Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 7
kleift hátekjumönnum. í þriðja lagi er um fleiri far- kosti að ræða í ár en nokkurntíma áður. T. d. er gert ráð fyrir 100 flugferðum á viku hverri í sumar frá Bandaríkjunum austur yfir haf til Evrópulanda. Þá hafa stóru skipafélögin upp á meira og betra farrými að bjóða nú en áður, og má þar nefna m. a. hið nýja og glæsilega hafskip, United States, sem fór jómfrúar- ferð sína frá New York 3. júlí s.l. Allt þetta hefur haft sitt að segja til að auka ferða- mannastrauminn til Evrópu. Þá hafa auknar tekjur og aukin sparifjársöfnun millistéttarmannsins átt stór- an þátt í því, að hann hefur ráðist í lengri ferðalög en hann hefur hingað til getað veitt sér. Sömuleiðis stefnir að því að lengja sumarfrí launþeganna. Fleiri dollarar til Norðurlanda. Og hvert fara svo þessir bandarísku ferðalangar til að eyða sínum dollurum? Frakkland og England virð- ast vera í mestu uppáhaldi hjá bróðurpartinum, en mörg önnur Vestur-Evrópulönd virðast vera skæðir keppinautar. Mikill fjöldi ferðamanna mun heimsækja Norðurlöndin í samhandi við Olympísku leikana, og er ekki ósennilegt að dollaratekjur frændþjóðanna vaxi til mikilla muna í sumar. 1 fyrra urðu gjaldeyristekjur Norðmanna í sambandi við heimsóknir bandarískra ferðamanna sem svarar 70 milljónum íslenzkra kióna. en búast má við töluvert meiri tekjum í ár. Annars háir hótelskortur mjög öllum móttökum erlendra ferða- manna á Norðurlöndum. enda þótt ástandið þar sé ekki eins bágborið og hér hjá okkur islendingum. Þrátt fyrir það, að byggt hafi verið talsvert al’ nýjum hótel- um á Norðurlöndum eftir stríð, þá geta þau hvergi nærri fullnægt eftirspurn, enda eykst ferðamanna- straumurinn þangað ár frá ári. italía hefur upp á margt að hjóða, sem laðar að sér ferðamenn. Náttúrufegurð, forn listaverk og rómantískt andrúmsloft seiða til sín mikinn fjölda erlendra ferða- manna ár hvert. Þá hefur Itölum tekizt að leysa hótel- vandamálin að miklu leyti og standa í þeini efnum framar öðrum Evrópuþjóðum. Frá því árið 1949 hafa verið reisl yfir 2000 hótel á ltalíu, og er hótelher- bergjafjöldinn í landinu 17% meiri nú en fyrir stríð. Flest hinna nýju hótela fullnægja ströngustu kröfum ferðamannsins, enda sækjast Bandaríkjamenn nú mjög eftir ferðum til Ítalíu. Vestur-Þýzkaland er nú aftur að verða fjölsótt ferðamannaland, og er búist við, að Bandarxkjamenn fjölmenni þangað á þessu sumri. Ferða- og hótelskil- yrði balna stöðugt, og gera Þjóðverjar sér mjög far um að laða að sér erlenda ferðamenn. Spánn sá fleiri bandaríska ferðamenn s. 1. ár en nokkru sinni fyrr og í ár er búist við mikiili aukningu, einkum þar sem sérítakt ferðamannagengi hefur verið sett á laggirnar, sem er hagstæðara en annað gengi. Þá hafa nýjar hótelbyggingar verið reistar og eldri hótel endurbætt. Júgóslavía reynir nú eftir megni að afla sér gjaldeyr- istekna með þvi að fá erlenda ferðamenn til að heim- sækja landið. Sérstaklega sækjast Júgóslavar eftir Bandaríkjamönnum, því dollaraforði landsins er af skornum skammti. Flugsamgöngur milli Júgóslavíu og Vestur-Evrópulanda hafa verið bættar mjög að undan- förnu með hliðsjón að auknum ferðalögum útlendinga til landsins. ísland rekur lestina. Ekki er enn tímabært að telja Island með ferða- mannalöndum Evrópu, jafnvel þótt við fáum sennilega fleiri heimsóknir erlendra ferðamanna í ár en við höf- um átt að venjast áður. Er hér einkum tvennt, sem veldur. I fyrsta lagi höfum við ekki lök á að taka á móti miklum ferðamannastraum sökum skorts á heppi- legum gistihúsum. 1 öðru lagi hefur sáralítið verið gert af því að auglýsa Island sem ferðamannaland á erlendum vettvangi, og má segja að það sé eins gott á rneðan núverandi ófremdarástand ríkir í gistihúsamál- um okkar. Mikið hefur verið skrifað og skrafað um þessi mál, en þó virðist ekki rofa fyrir neinni lausn á þeim eins og sakir standa. Vonandi sannfærast ráða- menn þjóðarinnar um það fyrr en seinna, að við svo lxúið má ekki lengur sitja. Við höfum engin efni á því að sitja hjá og sjá nágrannaþjóðirnar raka saman eft- irsóttum gjaldeyri, sem erlendir ferðamenn færa þeinx árlega, á meðan við getum byggt upp álitlegan atvinnu- veg, er koma myndi í góðar þarfir, þegar aðrir bregð- ast. Ef menn eru samlaka, hlýtur að vera hægt að lyfta því Grettistaki, sem á vantar til að leysa þetta aðkall- andi mál. ns. Ástin er eins og œtisveppur. Þú vei-r.t aldrei. hvort hann er œtur jyr en þafj er um seinan. SegSu jólki ekki neitt leyndarmál, þií a'ð þaS líkist þér meira en þig grunar. OTTO WEISS. • Hamingjunni svipar til konunnar, hún dregtir taum æskunnar, sem er djörf og vill drottna. MACHIAVELDI. FRJÁLS VERZLUN 59

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.