Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 12
sitt sérstaka starf. Dag og nótt hefur fjöldi efnafræð- inga og verkfræðinga vak- andi auga með framleiðslu- vörunum á mismunandi stig- um. Slíkt strangt eftirlit er grundvöllur fyrir jöfnum gæðum Gevaert- framleiðsl- unnar. Það er mikils virði fyrir þá, er nota ljósnæmar efni- vörur, svo sem filmur, plöt- ur, pappír o.fl., að næm- leikinn sé stöðugur, þ.e.a.s., að hægt sé að treysta á, að ljósnæmið sé eins og gefið er upp af framleiðanda. Vísindi og tækni nota fjölda mismunandi gerða af þess- um vörum í sérstökum til- gangi, og er ótrúlega mikil vinna, sem liggur á bak við lausn hinna ýmsu viðfangsefna. Árangurinn hefur orðið mjög mikill og eru nú til sérstakar vörur til lausnar flestum viðfangsefnum. Auk hinna venjulegu Ijósmyndavara framleiða nú Gevaert- verksmiðjurnar vörur fyrir kvikmyndun, röntgenmyndun, myndamót- un, „elektrokardiografi,“ eftirmyndun af skjölum, .,mikroljósmyndun,“ loftmyndun, „spektro“- ljós- myndun, „astronomiska“- Ijósmyndun, innfra-rauða og ultra-fjólubláa Ijósmyndun og litmyndun. Þegar almenningur hugsar um ljósmyndaefni, er almennl átl við rúllufilmur. Ljósmyndun er í dag svo almenn, að ferðalag er varla farið án þess að Ijós- myndavélin sé með. 1 öðru lagi er átt við ljósmyndun sem starfsgrein. Þegar maður er áhorfandi að íþrótt- um, samkomum eða þ. h., má oft sjá þar menn með hin ólíkustu tæki. V(‘rlismifS.iuliySK*i>t;ainar í Mortsel n:i yfir 167.000 f(‘rmotra svaiði. Itör (IK Ioiðslur liitKja scm nct um allt vcrlksmiðjuliverfið. Það eru ekki margir sem vita, að atvinnu- og áhuga- ljósmyndarar nota aðeins lítinn hluta af þeim ljós- myndavörum, sem framleiddar eru. Hversu margir vita, að megin þorri Islendinga hefur verið röntgen-myndað- ur, að mikil notkun af ljósmyndapappír er við afritun af teikningum, skjölum o.fl. í iðnaði er notkun ljós- myndaefna mjög mikil, l. d. eru röntgenmyndaðar rafsuður á stærri verkstæðum til öryggis um gæði þeirra. Við vitum í dag, að bilun á „suðu“ í flugvéla- hreyfli getur orsakað dauða fjölda manns. Það er sannarlega fullkominn heimur, sem ljósmyndatæknin hefur hjól])að til að skapa og varðveita í framtíðinni. Skjalaljósmyndun er ekki aðeins afritun af nútíma blöðum og skjölum, heldur gerir og mögulegt að taka afrit af eldri skjölum og handritum. Hvernig myndu blöð og annað ])rentað mál líta út, ef þau væru án ljósmyndatækninnar. Engin mvndamót væru til, og við yrðum að notast við gamlan tréskurð eða koparstungur, — við sem erum vanir í dag að sjá samdægurs mynd af atburðum, sem hafa skeð. Mynda- mótaframleiðsla er byggð að mestu á ljósmyndaefni. Við sjáum litmyndir í bókum og tímaritum, eða förum í kvikmyndahús, lítum á landakortið, sjáum auglýsingarit um varning eða þjóðir, allt þetta, ásamt svo mörgu öðru, er háð ljósmyndatækninni. 64 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.