Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 11
Úr sögu Ijósmyndatækninnar : Þróun GEVAERT Ijósmyndavöruverksmiðjanna Árið 1894 hóf Liéven Gevaert, sem þá var rúmlega tvítugur að aldri, framleiðslu og stórsölu á ljósmvnda- páppír við rue Anselmo í Antwerpen. Áður en hann hóf framleiðslu sína, hafði hann fengið viðurkenningu fjölda ljósmyndara fyrir ágæti þess ljósmyndapappírs, sem hann vann við að framleiða. Framleiðslan var í byrjun eingöngu unnin sem handverk, og fáar hendur unnu þar erfitt verk. En þróunin var ör, og hann varð brátt að útvega sér betri húsakynni fyrir hina hraðvaxandi ljósmyndapappírs- framleiðslu. Árið 1900 hóf hann að byggja á því landsvæði. þar sem Geraert-verksmiðjurnar breiða nú úr sér, en það er við Mortsel, rétt utan við Antwer|)en. Það er í raun og veru mjög sögulegt að virða fyrir sér hinar miklu verk- smiðjubyggingar, sem hafa aukizt næsta ólrúlega á síðustu 50 árum. Stóriðja, sem í dag hefur 5.500 manns í vinnu, hafði 5 starfsmenn árið 1904 Verksmiðjan nær nú yfir 167.000 fermetra landsvæði, og er hún út- húin fullkomnustu tækjum til framleiðslu á filmum, plötúm og pappír. Hún er að mestu leyti sjálfri sér nóg, þ.e.a.s., hún hefur sín eigin „véla“-verkstæði, efnaverk- smiðjur, eigin ]>rentsmiðjur og pa|)|)aframleiðslu, tré- smiðju o.fl., o.fl. I borginni Heultje er ný verksmiðja lilheyrandi Gevaert, sem framleiðir celluloid og alls- konar efnivörur fyrir Ijósmyndara. Þar að auki á Gevaert verksmiðjur í mörgum löndum, og umboðs- menn eru í flestum löndum heims. Framleiðsla fyrsta flokks ljósmyndavarnings krefst fullkominnar nákvæmni og fjölda margbrotinna framleiðsluaðferða. Það er fróðlegt að skoða sig um í hinum ýmsu og mjög ólíku salarkynnum Gevoerí-verksmiðjanna, þar sem þúsundir handa vinna í daufri ljósglætu frá rauð- Ivióven (lovaert (18fi8—1985K um og grænum lömpum myrkraherbergjanna. Loftið er mjög stöðugt, en sérhver vinnusalur hefur sitt ákveðna „loftslag,“ hita og raka, og er loftið hreinsað með þar til gerðum „filterum“ mjög nákvæmlega. Rör og aðrar leiðslur liggja eins og net umhverfis allt verksmiðjusvæðið og framleiða hita og kulda eftir því, sem við á í hverri byggingu. Allan sólarhringinn ganga aflgjafar verksmiðjunn- ar, vélárnar, þúsundir verksmiðjufólks vinna, hver við FRJÁLS VERZLUN 63

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.