Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 20
Rithöfundurinn, Agatha Christie, er gift fornleifa-
fræðingi. Hún hefur sagt, að menn í þeirri stöðu séu
beztu eiginmenn í heimi, því eldri sem konurnar eru,
því meiri áhuga hafa þeir á þeim!
Gakktu, aldrei á rnála hjá óréttlœtinu.
CHRISTEN BERG.
•
„Konan mín er dásamleg,“ gortaði maður nokkur
við kunningja sinn.
„Einn veturinn prjónaði hún sokka handa mér úr
gömlum baðfötum, sem hún átti, og nú er hún að
prjóna sér baðföt úr gömlum sokkum, er ég 0111.“
Það er ómögulegt jyrir konu að vera gijt sama
manránum í 50 ár, því að eflir fyrstu 25 áriri er hann
ekki sami ma&urinn.
READER’S DIGEST.
íri kom þjótandi inn í bjórstofu og kallaði til veit-
ingamannsins: „Bjórkrús, fljótt, áður en uppþotið
byrjar.“
Hann drakk bjórinn í botn og sagði síðan: „Ann-
an bjór, áður en uppþotið hefst.“
Hann hafði drukkið síðari bjórkrúsina til hálfs,
þegar veitingamaðurinn spurði: „Hvaða uppþot ?“
„Ég á enga peninga til að borga bjórinn með,“
svaraði írinn.
Það er gjörsamlega ómögulegt að vera ástjanginn
og skynsamur á sarna tíma,
BACON.
Eiginkonan: „0, Jón, konan í næsta húsi hefur eign-
azt nákvæmlega eins hatt og minn nýi!“
Eiginmaðurinn: „Og ég geri þá ráð fyrir, að þú
viljir kaupa þér annan nýjan?“
Eiginkonan: „Já, það er ódýrara en að fá sér nýja
íbúð“.
Læknirinn: „Hvernig stendur á því, að talan 8112
er tattóeruð á bak þitt?“
Sjúklingurinn: „Það er ekki tattóerað, heldur er
það frá því, þegar bíllinn, sem konan mín ók, lenti
á mér, á meðan ég hélt hurðinni á bílskúrnum opinni.“
Mátturinn í gájurn manns sýnir sig i því gagni, sern
máður hefur af þeim.
GOETHE.
•
Sex ungar eiginkonur, er bjuggu í sama húsinu,
lentu í hatrammri deilu, sem lyktaði með því að þær
voru allar kallaðar fyrir dómarann. Er málið var
tekið fyrir, þutu þær allar í einu uj)p að dómgrind-
unum og hófu kveinstafi sína fyrir dómaranum.
Dómarinn sat eitt augnablik ringlaður af hávaðan-
um í eiginkonunum sex, er þær sakfelldu hver aðra.
Skyndilega barði hann snöggt í borðið og bað um
hljóð. Þegar kyrrð var komin á, sagði hinn þolinmóði
dómari rólega: „Nú vil ég heyra í þeirri elztu fyrst.“
Málinu lauk þar með.
Hræsnin er löstur, er iiðhyllist dyggðina.
LA ROCHEFAUCALD.
„Frjáls Verzlun44
Útgejandi: Verziunarmannafélag Reykjavíkur.
Formaður: Guðjón Einarsson.
Ritstj.: Gunnar Magnússon og Njáll Símon-
arson.
Ritnefnd: Birgir Kjaran, form., Einar Ásmunds-
son, Geir IJallgrímsson, Gunnar Magnússon
og Njáll Símonarson.
Skrifstofa: Vonarstræti 4, 2. hæð, Reykjavík.
Sími 5293.
BORGARPRENT
72
FRJÁLS verzlun