Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.08.1954, Blaðsíða 4
Verzlunarfyrirtækið Helgi Magnússon & Co. var stofnað órið 1907. Það var fyrst til húsa í Banka- stræti 6, en var flutt árið 1926 í ný húsakynni við Hafnarstræti 19 og hefur verið þar til húsa síðan. Þess má geta, að Verzlunarskóli Islands hóf starf- semi sína í timburhúsinu þar, en síðar var byggt steinhús framan við gamla húsið og það samein- að því. Stofnendur fyrirtækisins voru þeir Helgi Magnússon og Kjartan Gunnlaugsson, en síðar gerðist Knud Zimsen félagi þeirra. Núverandi aðal- eigendur eru Helgi Magnússon og Halldór ICjart- ansson. Nýlega hafa farið fram gagngerar breytingar á húsakynnum fyrirtækisins. Hefur verzluninni verið skipt í deildir, jafnframt því að aukið hefur verið við vörutegundir þær, sem þar eru á boðstólum. Nú er hægt að fá þar ýmis konar rafmagnsvörur, málningarvörur og smávörur til bygginga, auk miðstöðva- og hreinlætistækja, er upphaflega voru sérgrein verzlunarinnar. í afgreiðslusalnum hefur verið komið fyrir á smekklegan hátt fullkomnu nýtízku eldhúsi með öllum þeim tækjum, sem þar eiga heima og á boð- stólum eru, svo og baðherbergi. Framkvæmdastjóri verzlunarinnar er nú Magnús Helgason. þekkingu, þar sem unnt væri að búa sig undir sveiflumar með meiri fyrirvara og draga úr1 skerpu þeirra. — Ég hef talið þarflaust — í grein svo almenns eðlis sem þessi er— að nefna forsendur, og gera ráð fyrir ákveðinnni stöðu vissra grundvallar- atriða í þeim lilgangi að' gera þá einfaldari með- ferðar. — Til dæmis hefi ég ekki nefnt, að nær eingöngu er miðað við aðstæður í því þjóðfélagi, er \7ið heyrum til, þar sem efnahagskerfið bygg- ist á viðskiptalegu og pólitísku frelsi, þar sem einstaklingurinn er fyrst og fremst einstaklingur en ekki aðeins brot. úr heildir ,:i. — En það er ekki þar með sagt, að markaðsþekking (á innan- landsmarkaði) sé ekki eins mikilvæg í kommún- istísku þjóðfélagi, enda þótt orðið frelsi (í við- skiptalegri og pólitískri merkingu) sé skírgreint á annan hátt og þar sem hlutverk einstaklings- ins í uppbyggingu markaðsins er allt annað. — 80 FRJALS VEUZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.