Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.06.1958, Qupperneq 8
Til Japcms í verzlunarerindum Viðtal við Þórhall Þorláksson, kaupmann. Þ;ið mun sjaldgæft, að íslenzkir verzlunarmenn heimsæki hin fjarlægari Austurlönd í viðskipta- erindum, enda hafa við- skipti okkar við þau lönd verið lítil og sjaldan gefið ástæðu til slíkra ferða. Nú í seinni tíð hafa þó Tslendingar tekið upp nokkur viðskipti við Jap- ani, en af þeim hefur ver- ið keypt verulegt magn af netjum síðustu árin. Vegna þessa innflutnings fór Þórhallur Þorláksson, kaupm. í ferð til Jap- ans á þessu vori og þótti blaðinu ástæða til þess að gefa lesendum sínum tækifæri að fá nokkra hugmynd um það, sem liann sá og kynntist í Japan. Varð hann vinsamlegast við tilmælum blaðsins um að segja okkur frá ferð sinni: Hver var tilangur jerðarinnar? Erindi mitt til Japan var fyrst og fremst að treysta viðskiptasambönd mín þar, og um leið að reyna að ná hagstæðari kjörum á innkaup- um mínum þaðan. Ég hef um nokkur undan- farin ár flutt inn net frá Japan og þessi inn- flutningur er nú orðinn svo stór þáttur í rekstr- inum hjá mér, að ég taldi fulla ástæðu til þess að leggja í þetta ferðalag. Hvernig hefur þér reynzt að skipta við Ja'pani? Ágætlega. Þeir hafa reynzt mér bæði áreiðan- legir og góðir bakhjarlar í harðri samkeppni. Ef ég á að benda á eitthvað neikvætt, þá er það fyrst og fremst fjarlægðin, sem veldur erfið- leikum í viðskiptunum. Sendingarnar eru nokk- uð lengi á leiðinni, svo að við verðum að leggja pantanir inn með 4—5 mánaða fyrirvara til þess að vörurnar komi á réttum tíma. Þú hefur að sjálfsögðu séð verksmiðjur og alls konar framkvœmdir þar eystra. Hvernig leizt þér á tœknina hjá þeim? Ég hef orðið þess var, að margir hugsa sér japanskan iðnað sem nokkurs konar handa- vinnu. En þessu er öðru vísi háttað. Japanskar verksmiðjur eru búnar fullkomnustu vélum og alls staðar sér maður tækni, sem ekki gefur eftir því, sem maður sér á Vesturlöndum. Og iðnað- arframleiðsla Japana er mjög fullkomin. En vinnuaflið er þar ódvrara en á Vesturlöndum og hefur það að sjálfsögðu sín áhrif á val vinnu- aðferða. Þú nefndir iðnaðarframleiðsluna. — Þú hefur e. t. v. lcomizt á vörusýningu meðan þú dvaldir í Japan? Já, ég var svo heppinn að komast á vöru- sýnignu í Osaka, þar sem fjölmargar þjóðir sýndu framleiðslu sína. Eins og fyrri daginn bar mest á sýningarskálum Rússa og Bandaríkjanna. Ég liafði aðeins einn dag til þess að skoða sýninguna og sá því minna en ég hefði óskað. Hvað fannst þér eftirtektarverðast af japönsku framleiðslunni? Það, sem kom mér mest á óvart, var útlit og allur frágangur á japönsku heimilisvélunum. Þær eru fallegri og virðast sízt lakari en það bezta, sem ég hef séð af vestrænni framleiðslu. Þeir framleiða einnig útvarps- og sjónvarpstæki, sem mér leizt vel á. Eins og flestir vita, fram- leiða Japanir mikið af „optiskum“ vörum, svo sem myndavélar, sjónauka o. fl., og eru vörur þær mjög að ryðja sér til rúms á heimsmarkað- inum. Síðast en elcki sízt er alls konar framleiðsla 8 krjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.