Frjáls verslun - 01.06.1952, Blaðsíða 4
FYRSTA ALÞJÓÐLEGA FERÐASKRIFSTOFAN
Á í S L A N D I
Það má teljasl furðulegt, að ekki skuli hafa verið
starfandi alþjóðleg ferðaskrifstofa á Islandi, þegar
tekið er tillit til þess, hve Islendingar ferðast mikið ti!
útlanda ár hvert og í stöðugt vaxandi mæli.
En nú hefur hlutafélagið Orlof ráðið hót á þessari
vöntun á aðstoð og fyrirgreiðslu við íslenzka ferða-
menn, er hyggja á utanferðir, og opnað fullkomna
ferðaskrifstofu að Hafnarstræti 21 í Reykjavík. Til að
veita fyrirtækinu forstöðu hefur verið ráðinn Ásbjörn
Magnússon, sem um margra ára skeið var fulltrúi ís-
lenzku flugfélaganna í Danmörku og kynnt hefur sér
til hlítar rekstur alþjóðlegra ferðaskrifstofa.
FRJÁLSRí VERZLUN þótti hlýða að gefa lesend-
um sínum tækifæri til að kynnast nánar starfsemi og
fyrirætlunum þessa nýja fyrirtækis og kom því að máli
við framkvæmdastjórann, Ásbjörn Magnússon.
Mér skilst, að hlutafélagið Orlof sé ekki alveg
nýstofnað?
Það er rétt. H.f. Orlof var stofnað í ársbyrjun 1946
með það fyrir augum að opna hið bráðasta ferðaskrif-
stofu, sem starfaði á alþjóðlegum vettvangi að móttöku
erlendra ferðamanna hér, svo og að skipulagningu ferða
fyrir einstaklinga og hópa bæði hér innanlands og til
útlanda.
Strax eftir stofnun félagsins leitaði stjórn Orlofs
fyrir sér um leigu á skipum eða flugvélum til fluln-
ings á ferðafólki til og frá íslandi. En þegar þessar
tilraunir báru engan árangur hér innanlands, var leit-
að til útlanda. En sökum hins mikla skorts á sam-
göngu- og flutningatækjum eftir hina þá nýafstöðnu
styrjöld, báru þær tilraunir ekki neinn árangur.
Ákvað því stjórn félagsins að fresta framkvæmdum
uin sinn, þar til ástand það, sem þá var ríkjandi í
samgöngumálum heimsins breyttist til batnaðar.
En á næsta ári voru á Alþingi samþykkt lög, sem
veittu Ferðaskrifstofu ríkisins einkaheimild til mót-
töku erlendra ferðamarma.
Þessi ráðstöfun varð til þess, að stjórn Orlofs frest-
aði öllum frekari framkvæmdum. Hefur starfsemin
leigið niðri þar til nú fyrir stullu, að tölverðar hreyt-
ingar urðu á stjórn H. f. Orlofs.
Hin nýkjörna stjórn ákvað að draga ekki lengur að
opna skrifstofu og tók á leigu húsnæði í því skyni.
Teljið þér eitir þeirri reynslu, sem fengin er af
staríinu í þessa tvo mánuði, að þörf hafi veriS á
sliku fyrirtœki?
Ef dæma má eftir þeirri aðsókn, sem verið hefur
allt frá opnunardegi, álít ég að þörfin hafi verið orðin
næsta brýn. Enda má það teljast ofur skiljanlegt, því
að slík stofnun sem þessi sparar mönnum bæði líma
og peninga, auk þess sem hún með upplýsingum og
ráðleggingum gefur viðskiptavinum sínum kost á
ferðalögum, sem þeir annars hefðu alls ekki getað
veitt sér í stuttu fríi.
Hvers konar fólk leitar helzt til skrifstofunnar?
Er það ekki einkum fólk, sem fer utan í fyrsta sinn?
Til okkar leita fyrst og fremst hinir vönustu ferða-
menn, sem af reynslu sinni vita, hve dýrt og tímafrekt
það er að hlaupa milli afgreiðslu skipa, járnhrautar-
stöðva og flugfélaga hér heima og erlendis. Fer það
mjög í vöxt, að þeir hringi til okkar og tjái okkur,
hvenær og hvert þeir þurfi að fara og biðji okkur að
skipuleggja fyrir sig ferðina. Við sjáum þá um allan
nauðsynlegan undirbúning, svo sem pönlun á fari með
56
FRJÁLS VERZLUN