Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 10
Ný lög til höfuðs verzlunarstéttinni. „Heimilt skal verðgœzlustjóra aS birta nöfn þeirra, sem verSa uppvísir að óhóflegri álagningu á vörur eöa þjónustu.“ Nýlega hafa verið sett lög, |>ess efnis að hamla á móti óeðlilega hárri álagningu á einstökum vöruteg- undum, og viðurlög þeirra helzt þau að hræða menn með ærumissi, frá slíkum freistingum. Þessum lögum mun vera stefnt gegn innflytjendum vara fyrst og fremst. Það er ekki hægt að komast hjá því að henda á nokkurra hættu, sem í þessu getur falizt fyrir kaup- menn. 1 óskorðaðri samkeppni um innflutning og sölu á vörum fer ekki hjá því að misjöfn innkaup séu gerð, og kemur það oftast ekki í ljós fyrr en kaupandinn hefur fellt sinn dóm um verð og vörugæði. Sá dómur er venjulega réltur hvað allar almennar vörur snertir og verður ekki áfrýjað. Auk þessara venjulegu vara eru svo allskonar vörur, sem háðar eru duttlungum stöðugt hreyttrar tízku, bundnar árstíðum og atvikum. og oft óseljanlegar eða illseljanlegar nema á hinu rétla augnabliki. Þetta þekkja allir, sem við vefnaðarvöru- verzlun fást. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, þá sjá allir, að það kemur að því að fjármagn fyrirtækjanna festist æ meir í slíkum vörubirgðum, og verður þá ekki hjá því komist að lo=a féð úr þessum vörum með ein- hverju móti. Sú eina aðferð, sem kaupmenn þekkja til þess að selja þessar vörur er að ,,halda útsölur“ sem kallað er, lækka verð varanna svo mikið að fólk kaupi þær vegna hins lága verðs. Það er algengt að söluverð slíkra vara sé langt undir innkaupsverði og stundum er það aðeins hluti þess verðs, sem kaupmaðurinn greiddi u|>phaflega fyrir þær. Þegar maður hefur áttað sig á þessu, sem líka er staðreynd, þá verður manni á að spyrja: Hvað her up]>i tjón kaupmannsins af kaupum og sölu þessara vara? Erum við þá komin að kjarna málsins hvað hin nýju lög snertir. Til þess að bera uppi skakkaföll af illseljanlegum vörum eins og áður er lýst er enginn tekjustofn annar en álagning á aðrar vörur. 1 allskonar innflutningsverzlun, þar sem keypt er frá mörgum löndum, getur margt orðið til þess að hægt er að komast að óvenjulega góðum kaupum á vörum, og það eru óskráð lög þar sem frjáls verzlun ræður ríkjum, að slíkar vörur beri uppi tapið á öðrum vörum, eða með öðrum orðum, á vörur, sem keyptar eru á sérstaklega hagstæðu verði, er lögð meiri verzl- unarálagning. Hjá þessu er ekki hægt að komast, þegar verzlunarálagningin er almennt mjög lág og ekki held- ur æskilegt, að heildarálagningin sé hækkuð til þess að komasl hjá þessari verðjöfnun. Afleiðingin af þessu verður sú, að verzlanir, sem inna af hendi góða þjónustu í hvívetna, geta auðveld- lega lent í gini hinna skammdrægu laga, algjörlega að ósekju, og verða kaupmenn í einu og öllu að trevsta á framkvæmdahæfni þeirra, sem laganna eiga að gæta, því að í fæstum tilfellum yrði sambandið milli þess- ara mála, fem hér hefur verið lýst, tekið til greina fyrir rétti. Það sézt líka á framanrituðu, og er sjálfsagt að viðurkenna, að þeir, sem eiga að gæta laganna, hafa í sumum tilfellum mjög erfiða aðstöðu til þess að gera út um það hver sé raunverulega sekur og hver ekki. Allt ber að sama hrunni með það, að lagasetningar sem þessar eru jafnan mjög hæpnar og koma venju- lega ranglátlegar niður en dómur fjöldans, sem ætti helzt að duga. Því fer fjarri, að tilgangur þessarar greinar sé að hera blak af þeim, sem rauverulega taka óhóflega álagningu. Hér er aðeins bent á eitt stórt dæmi, sem sannar, hve varlega og af miklum skilningi ber að framfylgja svona lögum. Væntanlega verður j>etta sjónarmið hafl í huga, j>eg- ar ráðherra setur reglur um framkvæmd laganna. Lífeyrissjóður verzlunarmanna. Framh. af bls. 60. Sömuleiðis mætti hafa ákveðinn hámarksaldur fyrir þátttöku, og skyldi sjóðsaðili j>á fá alla upphæðina greidda. Haitti aðili verzlunarstörfum, fær hann alla upj>hæðina greidda og ef sjóðsaðili deyr, þá fá eftir- lifandi ættingjar innborgaða upphæð. Ekki er mögu- legt að gera sér grein fyrir |>ví að órannsökuðu máli, hversu miklar vaxtatekjurnar myndu verða, en þó er ástæða til að ætla, að þær myndu í öllu falli nægja til þess að greiða |>ann kostnað, sem þelta myndi útheimta og ef til vill einhverja vexti á innstæður. Eins og ég gat um i u]>]>hafi, er hér aðeins stiklað á stóru, en þó vænti ég þess, að menn hafi getað gert sér grein fyrir þessu málefni. Sjálfur er ég sannfærð- ur um, að slíkur sjóður gæti orðið til mikils gagns fyrir verzlunarstéttina í heild og heiti ég á stjórn Verzl- unarmannafélagsins og aðra verzlunarmenn að taka málið til athugunar. Ingvar N. Pálsson. 62 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.