Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 14
synlegum og heilbrigðum iðnaði í landinu. í þessu sambandi óskar fundurinn að benda á eflir- farandi atriði: a) Iðnaðinum sé tryggður innflutningur þeirra hrá- efna, umbúða og efnivara, sem honum eru nauðsyn- leg og á sem hagkvæmastan hátt. b) Sé hráefni og efnivara iðnaðarins á bátalista, verði þess gætt, að hann þurfi ekki að keppa við varn- ing, sem flultur er inn án slíks álags. c) I tollalöggjöfinni verði innlendum iðnaði séð fyrir sanngjarnri tollvernd. Athafnafrelsi. Aðalfundur V. í. 1952 beinir þeirri áskorun til rík- isstjórnarinnar, að hún haldi áfram á þeirri braut, sem hún markaði sér í verzlunarmálunum snemma á s. 1. ári, og að hún létti hið bráðasta af hvers kyns við- ski])tahöftum. Skattamál. Aðalfundur V .1. 1952 telur óhjákvæmilegt, að nú- verandi skattalöggjöf verði breytt þegar á þessu ári. Fundurinn telur nauðsynlegt, að samanlagðir skatt- ar og útsvör á atvinnufyrirtæki miðist eingongu við raunverulegan tekjuafgang þeirra og fari aldrei fram úr sanngjörnu hámarki af nettótekjunum, þannig að eðlilegar sjóðsmyndanir til tryggingar rekstri fvrir- tækjanna, svo og nauðsynlegrar u])|)byggingar þeirra, séu gerðar mögulegar. Fundurinn felur stjórn V. I. að vinna að framgangi þessa máls við viðkomandi aðila. Siglingamál. Aðalfundur V. 1. 1952 beinir þeirri áskorun til Eim- skipafélags íslands h.f.. að teknar verði upp fastar áætlunarferðir milli aðalhafna íslands og þeirra hafnaborga, sem félagið hefur aðallega haldið uppi siglingum til að undanförnu. Jafnframt telur fundurinn, að brýna nauðsyn beri til þess, að ski|)asamgöngum innanlands verði komið á betri grundvöll með því, að Eimskipafélagið og Skipa- útgerð ríkifeins taki upp sem víðtækastar áætlunarferð- ir með ströndum fram og þá einkum með hliðsjón af siglingum erlendis frá. Sömuleiðis telur fundurinn sjálfsagt, að Eimskipa- félag íslands reikni sama flutningsgjald af viirum til Reykjavíkur og annarra hafna landsins. Úr myndasajni V.R. XXXVII. Sveinbjörn Árnason. „ViSskiptavinurinn hefur ávallt á réttu aS standa." Verðlagsmál. Aðalfundur Verzlunarráðs íslands 1952 skorar á ríkisstjórnina og Fjárhagsráð að afnema nú þegar verðlagsákvæði þau, sem ennþá eru í gildi skv. auglýs- ingu Fjárhagsráðs nr. 7/1952. Telur fundurinn, að forsendur fyrir gildandi há- markaðsákvæðum séu úr sögunni vegna frjálsrar og eðlilegrar samkeppni, sem ska|>ast sökum nægilegs vöruframboðs í landinu. Tollskrá Aðalfundur V. í. 1952 telur aðkallandi, að fram- kvæmd verði hið fyrsta endurskoðun á núgildandi tollskrá. Fundurinn felur stjórn ráðsins að vinna að fram- gangi þessa máls. Innflutningsleyfi. Aðalfundur V. í. 1952 skorar á Fjárhagsráð að hlutast til um, að fylgt verði án undantekninga þeirri reglu, að innflutningsleyfi verði aðeins veitt starfandi verzlunum og öðrum atvinnufyrirtækjum, sem skilvrði hafa til að annast innflutning. 66 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.