Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 3
um, að útvegsmenn komu með ágætan fiillverkaðan ,.klipfisk“ til verzlunar hans, sem þeir höfðu verkað heima hjá sér.“ Sumarið 1781 voru flutt út frá Patreksfirði 130 skp. af fullverkuðum „klipfiski“, verkuðum eftir Terraneufsaðferð, en það haust fiskaðist svo vel í fjörðum og víkum vestra, að um nýjár 1782 var Hölter húinn að fá 520 skp. af blautum saltfiski, sem átti að þurrka til útflutnings um vorið. — Fyrir sérstakan dugnað í því að koma þessari bættu fiskverkunarað- ferð á, sem varðaði svo mjög hag almennings, sæmdi „Hið íslenzka Lærdómslistafélag“ Hiilter kaupmann verðlaunapeningi úr gulli, ,,sem fullverðskuldað heið- urs- og virðingarmerki.411) Peder Hiilter keypti ekki verzlunarstað sinn á Vatn- eyri, en gekk í félag við Didrich liróður sinn um kaup á Stykkishólmsverzlun. Eftir það fluttist hann svo suður í Hólm og svo síðar til Kaupmannahafnar. Hann var giftur danskri konu og voru þau barnlaus. — Peder Hölter varð ekki gamall maður, aðeins 56 ára, og fórst með skipi sínu við Hafnarskeið. þegar liann var á útsiglingu hauslið 1806. Skipið rak á land í ofsaveðri og komust allir menn í bátinn nema Hölter, en hann var afarfeitur maður og því orðinn þungfær. Hann varð eftir í skipinu og meðan brimið gekk yfir það, stóð hann lengi á þilfarinu, en örmagn- aðist um síðir, og þegar veðrinu slotaði fannst hann króknaður. — Espólín segir, að hann hafi verið skör- ungur og gildur maður, og rausnarmaður mikill.2) Didrieh Hölter var, eins og áður er getið, bróðir Peder Hiilter. Hann var verzlunarstjóri konungsvezl- unarinnar í Stykkishólmi, þegar verzlunin hætti, og keypti verzlunarstaðinn þar í félagi við bróður sinn. Hann var einn elzti starfsmaður verzlunarinnar og hafði verið 37 ár í þjónustu hennar, þar af síðustu 13 árin verzlunarstjóri í Spákonufellshöfða ('Skaga- strönd) og Stykkishólmi.3) Fyrirrennari Didrich Hölters í verzlunarstjórastöð- unni í Stykkishólmi var danskur maður, Nicolai Hof- gaard að nafni, og er einkennileg þjóðsaga sögð í sam- bandi við dauða hans.4) I kauptúninu hafði horfið hani og ekki fundizt fyrr en eflir 4 eða 5 daga og átti þá að hafa orpið eggi. Skömmu síðar varð Hofgaard veikur og var því kennt um, að hann hefði látið steikja handa sér þennan hana. Þegar hann hafði legið í hálfan mánuð, var sent eftir Bjarna Pálssyni land- ---------- . T#TT1 1) Sbr. Rit Hins ísl. Lærdómslistafélags 1783, bls. 291. 2) Espólin: Árbækur XII, I. 3) Pontopidan: Handelsmagasiner. 4) Crímsstaðaannáll .1. S. 136 4to. lækni, alla leið suður í Nes við Seltjörn, og kom hann vestur. Um nóttina dó Hofgaard og var jarðaður á Helgafelli í byrjun september 1763. — í Helgafells- kirkju er stór koparskjöldur yfir kirkjudyrunum og er þar á grafskrift yfir þennan mæta mann. — Fyrstu árin, sem Didrich var sjálfstæður kaupmað- ur, var hann búsettur í Stykkishólmi og efnaðist þá drjúgum, því að hann var hagsýnn kaupmaður, en um leið orðlagt valmenni. Síðar Huttist hann til Kaup- mannahafnar og dó þar. Eftir dauða hans tók Peder bróðir hans við Stykkishólmsverzlun og rak hana einn meðan hann lifði, en þegar hann drukknaði 1806, keypti Ólafur Thorlacius á Bíldudal hana og tók Bogi Benediktsen við lienni. — Verzlunarstjóri Höllers-bræðra í Stykkishólmi var Páll Oddsron Hjaltalín, bróðir síra Jóns á Breiða- bólsstað og Hans Hjallalín kau[)manns á Stapa. Hann var mjög mikilsvirlur maður og bjó í Grunnasundsnesi, en í landi þeirrar jarðar hefur kaupstaðurinn bvggzt. Hölters-bræður voru þrír: Peder, Didrich og Lars, sem var beykir í Grundarfjarðarkaujjstað, en bjó síðar í Melrakkaey fyrir utan Stykkishólm og dó þar. Af tveimur bræðranna eru ættir komnar hér á landi. Martha, dóttir Didrichs, sem var góð kona,') giftist Stefáni amtmanni Stephensen á Hvanneyri, en hann var, eins og kunnugt er, einn sona Olafs stiflamt- manns. Af þeim eru komnir Stephensenarnir í Dan- mörku. þ. á. m. Westy Stephensen þjóðbankastjóri, og svo var síra Hannes Stephensen á Innra-Hólmi sonur þeirra. — Lars Hölter var giftur íslenzkri konu af göfugum ættum, Guðrúnu Þorbergsdóttur, og áttu þau 2 dætur, en af þeim eru góðar ættir komnar hér á landi. f sambandi við tilraunir Peder Hölter á Patreks- firði til bættrar fiskverkunar má geta þess, að fleiri verzlunarstjórar einokunarverzlunarinnar á Vestfjörð- um fetuðu í fótspor hans; þannig var það með Didrich Petersen á Bíldudal. Hann beitti sér mjög fyrir bættri verkun á fiski í Arnarfirði og tók upp þá nýbreytni að veita sjómönnum verðlaun fyrir bezta „klipfisk“-verk- un. Verðlaunin voru 10—11 lld. lil þeirra, sem verk- uðu bezt fisk sinn. — Þetta mun vera fyrsta ástæðan til þess, að saltfiskur frá Bíldudal þótli bera af öllum öðrum fiski og það svo, að jafnvel allur velverkaður fiskur frá íslandi fékk heitið „Bíldahlsklipfisk.“ Did- rich Petersen fékk verðlaun frá „Hinu íslenzka Lær- dómslistafélagi“ fyrir þessa framtakssemi sína, og var það stærsti verðlaunapeningur félgsins úr silfri.0) 5) Espólín: Árbækur XII, I. 6) Rii Hins ísl. La'rdómslistafélaíís 1785, l)ls. 300. FRJÁLS VERZLUN 55

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.