Frjáls verslun - 01.06.1958, Síða 4
fækkað verulega í héruðnum umhverfis Breiða-
fjörð og á Vestfjörðum. Töluvert hefur fjölgað
á Norðurlandi, en nær öll sú íjölgun hefur kom-
ið á Akureyri og Siglufjörð. A Austurlandi hefur
íbúafjöldinn svo til staðið í stað, en nokkuð
fjölgað á Suðurlandi, þar hefði þó fækkað ef
Vestmannaeyjar væru ekki taldar með.
Flestir þeir, sem ræða um „jafnvægisleysi“ í
byggð landsins, telja að „öfugþróun“ hafi eink-
um byrjað eftir 1940, enda hafa fólksflutningar
milli landshluta verið langmestir síðan j)á. Síð-
asta hálfan annan áratuginn hefur hvergi fjölg-
að, svo nokkru nemi, utan byggðanna við sunn-
anverðan Faxaflóa, nema á Akureyri og í Arnes-
sýslu. Varla mun nokkur hafa áhyggjur út af
fjölgun á þessum stöðum, jafnvel ekki þótt lnin
hefði orðið miklu meiri. Fjölgunin á Akranesi
mun tæplega heldur valda verulegum áhyggj-
um. En þá er eftir Reykjavík og nágrenni og
Suðurnes. Mun nú sýnt á töflu hvað raunveru-
lega hefur gerzt á þessum stöðum, „síðan byggð
tók að raskast verulega“, eins og svo margir
komast að orði.
Reykjctvík og nágrenni
Fyrst er tekinn saman íbúafjöldi Reykjavík-
ur, Hafnarfjarðar og nærliggjandi hreppa. Gera
má ráð fyrir, að meira og minna samfelld byggð
verði á þessu svæði um næstu aldamót, enda
myndar það nú þegar efnahagslega heild. í þessu
sambandi skiptir það litlu máli, þótt Hafnar-
fjörður verði áfram stjálfstætt bæjarfélag. Síðan
er lagður saman íbúafjöldi Reykjavíkur, Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og kaupstaðanna á svæð-
inu, en þarna hefur hin margumtalaða „óeðli-
lega“ fjölgun átt sér stað. I báðum tilfellunum
er gerður samanburður við íbúafjölda alls lands-
ins.
íbúafjöldi 1940, 1950 og 1956
Árslok '40 Árslok '50 1. des. '56
Reykjavík 38.196 55.980 65.305
Hafnarfjörður 3.686 5.055 6.235
Kópavogur (206) 1.652 i 4.344
Garðahreppur 379 534 802
Bessastaðahreppur 120 158 151
Seltjarnarneshreppur 627 676 940
Samtals 43.008 64.055 77.777
Hundraðshluti af
heildaríbúafjölda. 35,4% 44,4% 47,8%
1) Kópavogshreppur
Reykjavík 38.196 55.980 65.305
Hafnarfjörður 3.686 5.055 6.235
Kópavogur (206) (1.652) 4.344
Keflavík (1.316) 2.383 3.924
Gullbr.- og Ivjósars. 5.578 6.720 6.983
Samtals 47.460 70.138 86.791
Hundraðshluti af
heildaríbúafjölda 39,1% 48,6% 53,3%
Allt landið 121.474 144.293 162.700
Erfitt er að spá um framtíðar-íbúafjölda þess-
ara staða, en ekki sýnist óeðlilegt að gera ráð
fyrir, að íbúar í Reykjavík og Hafnarfirði muni
verða 160—170 þúsund um næstu aldamót, eða
allt að því helmingur landsmanna. Með þessu
er þó gert ráð fyrir að aðstreymið til bæjarins
hætti að mestu leyti, en eðlileg hlutdeild í heild-
arfjölguninni, miðað við núverandi mann-
fjölda, haldist. Mjög fer það eftir atvinnuskil-
yrðum í öðrum landshlutum hver þróunin verð-
ur. Taki einhverjir bæir að vaxa verulega, er
ekki óhugsandi að höfuðborgin minnki eitthvað,
borið saman við heildaríbúafjöldann, en hitt er
einnig vel hugsanlegt, að um aldamótin búi
55—60% þjóðarinnar í Reykjavík og nágrenni.
Framtíð Keflavíkur er nokkuð óljós. Þar og
í Njarðvíkum bjuggu 4.974 liinn 1. des. 1956
og hafði íjölgað um 237 á árinu. Nálægðin við
flugvöllinn og væntanlega landshöfn ætti að
leiða af sér l'jölbreytt atvinnuskilyrði. Er ekki
ólíklegt að Keflavík og Njarðvíkur verði að
6—7 þús. inanna bæ áður en mjög langt um
líður. Annars staðar í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu virðist síður ástæða til að gera ráð fyrir
verulegri fjölgun íbúanna.
III.
Stórbættar samgöngur síðustu áratuga eru
ein helzta undirstaða undir verkaskiptingunni,
sem hefur skapazt milli bæja og sveita, og í
nútímaþjóðfélagi er fólkið háð hvert öðru á ótrú-
lega mörgum sviðum, þess vegna getur land-
búnaður (og þá einkum mjólkurframleiðsla) ekki
blómgazt á eðlilegan hátt nema bæir eða borg
sé í nágrenninu. Þetta á sérstaklega við á Islandi,
ef menn hafa ekki trú á að landbúnaðarfram-
leiðsla til útflutnings eigi mikla framtíð fyrir
sér.
Undirstaðan, sem hvers konar jafnvægi í
Framh. ó bls. 20
4
frjáls verzlun