Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 5
,,Frá liðnum dögum“ & VERZLUN JES ZIMSEN í Hafnarstræti 23 á árunum 1912 - 13 Talið frá vinstri: Haraldur Sík- urðsson, Jes Zimsen, Friðrik Hjarnason (snýr baki við) os: off Pétur M. Hoffmann. flugvélum eða skipum til útlauda og síðan áfram með hverju því farartæki, sem viðskiptavinurinn óskar að ferðast með, og reynum við að haga ferðaáætluninni þannig, að sem allra minnstur tími fari í óarðbæra og þreytandi bið á viðkomustöðum. Sömuleiðis sjáum við um pöntun á hótelherbergjum svo og vegabréfaárit- anir, sem oft geta verið tafsamar og valdið ferðamann- inum örðugleikum. Eru þá ekki gjöld ykkar iyrir slíka þjónustu há? Nei, það er öðru nær. Þeir viðskiptavinir, sem kau])a hjá okkur fa'rreðla til fararinnar fá alla fyrirgreiðslu ókeypis. Og að gefnu tilefni vil ég biðja yður að gela þess, að Orlof leggur ekkert aukagjald á farseðla. Þeir kosta nákvæmlega það sama hjá okkur og á skrifstof- um skipa- og flugfélaga. Á Orlof ekki von á erlendum ferðamannahópum til landsins í sumar? Nei. Samkvæmt lögum þeim, sem ég gat um áður, má Ferðaskrifstofa ríkisins ein taka á móti erlendum ferðamönnum. Valda ekki gjaldeyrismálin örðugleikum hvað snertir ferðalög íslendinga til útlanda? Jú, því miður eru gjaldeyrisaðstæðurnar hinar örð- ugustu. Það versta er, að hér virðast margir hafa þá skoðun, að ferðalög séu einhver óþarfa munaður, er helzt beri að stemma stigu við. Þelta er í hæsta máta ólíkt því, sem tíðkast með vestrænum frelsisunnandi menningarþjóðum, þar sem það þykja sjálfsögð rétt- indi, að þegnarnir fái gjaldeyri til ferðalaga, þrátt fyrir það, að sumar þessara þjóða búi við ekki minni örðugleika í gjaldeyrismálum en við íslendingar. Ásbjörn Magnússon sýnir okkur nú hin vistlegu húsakynni Orlofs, þar sem auglýsingaspjöld í öllum regnbogans litum og frá hinuin ólikustu stöðum blasa við þeim, sem inn koma. Hér er margt um manninn. erlendir sem innlendir viðskiptamenn. og getur maður ekki betur séð en menn fái greið og góð svör við hin- um margvísleguslu spurningum. Ung, íslenzk blóma- rós spyr um ferðir til Casablanca, kunnur kaupsýslu- maður óskar upplýsinga um fargjiild til Kúba, banda- rísk hjón hafa hug á ferðast um landið og spyrjast fyrir um, hvernig bezt væri að haga sínum ferðum. Síminn hringir og spurt er um Ásbjörn. Við ákveð- um því að tefja hann ekki lengur, því nóg er að gera. Sannfærðir um, að almenningur hafi verið ótrúlega fljótur að átta sig á notagildi slíkrar stofnunar sem Orlofs, kveðjum við Ásbjörn og óskum honum og fyr- irtæki hans heilla í framtíðinni í von um að Orlof megi verða ofurlítil fróun fyrir útþrá og ferðafísn íslend- inga. FRJÁLSVERZLUN 57

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.