Frjáls verslun - 01.06.1958, Page 5
Sigurgeir Sigurjónsson lirl.:
Vörumerkið og þýðing þess
í verzlun og viðskipium
Enda þótt gera megi ráð fyrir því, að flestir
hafi gert sér nokkra grein fyrir þýðingu vöru-
merkja í sambandi við sölumátt þeirra á sam-
keppnissviðinu, þá er ég þó alls ekki viss um,
að menn geri sér almennt fyllilega grein fyrir
því, hversu vörumerkið er að ýmsu leyti mikill
þáttur í öllu daglegu lífi manna nú á tímum.
Segja má, að svo að segja hver maður sé frá
því að hann vaknar á morgnana og þar til hann
sofnar á kvöldin í sífelldri snertingu við einhver
vörumerki.
Ég las um daginn auglýsingu, sem var á þessa
leið: „Dagurinn þyrjar vel með Gillette“. Mér
datt. því í hug, að nota þessa auglýsingu, sem
tilefni þess, að rekja hér nokkur vörumerki, sem
kunna að verða á vegi manns frá því að maður
rakar sig á morgnana og þar til maður kemur
heim úr vinnunni að kvöldi. — Eg vil þó taka
það skýrt fram, að þau vörumerki, sem nefnd
verða eru alls ekki nefnd í auglýsingaskyni, lield-
ur aðeins tekin af handahófi.
Eftir að hafa rakað sig með Gillette er ekki
ólíklegt, að maður bursti á sér tennurnar með
Colgate eða Pepsodent. Síðan ber maður e. t. v.
í hár sitt Brylcreem eða Old Spice. Maður held-
ur áfram að klæða sig og fer t. d. í Novia eða
Estrella skyrtu og hnýtir á sig Jaco cða Botany
bindi. Við lítum á Omega úrið okkar og flýtum
okkur fram í eldhús til þess að fá okkur
Blöndahls eða Braga kaffi með Ludvig Davids
kaffibæti. Við smyrjum okkur Lorelei kex með
Sanitas sultu og fáum okkur svo á eftir annað-
hvort Chesterfield eða Camel, en ekki er ólík-
legt að við kveikjum í sígarettunni annaðhvort
með Ronson eða Zippo. — Þegar við höfum
matazt setjuin við svo upp Battersby eða Borsa-
lino og ef við erum svo heppnir að eiga bifreið,
þá ökum við í vörumerkjunum Ford, Chervolet,
Buick eða SJcoda. — Þegar við komum niður á
skrifstofuna og höfum opnað dyrnar með Yale
lyklinum, þá tökum við að skrifa bréfin okkar,
annaðhvort með Slieajjer, Parlcer eða Pelikan.
— Aðrir eru þeir, er kunna betur við að lesa
bréfin fyrir t. d. á Dictajon eða Grundig, en vél-
ritunarstúlkan tekur við og skrifar bréfin á
Remington, Rheinmetall eða IBM. — Að loknu
erfiðu dagsverki er kannske ekki úr vegi að fá
sér einhverja hressingu og eigi það að vera eitt-
hvað sterkt, þá drekkum við vörumerkin BlacJc
& White, JoJmnie Walker eða Gordons Dry
Gin.
Þannig hefur þá dagurinn liðið í sífelldri snert-
ingu við einhver vörumerki, frá morgni til kvölds,
og voru þó færri vörumerki tilgreind, en hægt
væri að nefna.
Uppruni vörumerkja.
Notkun vöruinerkja er ævagömul. Ekki er
þó hægt með neinni fullri vissu, að fullyrða
hvenær menn tóku fyrst upp notkun þeirra. Víst
er þó, að Forn-Grikkir og Forn-Rómverjar not-
uðu vörumerki í sambandi við listiðnað sinn.
Sama er að segja um Forn-Kínverja í sambandi
við postulínsiðnað þeirra. Engar öruggar heim-
ildir liggja þó fyrir um, hvaða gildi þessi vöru-
merking hafði lagalega á þeim timum.
A miðöldum voru einnig notuð vörumerki, en
á þeim tímum voru vörumerkin einungis notuð
til þess að sanna eignarrétt manna á vörum og
varningi. Siglingar og verzlun voru þá hættu-
legri en nú er og kom slík vörumerking sér því
afar vel, t. d. ef um skipströnd eða sjórán var
að ræða. I slíkum tilfellum var þá auðvelt
fyrir eiganda að sanna eignarrétt sinn, ef varan
var merkt merki eiganda. Dæmi um þessa teg-
und eða notkun vörumerkja höfum við hér á
landi nú einmitt fyrir 3—4 árum heyrt getið
um í fréttum blaða og útvarps. Er hafin var
FHJÁLSVERZLUN