Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Side 2

Frjáls verslun - 01.06.1958, Side 2
VALDIMAR KRISTINSSON: Jafnvægi í byggð landsins og fjölgun þjóðarinnar í þessari grein er rætt um dreifingu byggðarinnar á Islandi. Fyrst eru rakin nokkur almenn atriði, síðan er vikið að núverandi íbúafjölda og hugsan- legri fjölgun og að lokum rætt um, hvað framtíðin kann að bera í skauti sínu. I. m fátt hefur verið meira rætt og ritað á Islandi á undanförnum árum en þær breyt- ingar, sem orðið hafa á byggð landsins síðustu áratugina, þó einkum eftir 1940. Fáir gera tilraun til að skýra, hvað átt sé við með þessu „jafn- vægi“, og er því merking hugtaksins nokkuð á reiki. Avallt mun þó átt við, að á suðvestur- horni landsins, og þá einkum í Reykjavík og nágrenni, búi of stór hluti þjóðarinnar. Á hinn bóginn þurfi að fjölga í öðrum landshlutum, einkum á Norður- og Austurlandi. Menn verða þó að gera sér ljóst, að margir myndu einmitt kalla það „jafnvægi í byggðinni“, ef hún dreifðist þannig, að allir landsmenn hefðu næga atvinnu og sem jöfnust tækifæri til að nýta starfskrafta sína. En vegna mismunandi landkosta og annarrar aðstöðu, myndi þetta vissulega ekki þurfa að tákna neitt „jafnvægi“ í þeirri merkingu, sem mest mun um það rætt. Engum getur dottið í hug, að álíka margt fólk eigi alltaf að búa í hverjum landsfjórðungi. Slíkt væri fáránleg hugmynd, því að þéttbýlið verður fyrst og fremst að ákvarðast af þeim atvinnuskilyrðum, sem eru á hverjum stað. Litlu rökréttara sýnist, að miða við eitthvert tiltekið tímabil eða áratal í fortíðinni og halda því fram, að reynt skuli að ná aftur og halda við því hlutfalli, sem þá var milli búsetu manna á hin- um ýmsu stöðum á landinu. Sífelld breyting á atvinnuháttum gerir slík sjónarmið óraunhæf. Þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir á þessum málum, sem svo mörgum öðrum, munu flestir landsmenn geta fallizt á, að hið mikla tal um „jafnvægisleysi í byggðinni“ eigi nokkurn rétt á sér, en vafalaust er það mjög blandað tilfinn- ingasemi og jafnvel sérhagsmunabaráttu, sem ekki getur samrýmzt því takmarki að gera veg þjóðarinnar sem mestan og beztan á hverjum tíma, í efnahags- og menningarmálum. Sumir talsmenn hinna fámennari byggðarlaga hafa lýst því yfir, að ekkert valdi þeim meiri áhyggjum en hinn mikli fólksflótti til Faxaflóa- svæðisins. Þess ber þó að minnast, að borgir liafa lengi haft mikið aðdráttarafl. Stofnanir og atvinnufyrirtæki lilaða öðrum slíkum utan á sig, ef svo mætti segja. Fjölbreyttur og vax- andi vinnumarkaður er eftirsóknarverður í flestra augum, og því liggur straumurinn svo mjög til borganna. Þetta er vissulega ekkert séreinkenni á íslendingum, þróunin hefur verið liin sama í flestum löndum heims, enda er mynd- un borga ein helzta undirstaða þróunar nútíma atvinnuhátta. Svo eru önnur atriði, sem senni- lega skipta ekki minna máli en vinnumarkaður- inn. Aðdráttarafl borga er einnig fólgið í fjöl- breyttu skemmtanalífi þeirra, góðri aðstöðu til menntunar og ýmiss konar menningarstarfsemi, sem þær hafa upp á að bjóða. Myndun þéttbýlis Þegar fjölbreytni í atvinnulífi tók að skapast á íslandi, sem gerði myndun þéttbýlis mögulega og nauðsynlega, tóku nokkrir bæir að myndast. Reykjavík var frá upphafi langstærst og varð einasta borg landsins, en af augljósum ástæð- um, þ. e. vegna fámennis, hafa þær ekki enn orðið fleiri. Ekki verður því mótmælt, að þjóð- inni var lífsnauðsyn að skapa einhverja borgar- menningu, án hennar byggju hér nú fáir aðrir 2 FIIJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.