Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 15
íslctnd. Vöruskiptajöfnuðurinn i júní- mánuði varð óhagstatður um 66,3 millj. kr. Verðmæti útfluttrar vöru nam 15,6 millj. kr., en innfluttrar 81,9 millj. kr., þar af voru skip fyrir rúmar 20 millj. kr. Það sem af er árinu hafa verið fluttar út vörur fyrir tæplega 245 millj. kr., en inn- flutningurinn á sama tíma nam um 462,5 millj. kr. Er vöruskiptajöfn- uðurinn eftir sex mánuði ársins ó- hagstæður um 217,6 millj. kr. Þann 1. júlí var undirrituð við- hótarhókun varðandi gildandi við- skiptasamning milli Islands og Vestur-Þýzkalands. Bókun þessi er um viðskipti á tímabilinu frá 1. júlí 1952 til 31. desember 1953, og eru með henni auknir möguleikar á viðskiptum milli landanna. Noregur. Þriðjungur Iandsmanna hyggir nú heint eða óbeint afkomu sína á iðn- aði (1,1 millj. manna). Er iðnaður- inn orðinn aðal-atvinnugrein Norð- manna. Næst í röðinni er landbún- aður og skógarhögg, en fiskveiðar eru sjöundu í röðinni. Norðmenn hafa gert samning við Pólverja um kaup á 450 þús. tonn af kolum og skal afhending þeirra hafa farið fram fyrir marzlok n. k. Munu Norðmenn greiða $17.62 fyr- ir smálestina af stórum kolum, en FRJÁLS VERZLUN $16.62 fyrir millistærð af kolum. Er verðið nokkuð lægra en þeir greiddu áður fyrir pólsk kol, en ef flutningsgjöld eru tekin með í reikn- inginn, þá munu kolin vera dýrari en innflutt kol frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Áætlað er, að brúttó-gjaldeyris- tekjur kaupski]>aflotans á þessu ári muni nenia 4,5 milljarð kr. (s. 1. ár 3,7 milljarð kr.), en á móti þessari upphæð kemur aukinn kostnaður í erlendum Iiöfnum, sem mun lækka gjaldeyristekjurnar niður í 2,4 milljarð kr. Stækkun skipastólsins á árinu er áætluð 643 þús. tonn, þar af munu 107 þús. tonn verða byggð innanlands. Milli 70—80% af nýju skipunum munu vera olíuflutninga- ski|). Bretland. Bretar eiga enn langt í land með að hrúa mismuninn milli inn- og út- flutnings. Utflutningurinn í maí s. I. nam 225,9 millj. £, en í mánuð- inum á undan 217,5 millj. £. Inn- flutningurinn í maí var hinsvegar 5 millj. £ minni en í apríl, en þá nam verðmæti innfluttra vara 325,5 millj. $. Utflutningurinn til Bandaríkjanna í maí nam 13,5 millj. £, sem er 18% meira en mánaðarmeðaltal þriggja fyrstu mátiuði yfirstandandi árs. Til Kanada voru fluttar út vörur fyrir II, 2 millj. £, og er það 30% aukn- ing miðað við fyrgreint tímabil. Danmörk. 1 nnf I utningur bifreiðavarahluta nam á s. 1. ári 33,6 millj. kr., á móti 28,5 millj. kr. 1950. Stafar þessi aukning aðallega af því, að sökum skorts á erlendum gjaldeyri og strangra innflutningstakmarkana hafa Danir ekki getað flutt inn nýja bíla til þess að fullnægja eftirspurn- inni. Hefur þess vegna orðið að bafa eldri bíla í notkun lengur en eðli- legt getur talizt, og viðgerðir fara sífellt vaxandi. Á þessu ári verður þó leyft að flytja inn í landið 8 þús. nýjar bifreiðir, og er það um helming meira en siðasta ár. Verð hverrar innflultrar hifreiðar má þó ekki fara fram úr £350 —. Júgóslavía. Ríkisstjórn landsins hefur á prjón- unum áætlun til skjótrar aukningar á málmframleiðslunni. í Serbíu, þar sem aðalmálmgrýtisnámurnar eru. munu þegar á þessu ári taka til starfa þrjú ný blý- og zink-iðjuver. Við Bor, þar sem reist var nýtt orku- ver á s.l. ári, mun verða hægt að auka framleiðsluna á hreinsuðum eir upp í 24 þús. tonn á ári, miðað við 14 þús. tonn 1951. Framleiðsla járngrýtis mun verða aukin til mik- illa muna á næstu tveimur árum. Þannig er þelta á öllum svið- um málmgrýtisvinnslunnar. Kev])tar hafa verið inn í landið nýjar vélar til framleiðslunnar, verksmiðjur byggðar og orkuver reist. i 67

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.