarvali, þótt æskilegast sé, að góðar bókmenntir skipi veglegastan sessinn í hinu prentaða máli. Því verður þó ekki neitað, að góður reyfari er góð hvíld frá lestri þungra fræðibóka, sí- gildra skáldsagna og þjóðlegra fræða. ætlast til, að matvöruverzlanirnar geti lagt í kostnað við að útbúa sýningarspjöld fyrir mjólkurafurðir eða setja osta og smjör út í gluggana, því að þessar vörur eru viðkvæmar og skemmast fljótt, og fer þar af leið- andi of mikið verðmæti til spillis. Mjólkursamsalan og mjólkurbúin um land alll þurfa þess vegna að taka höndum saman og lála úlbúa vel gerða gerfiosta fyrir sýningarglugga. Einnig er nauð- synlegt að útbúa trékubba á stærð við smjörstvkki og vefja þeim síðan inn í smjörpappír eða aðrar smekk- legar umbúðir með vörumerki framleiðenda. Hér koma nokkrar tillögur um efni í hrevfanlegar gluggasýningar: I. Mynd af vel hýstum bæ og grænu túni og kúm á beit. Texti með þessari mynd gæti t.d. verið: „Bætið heilsuna — drekkið meiri mjólk“ eða „Mjólk er hollur drykkur.'1 II. Myndir frá mjólkurbúunum og því sem þar fer fram með eftirfarandi texturn: a) Ostagerð: „Ostur er fjörefnarík fæða.“ „Ostur evkur matarlyst.“ b) Smjörgerð: „Smjör bætir brauðið.“ c) Skyrgerð: „Skyr er holl og góð fæða." „Skyr kvölds og morgna.1' d) Rjómagerð: „Rjómi eykur hreysti.“ „Húsmæður, skrevtið kökurnar með rjóma“. Margt fleira mætti tína til í þessu sambandi, en ég læt staðar numið að sinni í þeirri von. að þeir, sem með þessi mál fara, sjái sér fært að útfæra þessar hreyfanlegu gluggasýningar á sem beztan og hagkvæm- astan hátt, svo að það geti orðið öllum aðilum til hag- sældar. Til frekari skýringa á tillögum mínum fylgja grein þessari þrjár teikningar. Sveinbjörn Árnason. FRJÁLSVERZLUN 69

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.